Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2009, Qupperneq 49

Læknablaðið - 15.09.2009, Qupperneq 49
E N D UMRÆÐUR O G FRÉTTIR URHÆFING í STYKKISHÓLMI höfum í rauninni verið tiltölulega frjálslynd með hverjir leggjast hér inn. Það stafar að hluta til af því að þetta er einfaldlega eina klíníkin sinnar tegundar í landinu en okkur finnst líka að fólk eigi að fá þetta tækifæri. Reynslan er mjög góð. í þessari meðferð er ekkert gert sem er óafturkræft. Sprautumeðferðin eru bólgueyðandi sterar sem ég sprauta inn í bogaliðina, mænugöngin, inn á taugarætur og þetta geri ég með gegnumlýsingu. Að öðru leyti felst meðferðin í sjúkraþjálfun og endurhæfingu." Hrefna greinir frá því að þau fylgist mjög vel með þróun í sjúkraþjálfun og hafi verið mjög dugleg að senda sjúkraþjálfarana á námskeið erlendis og bætir við að hjá þeim tíðkist engar kreddur í sjúkraþjálfun. „Við notum allar aðferðir sem við teljum að geti komið að notum og hafa reynst vel annars staðar. Meðferðin er alltaf í stöðugri þróun þó grunnurinn hafi haldist mikið til sá sami í gegnum árin." Jósep bætir við að sjúkraþjálfararnir séu kjaminn í meðferðinni og einnig sé í teyminu starfandi geðhjúkrunarfræðingur sem er einkar mikilvægt því oft eru andleg vandamál fylgifiskar bakvandamála. Um 30% af sjúklingum þeirra eru að fást við afleiðingar slysa og því er það oft mjög þakklátt verk að vinna úr því með geðhjúkrunarfræðingnum. Þá hefur deildarhjúkrunarfræðingurinn einnig mikilvægu hlutverki að gegna þar sem hann er á deildinni alla daga og fær við það ákveðna yfirsýn sem nýtist öllu teyminu. Ekki má heldur gleyma starfsmanni á deildinni sem er oft í nánara og afslappaðra sambandi við sjúklingana en fagfólkið. „Við höldum teymisfundi tvisvar í viku ogförum þá vandlega í gegnum allan hópinn, tökum hvern einasta sjúkling fyrir. Hér er engin hópmeðferð, allir eru í einstaklingsmeðferð hjá sjúkraþjálfara. Þetta kallar á stærri hóp sjúkraþjálfara og ef við ættum að vinna á biðlistanum þyrftum við fjóra til viðbótar, tíu í allt," segir Hrefna. Þegar Jósep hefur skoðað sjúklinginn vandlega fer hann á biðlistann og er síðan kallaður inn þegar að honum kemur. Biðlistirtn er langur, 300 manns, en honum er skipt í sex forgangsflokka. Þeir sem lenda í efsta flokki þurfa yfirleitt ekki að bíða lengur en eina til þrjár vikur. Biðtíminn getur verið allt að eitt ár sem er alltof langur tími að sögn Jóseps. „Skýringin á þessum langa biðlista er að hluta til sú að fólk sem hefur verið að veltast lengi í kerfinu án þess að fá nokkra bót meina sinna er núna sent til okkar. Með fullri starfsemi árið um kring útskrifum við um 200 manns á ári. Það tæki okkur eitt og hálft ár að klára biðlistann. í raunirtni tæki það okkur lengri tíma því við getum ekki haldið fullum afköstum stöðugt. Núna vantar okkur til dæmis einn sjúkraþjálfara og getum því ekki sinnt nema 11 sjúklingum í einu." Það vekur athygli að ekki eru nema um 10% Frá vinstri: Jósep Ó. Blöndal læknir, Mohan Angamuthu, Atin Linda Denner, Lucia de Korte, Elín Hallfreðsdóttir, Hrefna Frímannsdóttir -þau eru öll sjúkraþjálfnrar. LÆKNAblaðið 2009/95 597
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.