Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2009, Síða 22

Læknablaðið - 15.09.2009, Síða 22
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Mynd 1. Hlutfall sjúklinga semfóru í enduraögerö eftir hjartaaðgerð á íslandi 2000-2005, eftir því hversu langur tími leið frá upphaflegu aðgerðitmi að enduraðgerð. Upplýsingar vantaði um sex sjúklinga og eru þeir ekki teknir með í útreikninga. Allsfóru 87% sjúklinganna í enduraðgerð innan 12 klukkustunda. teknir í aðgerð eftir 24 klukkustundir. Hafði þeim þá blætt 2707 ml að meðaltali. Heildartíðni fylgikvilla var 73,8%, það er 76 sjúklingar af 103 fengu einhver konar fylgikvilla en 27 (26,2%) enga fylgikvilla aðra en enduraðgerð og blóðgjöf tengda henni. Algengustu fylgikvillar voru gáttaflökt eða gáttatif hjá 60 sjúklingum og í liðlega fjórðungi tilfella þurfti að tappa af fleiðru- vökva. Aðrir fylgikvillar, þar á meðal sýking í bringubeinsskurði (11,7%), voru fátíðari (tafla VI). Heildarlegutími var 14 dagar (miðgildi, bil 6-85), þar af tveir dagar (bil 1-38) á gjörgæslu. Ári frá aðgerð voru 82 sjúklingar eða 79,6% á lífi. Alls létust 16 sjúklingar innan 30 daga frá enduraðgerð, sem jafngildir 15,5% skurðdauða, þar af voru sex sem létust á fyrstu tveimur sólarhringunum eftir enduraðgerðina. í töflu VII eru nánari upplýsingar um þá 16 sjúklinga sem létust, 8 karla og 8 konur. Meðalaldur þeirra var hærri en fyrir þá sem lifðu enduraðgerð (73 vs. 67,9 ár, p=0,016). Helmingur sjúklinganna sem lést hafði gengist undir kransæðahjáveituaðgerð og þrjár þessara aðgerða voru bráðaaðgerðir. EuroSCORE sjúklinganna sem létust var að meðaltali 9,9 sem er marktækt hærra en þeirra Tafla VI. Fylgikvillar eftir enduraðgerð vegna blæðingar í kjölfar hjartaaðgerðar á Islandi 2000-2005. Sjúklingar geta haft fleiri en einn fylgikvilla samtimis (gefinn er upp fjöldi sjúklinga og % f sviga). Gáttaflökt/gáttatif 60 (58,3) Fleiðruvökvi sem krafðist aftöppunar 25 (24,3) Hjartadrep 24 (23,3) Þvagfærasýking 11 (10,7) Lungnabólga 9 (8,7) Bringubeinslos 7 (6,8) Blóðþurrð í heila 4 (3,9) Líffærabilun/ARDS* 3 (2,9) Sýking í bringubeinsskurði** 12(11,7) Skurðsýking eftir bláæðatöku í ganglim*** 3 (5,0) *ARDS = Acute respiratory distress syndrome, ** þar af 1 tilfelli af miðmætissýkingu við sýkingar sem greindust á meðan sjúklingar voru inniliggjandi á sjúkrahúsi. *** eingöngu er miðað sem lifðu enduraðgerðina eða 5,4 (p<0,0001). Blæðing fyrstu 24 tímana eftir upprunalegu aðgerðina var einnig marktækt hærri en fyrir þá sem lifðu aðgerðina, eða 5920 ml samanborið við 3703 ml (p=0,013). Sama á við um fjölda eininga af rauðkornaþykkni sem gefnar voru (34,4 vs.13,5 ein, p=0,003). Umræða Þessi rannsókn sýnir að tíðni enduraðgerða vegna blæðingar er með hærra móti hér á landi, eða 8%. I erlendum rannsóknum er hlutfall enduraðgerða oftast á bilinu 2-6% (tafla VIII). Skýringin á hárri tíðni hér á landi er ekki þekkt, til dæmis virðast EuroSCORE og áhættuþættir sjúklinganna vera sambærileg við aðrar rannsóknir.8' 10 I sumum erlendu rannsóknanna voru ekki teknar með allar hjartaaðgerðir. Við rannsökuðum hins vegar allar opnar hjartaaðgerðir hjá heilli þjóð á sex ára tímabili, bæði val- og bráðaaðgerðir, og verður það að teljast styrkur rannsóknarinar. Tæplega þriðjungur sjúklinga tók acetýlsalicýl- sýru fram að aðgerð. Engu að síður er hlutfallið lægra en í fjölda rannsókna þar sem tíðni endurblæðinga er lægri.8- 16 Hér á landi hefur tíðkast að stöðva gjöf lyfsins 5-7 dögum fyrir hjartaaðgerð, sé því við komið. Víða erlendis er acetýlsalicýlsýra gefin fram að aðgerð og sem fyrst eftir aðgerð, enda slíkt talið minnka líkur á hjartadrepi.17 Áhrif acetýlsalicýlsýru á magn blæðingar í kransæðahjáveituaðgerðum hafa verið umdeild,18 en nýlegar rannsóknir virðast þó benda til þess að áhrifin séu minni en áður var talið.19-21 Til dæmis sást í rannsókn Bybee og félaga vægt aukin blæðing í brjóstholskerum sjúklinga sem tóku acetýlsalicýlsýru en tíðni blóðgjafa og enduraðgerða var hins vegar sambærileg.20 Öðru máli gegnir um klópídógrel, en áhrif þess á magn blæðingar eru óumdeild.22 Er því reynt að stöðva notkun lyfsins að minnsta kosti 7-10 dögum fyrir aðgerð. Aðeins 8% sjúklinga fengu klópídógrel á síðustu fimm dögunum fyrir aðgerð og klópídógrel skýrir því varla háa tíðni enduraðgerða. I þessum tilfellum var oftast um bráðaaðgerð að ræða og því ekki unnt að stöðva notkun lyfsins fyrir aðgerðina. Sama átti við um rúmlega þriðjimg sjúklinga sem voru á háskammta léttheparíni fram að aðgerð. Flestir þessara sjúklinga voru með hvikula hjartaöng eða kransæðastíflu og því ábending fyrir blóðþynnandi meðferð fram að aðgerð.23 Fræðilega geta mismrmandi ábendingar haft áhrif á tíðni enduraðgerða, samanber rann- sóknimar sem sýndar eru í töflu VII. Ábend- ingar enduraðgerða eru þó yfirleitt skýrar og frekar spurning um hvenær en ekki hvort þessir 570 LÆKNAblaðið 2009/95
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.