Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2009, Qupperneq 68

Læknablaðið - 15.09.2009, Qupperneq 68
00 % MALARONE atóvakón og prógúanílhýdróklórið - fyrirbyggjandi meðferð gegn malaríu • Veitir 95-100° • Eina malaríulyfið sem vi á lifrarstig og blóðstig falci Þolist vel og hefur fáar aukaverkanir25 Styttri meðferð fyrir og eftir ferðalagið miðað við öll önnur malaríulyf69 MALARONE. Hver Malarone tafla inniheldur 250 mg af atóvakóni og 100 mg af prógúaníl hýdróklóríöi. Lyfjaform: Filmuhúðuð tafla. Ábendingar: Malarone hefur sníkladrepandi verkun í blóði og hefur einnig verkun á Plasmodium falciparum sníkla í lifur. Það er ætlað til: (1) Fyrirbyggjandi meðferðar gegn Plasmodium falciparum malaríu, (2) Meðferðar við bráð- ri Plasmodium falciparum malaríu, án fylgikvilla. Þar sem Malarone hefur verkun gegn lyfjanæmum og lyfjaónæmum Plasmodium falciparum sníklum er sérstaklega mælt með Malarone til að fyrirbyggja Plasmodium falciparum malaríu og til meðferðar við Plasmodium falciparum malaríu í þeim tilvikum þar sem sýkingarvaldurinn gæti verið ónæmur fyrir öðrum malaríulyfjum. Skammtar og lyfjagjöf: A. FvrirbvQoiandi meðferð skal (a) hefja 24 til 48 klukkustundum áður en farið er inn á malaríusvæði, (b) halda áfram meðan á dvöl stendur, sem ekki skal vera lengur en 28 dagar, (c) halda áfram í 7 daga að dvöl lokinni. Skammtar handa fullorðnum: Ein Malarone tafla á dag. Malarone töflur eru ekki ráðlagðar til fyrirbyggjandi meðferðar hjá einstaklingum sem eru undir 40 kg að þyngd. B. Meðferð: Skammtar handa fullorðnum: Fjórar Malarone töflur í einum skammti daglega, íþrjá daga samfleytt. Skammtarhanda börnum. (1) 11-20 kg að þyngd. Ein tafla daglega, í þrjá daga samfleytt. (2) 21-30 kg að þyngd. Tvær töflur í einum skammti daglega, í þrjá daga samfleytt. (3) 31-40 kg að þyngd. Þrjár töflur í einum skammti daglega, í þrjá daga samfleytt. (4) > 40 kg að þyngd. Skammtar eins og fyrir fullorðna. Frábendingar: Sjúklingar með þekkt ofnæmi fyrir atóvakóni eða prógúaníl hýdróklóríði eða einhverju hjálparefnanna mega ekki taka Malarone. Ekki má nota Malarone til fyrirbyggjandi meðferðar við P. falciparum malaríu hjá sjú- klingum með verulega skerta nýrnastarfsemi (kreatínín úthreinsun < 30 ml/mín.). Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun: Öryggi og verkun Malarone til fyrirbyggjandi meðferðar gegn malaríu hjá sjúklingum sem eru undir 40 kg að þyngd, hefur ekki verið staðfest. Öryggi og verk- un Malarone til meðferðar malaríu hjá börnum sem eru undir 11 kg að þyngd hefur ekki verið staðfest. Malarone hefur ekki verið metið með tilli- ti til meðferðar við malaríu í heila eða öðrum flóknum tilvikum malaríu, þ.á m. mikils fjölda sníkla í blóði, (hyperparasitaemia), lungnabjúgs og nýr- nabilunar. Enduruppkoma sníkla var algeng þegar P. vivax malaría var eingöngu meðhöndluð með Malarone við. Ferðamenn sem eru verulega útsettir fyrir P. vivaxeöa P. ovale, og þeir sem fá malaríu af völdum annars hvors þessara sníkla, þurfa að auki meðferð sem er virk gegn sníklum í dvala (hypnozoites). Þegar sýking af völdum P. falciparum tekur sig upp aftur eftir meðferð með Malarone, eða fyrirbyggjandi meðferð hefur brugðist, skal veita sjúklingum meðferð með öðru lyfi sem einnig hefur sníkladrepandi verkun í blóði. Fylgjast skal náið með sníklum í blóði sjúklinga sem fá samhliða meðferð með metóklópramíði eða tetracýklíni (sjá kafla 4.5). Samhliða gjöf Malarone og rífampicíns eða rífabútíns er ekki ráðlögð. Hjá sjúklingum með verulega skerta nýrnastarfsemi (kreatí- nín úthreinsun < 30 ml/mín.) skal ráðleggja önnur lyf en Malarone til með- ferðar við bráðri P. falciparum malaríu þegar það er mögulegt. Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir: Samhliða meðferð með metóklópramíði og tetracýklíni hefur verið sett í samband við mark- tæka lækkun á plasmaþéttni atóvakóns. Samhliða meðferð atóvakóns og indínavírs leiðir til lækkunar á Cmin indínavírs. Gæta skal varúðar þegar ató- vakóni er ávísað samhliða indínavíri vegna lækkunar á lægstu blóðþéttni indínavírs. Samhliða meðferð með rífampicíni lækkar blóðþéttni atóva- kóns um u.þ.b 50% og samhliða meðferð með rífabútíni lækkar blóðþétt- ni um u.þ.b. 34%. Meðganga og brjóstagjöf: Öryggi samhliða notkunar atóvakóns og prógúaníl hýdróklóríðs á meðgöngu hefur ekki verið stað- fest. Notkun Malarone á meðgöngu skal aðeins íhuga ef væntanlegur ávin- ningur fyrir móður vegur þyngra en hugsanleg áhætta fyrir fóstrið. Brjóstagjöf: Konur með börn á brjósti skulu ekki taka inn Malarone. Aukaverkanir: Af þeim skömmtum sem gefnir eru bæði til fyrirbyggjandi meðferðar og meðferðar við malaríu, eru aukaverkanir yfirleitt vægar og tímabundnar. Ekkert bendir til þess að eiturverkanir aukist við samhliða gjöf atóvakóns og prógúaníls. [ klínískum rannsóknum á fyrirbyggjandi meðferð gegn malaríu, voru algengustu skráðu aukaverkanirnar, óháð því hvort um bein orsakatengsl við lyfjameðferðina væri að ræða, höfuðver- kur, kviðverkir og niðurgangur. Algengi þessara aukaverkana var svipað hjá þeim sem fengu Malarone og þeim sem fengu lyfleysu. í klínískum rannsóknum á meðferð við malaríu, voru algengustu skráðu aukaverkan- irnar, óháð því hvort um bein orsakatengsl við lyfjameðferðina væri að ræða, kviðverkir, höfuðverkur, lystarleysi, ógleði, uppköst, niðurgangurog hósti. Algengi þessara aukaverkana var svipað hjá þeim sem fengu Malarone og þeim sem fengu annað malaríulyf til samanburðar. Ofskömmtun: Ekki hefur verið greint frá ofskömmtun Malarone. ATC flok- kur: P01B B51. Geymsluþol: 5 ár. Gerð íláts og innihald: PVC / álþyn- nupakkningar með 12 töflum. HANDHAFI MARKAÐSLEYFIS: GlaxoSmithKline ehf., Þverholti 14, 105 Reykjavík, ísland DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS: 30. desember 2005. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS: 6. janúar 2006. PAKKNINGAR OG VERÐ: MALARONE 250 mg/100 mg filmuhúðaðar töflur, 12 töflur í pakkningu. Afgreiðslutilhögun R. Greiðsluþátttaka 0. Hámarksverð kr. 5.725 (Lyfjaverðskrá 1. sept 2006). Nánari upplýsingar er að finna í Sórlyfjaskrá. Heimildir: 1. Shanks GD et al. Clin Infect Dis 1998; 27 (3): 494-499. 2.Sukwa TY et al. Am J Trop Med Hyg 1999; 60 (4): 521-525.3. Lell B et al. Lancet 1998; 351: 709-713. 4. Faucher JF et al. Clin Infect Dis 2002; 35: 709-713. 5. Berman JD et al. Trans R Soc Trop Med Hyg 2001; 95 (4): 429-432. 6. Malarone SmPC, GSK, March 2005. 7. Malarone Paediatric SmPC, GSK, March 2005. 8. Vibramycin SmPC, Pfizer, July 2004. 9. Lariam SmPC, Roche, February 2004.10. Samantekt á eiginleikum lyfsins. Sérlyfjaskrá Lyfjastofnunar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.