Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2009, Page 37

Læknablaðið - 15.09.2009, Page 37
FRÆÐIGREINAR Y F I R L I T í rúmi (MRI skilmerki uppfyllt eða a2MS blettir á MRI og oligoclonal bönd í mænuvökva) og útbreiðslu í tíma (MRI skilmerki uppfyllt).25 Miklar líkur eru á MS síðar á ævinni þegar dæmigerðar MRI breytingar sjást, en litlar líkur ef MRl er eðlilegt.29 Oligoclonal-bönd í mænuvöka auka líkurnar á endurteknum MS-köstum. Rannsókn30 fylgdi eftir 58 einstaklingum í sex ár eftir CIS og endurtekin MS-köst fengu 97% þeirra sem voru með MRI-breytingar og oligoclonal-bönd, en 89% þeir sem voru aðeins með MRI-breytingar. MS á meðgöngu Áður var talið að meðganga yki hættu á MS- kasti og versnun sjúkdómsins og var konum jafnvel ráðið frá barneignum vegna þessa. Framsýn rannsókn31 athugaði 269 meðgöngur hjá 254 konum með MS. Ekki varð fjölgun á MS- köstum á 21 mánaða tímabili eftir fæðinguna og langtímahorfur mæðra með MS voru þær sömu og hjá barnlausum konum (mynd 1). Tíðni fósturláta, utanlegsfósturs og andvana fæðinga31 hjá konum með MS jókst ekki. Greining Greining MS byggir á dæmigerðum einkennum og útilokxm annarra sjúkdóma, en öruggasta greiningin fæst þó við vefjarannsókn (krufningu eða sýnatöku).8 Sýna þarf fram á einkenni frá tveimur eða fleiri bólgublettum í miðtaugakerfinu sem komið hafa á mismunandi tíma og síðan gengið til baka. Læknir þarf að staðfesta einkennin en saga um slík einkenni frá miðtaugakerfi getur stutt greininguna, en dugar ekki ein sér til að uppfylla ströngustu skilyrði greiningar. Þrjátíu dagar þurfa að líða frá upphafi einkenna til upphafs næsta kasts til að það teljist nýtt kast.25 Við primary progressive MS þarf að sýna fram á hægt versnandi sjúkdóm og merki um bólgu í miðtaugakerfi. Greining MS getur aldrei byggt á MRI breytingum eingöngu. Mismunagreining Þegar einkenni og sjúkdómsgangur eru dæmi- gerð fyrir MS er greining auðveld. Hins vegar eru margar gildrur við túlkun vægari einkenna. Kvíða og þunglyndi fylgja oft líkamleg einkenni (somatization), svo sem dofi, svimi og máttleysistilfinning sem eru algengasta ástæða rangrar greiningar MS.32 Þegar einkenni gefa tilefni til þarf að útiloka aðra vefræna sjúkdóma í heila og mænu, svo sem æðasjúkdóma, sýkingar (lyme, syphilis), ADEM (acnte demyelinating encephalomyelitis), neuromylelitis optica (Devics sjúkdóm), transverse myelitis, bólgusjúkdóma (til dæmis sarcoidosis og lupus), B12 vítamínskort og þrýsting á mænu.32 Rannsóknir Rannsóknir eru notaðar til stuðnings við greiningu MS og ekki síst til að útiloka að um annan taugasjúkdóm sé að ræða. MRI er gagnlegasta rannsóknin og MS er ólíkleg greining ef bæði MRI og mænuvökvi er eðlilegur.33 1. Segulómun sýnir bólgubletti í hvítu sem eru 1 til 5 cm í þvermál og eru oftast34 aðlægt heilahólfum (mynd 2 og 3) (95%), í og út frá corpus callosum (mynd 2A og B), heilastofni eða litla heila. Bólgublettir í stóra heila hafa mis- munandi útlit á MRI: 1) Blettir með virkri bólgu sýna skuggaefnisupphleðslu á T1 mynd (mynd 4B),35 sem hverfur á um sex vikum. 2) T2 og FLAIR myndir sýna aukið segulskin í bólgublettum vegna niðurbrots á myelíni (myndir 4A og 5A). 3) Bólgublettur með minna segulskin en heilavefur á T1 mynd og sýnir ekki skuggaefnisupphleðslu (black-hole) er talinn endurspegla vefjaeyðingu í kjölfar bólgunn-ar (mynd 5B).36 í mænu sjást blettirnir best á T2 Mynd 3. T2 mynd (A) sýnir dæmigerða ílanga fingurlíka bletti (Dawson fingers) upp og út frá hliðarhólfum, eldri frarnan til og eina stóra virka (<) með bjúg umhverfis aftan til. FLAIR mynd (B) af öðrum tilfelli sýnir sltkar breytingar á greinilegri hátt. LÆKNAblaðið 2009/95 585

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.