Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2009, Síða 39

Læknablaðið - 15.09.2009, Síða 39
F RÆÐIGREINAR Y F I R L I T einum bletti í heila. Einnig er sýnt fram á útbreiðslu í rúmi með tilvist tveggja bletta á MRI og oligoclonal banda í mænuvökva. b) Útbreiðsla í tíma er staðfest ef nýr blettur, með gadolinum- upphleðslu, sést á MRI sem tekið er meira en þremur mánuðum eftir upphaf einkennanna eða ef nýr T2 blettur sést á síðari af tveimur MRI rannsóknum sem báðar eru gerðar eftir kastið. Horfur Um 30% verða ekki fyrir fötlun á fyrstu 10 árunum45 og þriðjungur þarf staf eða hjólastól eftir 10 ár. Betri horfur við upphaf sjúkdómsins tengjast meðal annars: i) kvenkyni, ii) upphafi einkenna tiltölulega snemma á ævinni, iii) sjóntaugabólgu eða skyneinkennum í byrjun, iv) „relapsing-remitting" gangi og v) góðum bata eftir fyrsta kast.42 Meðferð er talin hafa mest áhrif við relapsing- remitting MS, en minna við primary progressive MS.42 1. Sterar stytta MS kast, án þess að hafa áhrif á sjúkdómsganginn sjálfan.46 Bresku NICE47 leiðbeiningarnar mæla með sterum þegar bráð versnun (þar á meðal sjóntaugabólga) veldur miklum óþægindum eða takmarkar færni sjúklings. Rétt er að hefja meðferðina sem fyrst eftir að versnunin byrjar. Hér á landi er algengast að gefa methylprednisolon 1000 mg/dag í æð í þrjá til fimm daga, en einnig er hægt að gefa stera sem töflur. Ekki er rétt að gefa stera oftar en þrisvar á ári.47 Samkvæmt leiðbeiningum evrópskra taugalækna48 er stutt meðferð með sterum (glucocorticoids) örugg hjá þunguðum konum, en sennilega ætti að forðast sterana á fyrsta þriðjungi meðgöngunnar. 2. T ,vf sem hafa áhrif á sjúkdómsganginn Fyrir rúmum áratug varð breyting á meðferð MS þegar fram komu lyf sem milduðu sjúkdóminn. Beta interferon og glatiramer acetate fækka MS köstum um 30%. Nýjast er natalizumab sem fækkar köstunum um 68%. Beta-interferon er notað við relapsing remitting MS og við secondary progressive MS. Tvær megin- gerðir eru til, interferon-la (Avonex®, Rebif®) og interferon-lb (Betaferon®). Interferon-la49fækkaði MS köstum um 33% þegar meðferðarhópurinn (n=158) fékk 0,6 köst að meðaltali á tveimur árum og ómeðhöndlaðir (n=143) 0,9 köst (p=0,03). Við secondary progressive MS50 fékk meðferðarhópurinn (n=360) interferon beta-lb í þrjú ár og seinkaði meðferðin versnandi fötlun (eitt stig á EDSS) um 9-12 mánuði, samanborið við lyfleysu (n=358). Inteferon beta-la tefur þróun CIS yfir í MS, og í þriggja ára rannsókn51 fengu 35% meðferðar- hópsins (n=383) MS og 50% samanburðarhópsins. Interferon er ekki notað í meðgöngu. Glatiramer acetate (Copaxone®) fækkaði MS köstum um 29%. Meðferðarhópur (n=125) með relapsing-remitting MS52 fékk 1,2 köst að meðaltali á tveggja ára tímabili og samanburðarhópurinn fékk 1,7 (p=0,007). Glatiramer acetat er gefið daglega. Ónæmisbælandi lyf i) Cyclosporín. Einstaklingar með krónískt progressífan MS (n=273) fengu cyclosporín í tvö ár53 og jókst fötlun þeirra um 0,4 stig á EDSS, en aukning fötlunar samanburðarhóps (n =274) var 0,7 stig á EDSS; p=0,002, en meðferðin hægði eigi að síður á gangi sjúkdómsins. ii) Methotrexat var gefið einstaklingum með krónískt prógressífan MS og var versnim fötlunar hægari í efri útlimum54 miðað við samanburðarhóp. iii) Azathioprin. Mat Cochrane-gagna- grunnsins55 á azathioprini við MS var að lyfið komi til greina í stað interferon beta og hjá þeim sem þurfa endurteknar sterameðferðir vegna tíðra kasta. Mitoxantrone er krabbameinslyf sem notað hefur verið við MS sem ekki svarar annarri meðferð. Frönsk rannsókn56 náði til 100 sjúklinga með slæman relapsing-remittmg MS sem fengu mitoxanthrone mánaðarlega í sex mánuði. Arlegur fjöldi kasta minnkaði um 91% og fækkun kasta hélst í fimm ár. Natalizumab er einstofna mótefni, sem hindrar ferð lymphocyta inn í heilann.27 Natalizumab fækkaði MS köstum um 68%. Meðferðarhópur (n=627) með relapsing remitting MS (27) fékk 0,26 köst á tveimur árum, í samanburði við 0,81 kast hjá minni lyfleysuhópi (n=315); (p=0,001). Lyfið getur í sjaldgæfum tilfellum valdið hættulegri tækifærissýkingu í heila (progressive multifocal leukoencephalopathy). Áhættan er talin minni ef natalizumab er notað eitt og sér og því er interferon57 ekki notað samtímis. Gagnsemi natalizumab við önnur sjúkdóms- form MS er enn óljós. Lyfið er fyrst og fremst notað hjá þeim sem eru með endurtekin MS köst (al MS kast á 12 mánuðum), þrátt fyrir meðferð með interferoni eða glatiramer, eða hratt versnandi MS (a2 eða fleiri köst á síðustu 12 mánuðum) án meðferðar. Lyfið hefur um 1%27 tíðni á svæsnu ofnæmisviðbragði (anaphylaxis). Um 6% sjúklinga mynda mótefni gegn lyfinu57 sem talið er draga úr verkun lyfsins. Notkun lyfsins er nýlega hafin hér á landi og miklar væntingar bundnar við þessa nýju meðferð. Natalizumab er ekki notað á meðgöngu. Meðhöndlun MS einkenna. Þreyta er algeng og þá er mikilvægt að útiloka þunglyndi. SSRI lyf geta verið gagnleg. Modafinil hefur verið notað, LÆKNAblaðið 2009/95 587
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.