Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2009, Page 24

Læknablaðið - 15.09.2009, Page 24
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN 14 dagar. Þetta er fjórum dögum lengri legu- tími en hjá sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala.27 Langur legutími eykur kostnað verulega en hver legu- dagur á gjörgæsludeild (desember 2008) kostar í kringum 234.000 kr. og rúmlega 50.000 kr. á legu- deild samkvæmt kostnaðarkerfi Landspítalans. Auknar blóðgjafir kosta einnig mikið fé, til dæmis kostar eining af rauðkornaþykkni í kringum 11.000 kr. og sett af blóðflögum um það bil 60.000.28 Ekki lágu fyrir upplýsingar í þessari rannsókn um hversu oft orsök blæðingar fannst við enduraðgerð, enda rannsóknin afturskyggn og upplýsingar í aðgerðarlýsingum ekki nægjanlega nákvæmar hvað þetta atriði varðar. I öðrum rannsóknum hefur verið sýnt fram á að hjá allt að þriðjungi sjúklinga finnst ekki skýring á blæðingunni við enduraðgerð og er hún þá oftast rakin til truflunar á storkukerfi sjúklingsins. Aður en kemur að enduraðgerð hefur oftast verið reynd lyfjameðferð með storkuhvetjandi lyfjum og blóðhlutum, til dæmis blóðvatni, blóðflögum, tranexamsýru (Cyklokapron®) og desmopressíni (Octostim®). Áður var einnig notast við aprótínín (Trasylol®) en lyfið var tekið af skrá snemma árs 2008 vegna fylgikvilla sem taldir voru tengjast gjöf þess, aðallega nýrnabilunar og heilablóðfalls.29 Virkjaður storkuþáttur Vlla (Novoseven®) er annað lyf sem á síðustu árum er farið að nota við alvarlegum blæðingum í hjartaaðgerðum og var fyrstu 10 tilfellunum lýst í Læknablaðinu á síðasta ári.30 Lyfið er afar dýrt og fylgikvillar þess ekki fullrannsakaðir við þessar ábendingar, enda lyfið fyrst og fremst notað í meðferð meðfæddra blæðingarsjúkdóma en ekki við blæðingar í eða eftir skurðaðgerðir. I okkar sjúklingahópi var aðeins einn sem fékk Novoseven® í upphaflegu aðgerðinni. Lífshorfur sjúklinga sem fara í enduraðgerð eru marktækt síðri en þeirra sem ekki þurfa í slíka aðgerð.6'10 Þannig létust rúmlega 15% sjúklinga í þessari rannsókn á fyrsta mánuði eftir aðgerð. í erlendum rannsóknum er þessi tala oftast á bilinu 9,5-12,9%.6’M0 Okkar tölur eru svokallaðar hráar lífshorfur sem er tiltölulega grófur mælikvarði á lífshorfur. Fyrirhugað er að rannsaka betur dánarorsakir þessara sjúklinga, skoða lengra tímabil og áætla lífshorfur með aðferð Kaplan- Meier. Annar veikleiki við þessa rannsókn er að viðmiðunarhópur er ekki til staðar. Við höfum því ekki getað skilgreint nákvæmlega áhættuþætti fyrir enduraðgerðum en slíkt er mikilvægt til þess að draga megi úr blæðingum og fækka enduraðgerðum. Á næstu misserum er stefnt að því að bæta við sjúklingum í rannsóknina og jafnframt viðmiðunarhópi sem gerir kleift að rannsaka áhættuþætti með aðhvarfsgreiningu (logistic regression). Að öllu samanlögðu virðist blæðing eftir hjarta- aðgerðir stærra vandamál hér á landi en annars staðar og 8% sjúklinga þurfa að fara í enduraðgerð vegna þeirra. Legutími þessara sjúklinga er langur, þeir þurfa miklar blóðgjafir og sjötti hver sjúklingur deyr vegna blæðingarinnar. Blæðingin skerðir því ekki aðeins lífshorfur þessara sjúklinga heldur eykst kostnaður verulega. Því er til mikils að vinna að finna leiðir til að minnka blæðingu og um leið fækka enduraðgerðum. Þakkir Þakkir fær Gunnhildur Jóhannsdóttir skrifstofu- stjóri á skurðdeild Landspítala fyrir aðstoð við öflun sjúkraskráa, Martin Ingi Sigurðsson læknanemi fyrir aðstoð við tölfræðiúrvinnslu og Húnbogi Þorsteinsson læknanemi fyrir yfirlestur og þarfar ábendingar. Heimildir 1. Amórsson Þ, Torfason B, Ólafsson G, Alfreðsson H, Jóhannsson KB, Guðbjartsson T. Hjartaskurðlækningar á íslandi í 20 ár. Læknablaðið 2007; 93: 320 [abstract]. 2. Shroyer ALW, Coombs LP, Peterson ED, et al. The society of thoracic surgeons: 30-day operative mortality and morbidity risk models. Ann Thorac Surg 2003; 75:1856-64. 3. Durham S Ji, Gold JP. Late Complications of Cardiac Surgery. In: Cohn L, ed. Cardiac Surgery in the Adult. McGraw-Hill; New York 2008: 535-48. 4. Woodman RC, Harker LA. Bleeding complications associated with cardiopulmonary bypass. Blood 1990; 76:1 680-97. 5. Levi M, Cromheecke ME, de Jonge E, et al. Pharmacological strategies to decrease excessive blood loss in cardiac surgery: a meta-analysis of clinically relevant endpoints. Lancet 1999; 354:1940-7. 6. Hall TS, Brevetti GR, Skoultchi AJ, Sines JC, Gregory P, Spotnitz AJ. Re-exploration for hemorrhage following open heart surgery differentiation on the causes of bleeding and the impact on patient outcomes. Ann Thorac Cardiovasc Surg 2001; 7: 352-7. 7. Unsworth-White MJ, Herriot A, Valencia O, et al. Restemotomy for Bleeding After Cardiac Operation: A Marker for Increased Morbidity and Mortality. Ann Thorac Surg 1995; 59: 664-7. 8. Moulton MJ, Creswell LL, Mackey ME, Cox JL, Rosenbloom M. Reexploration for bleeding is a risk factor for adverse outcomes after cardiac operations. J Thorac Cardiovasc Surg 1996; 111:1037-44. 9. Karthik S, Grayson AD, McCarron EE, Pullan DM, Desmond MJ. Reexploration for bleeding after coronary artery bypass surgery: Risk factors, outcomes, and the effect of time delay. Ann Thorac Surg 2004; 78: 527-34. 10. Choong CK, Gerrard C, Goldsmith KA, Dunningham H, Vuylsteke A. Delayed re-exploration for bleeding after coronary artery bypass surgery results in adverse outcomes. Eur J Cardiothorac Surg 2007; 31: 834-8. 11. Dacey LJ, Munoz JJ, Baribeau YR, et al. Reexploration for hemorrhage following coronary artery bypass grafting - Incidence and risk factors. Arch Surg 1998; 133: 442-6. 12. Wolfe R, Bolsin S, Colson M, Stow P. Monitoring the rate of re-exploration for excessive bleeding after cardiac surgery in adults. Qual Saf Health Care 2007; 16:192-6. 13. Steingrímsson S, Gottfreðsson M, Kristinsson KG, Guðbjartsson T. Deep stemal wound infections following open heart surgery in Iceland. A population-based study. Scand Cardiovasc J 2008; 42: 208-13. 572 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.