Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2009, Page 51

Læknablaðið - 15.09.2009, Page 51
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR ENDURHÆFING í STYKKISHÓLMI sjúklinganna sem koma aftur. Þau segja ákveðið kerfi í gangi hvað þetta varðar og að lögð sé sérstök áherslu á að fylgjast með sjúklingum sem lent hafa í slæmum slysum og þurfa reglulega meðhöndlun. „Það hefur gefið ágæta raun og hjálpar þeim mikið. En lykilatriðið fyrir áframhaldandi árangur er að sjúklingurinn tileinki sér þær æfingar sem hér eru kenndar og haldi þeim áfram eftir að heim er komið." Hrefna bætir við að meðferðin byggi nær alfarið á samvinnu við sjúklinginn, að virkja hann og gera ábyrgan fyrir eigin líðan. „Við erum að kenna þeim æfingarnar og mikilvægast er að fólk haldi áfram því það er það sem heldur verkjunum í skefjum." Hrefna segir að sjúkraþjálfararnir komi víða að. „Núna eru hér þrír íslendingar starfandi, einn Indverji og einn Hollendingur. Þetta gefur góða raun og skapar breidd í starfið." Þjóðhagslega ómissandi Háls- og bakdeildin hefur um nokkurra ára skeið verið í samstarfi við sjúkraþjálfunarskor Háskóla íslands og tekið nema á hverju ári. „Þetta hefur gefist mjög vel og reynst báðum aðilum til gagns," segja þau Jósep og Hrefna. Ennfremur hefur að sögn Jóseps verið imprað á samstarfi við kennslusvið í heimilislækningum við Landspítalann og Háskóla íslands. „Það væri auðvitað alveg kjörið og sartnarlega gagnlegt fyrir verðandi heimilislækna að kynnast þessu en það hefur ekki orðið af því ennþá," segir Jósep. „Við höfum verið opin fyrir öllu samstarfi við háskólann og vonandi verður af því. Hér eru miklir rannsóknarmöguleikar sem ekki hefur gefist tækifæri til að vinna úr sem skyldi." Að sögn Róberts Jörgensen, framkvæmdastjóra sjúkrahússins, er nú verið að vinna að sameiningu sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva á Vesturlandi og vestast á Norðvesturlandi. Þetta eru Sjúkrahúsið á Akranesi og Franciskusspítalinn í Stykkishólmi, heilbrigðisstofnanimar á Hólmavík og Hvammstanga ásamt heilsugæslustöðvunum í Borgarnesi, Búðardal og Snæfellsbæ. „Þessi sameining er áætluð frá og með næstu áramótum en sameiningaráætlunin hefur í raun- inni verið til í níu ár í heilbrigðisráðuneytinu og ýmsar aðrar hugmyndir hafa verið viðraðar á þeim tíma. Þetta er í rauninni sýn embættismanna í heilbrigðisráðuneytinu og fagfólks á skilvirkara heilbrigðiskerfi frekar en pólitískur vilji einstakra stjórnmálamanna. Hvað þessi sameining kemur til með að hafa í för með sér fyrir starfsemina hér er erfitt að segja. Eg held að í rauninni sé réttara að spyrja sig hvaða áhrif kreppan hafi á starfsemina sem er óskylt mál en skellur á okkur á sama tíma. Það er miklu meira áhyggjuefni en sameiningin í sjálfu sér. Hér voru uppi mjög spennandi hugmyndir á síðasta ári um stækkun háls- og bakdeildarinnar sem voru snarlega teknar út af borðinu þegar bankarnir hrundu. Hugmyndin um sameininguna er að veita þéttari og skipulagðari þjónustu við íbúa Vesturlands. Háls- og bakdeildin gegnir þar mikilvægu hlutverki því sambærileg þjónusta er hvergi annars staðar í boði. Þjóðhagslega séð er þessi starfsemi að mínu mati ómissandi. En í núverandi ástandi er erfitt að segja hvað verður gert þegar skera á niður um tugi ef ekki hundruð milljóna," segir Róbert. Það er ekki laust við að blaðamaður velti fyrir sér fortíð og nútíð þegar haldið er frá Stykkishólmi eftir heimsókn á St.Franciskusspítalann. I vor voru fjórar nurrnur eftir í klaustrinu og höfðu tekið ástfóstri við staðinn. Þær munu hafa óskað eftir því við yfirstjórn reglu sinnar að fá að bera þar beinin eftir áratuga ósérhlífna þjónustu í þágu íbúanna á svæðinu. Svarið var nei. Þær urðu að halda utan í ágúst og ljúka þjónustu sinni við Drottin allsherjar í aðalstöðvum reglunnar. Verður að vona að veraldleg yfirvöld hér uppi á íslandi sýni arfleifð nunnanna í Stykkishólmi eilítið meiri skilning og treysti grundvöll starfsins sem þar hefur verið markvisst byggt upp og sannarlega skilað svo áþreifanlegum árangri. LÆKNAblaðið 2009/95 599

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.