Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2009, Síða 72

Læknablaðið - 15.09.2009, Síða 72
U M R Æ Ð U R S I Ð F R Æ Ð I 0 G FRÉTTIR Siðfræðidálkur Tilfelli Hér er fjallað um þrítuga erlenda konu sem á tvö heilbrigð böm. Hún hafði fætt þau eðlilega um leggöng. Hún var þunguð við komu til íslands og gengin 20 vikur. í samtali greindi hún frá því að við fæðingu yngra barns síns hefði hún skaðast svo illa á grindarbotni að hún hefði þurft að gangast undir aðgerð á eftir. Læknir sá er framkvæmdi þá aðgerð tjáði henni að hún mætti ekki fæða aftur um leggöng, heldur yrði að fara í keisaraskurð ef hún gengi með barn í þriðja sinn. Hún sagðist þó ekki hafa nein einkenni frá grindarbotni og gat ekki greint frá því í hverju aðgerðin hafði falist en taldi sig hafa fengið góðan bata af henni. Ekki var hægt að nálgast aðgerðarlýsingu þar sem aðgerðin var gerð í fjarlægu landi. Nú óskar hún eftir keisaraskurði. Við skoðun var grindarbotn eðlilegur og ekki sjáanleg nein ör á spöng. í samtali við lækni voru ræddir kostir og gallar við bæði keisaraskurð og fæðingu. Jafnframt var henni sagt að ekki væm greinanleg nein einkenni eða merki hj á henni sem mæltu með þ ví að hún fari í keisaraskurð og læknisfræðilega myndi fæðing um leggöng vera mun öruggari fyrir hana og barnið. Hún og maður hennar sættu sig ekki við þau rök og fóru eindregið fram á að gerður yrði keisaraskurður. Þeim var þá ráðlagt að leita álits annars fæðingarlæknis þar sem ekki væri hægt að mæla með því með læknisfræðilegum rökum að hún færi í keisaraskurð. í viðtali við annan fæðingarlækni greindi konan frá því að í kjöl- far síðustu fæðingar hefði hún þurft að þola mikinn sársauka við kynlíf og átt í miklum erfiðleikum vegna þessa og hefði það leitt til hjónaskilnaðar. Hún er nú í sambúð með öðrum manni og styður hann eindregið ósk hennar um keisaraskurð. Akveðið var að virða þá eindregnu ósk konunnar og eiginmanns hennar að barnið skyldi tekið með keisaraskurði. Heilsast bæði móður og barni vel. Ástríður Stefánsdóttir Þóra Steingrímsdóttir Ástríður er læknir og heimspekingur, dósent í siðfræði við HÍ. Þóra er fæðingalæknir á Landspítala og í mæðraverndar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hugleiðingar Keisaraskurðum hefur fjölgað mjög hratt víðast hvar í vestrænum heimi á undanf örnum áratugum. Á íslandi var hún 3% allra fæðinga árið 1970' en 17-18% árið 1995.2 Síðan þá hefur tíðnin staðið í stað en því geta aðeins fáar sambærilegar þjóðir státað af, hjá flestum hefur tíðnin haldið áfram að hækka og virðist ekki staðnæmast enn. Víst er að keisaraskurður er oft gagnlegur móður og bami og jafnvel lífbjörg þeirra en ekki er hann án áhættu frekar en aðrar skurðaðgerðir. Hann hefur, miðað við fæðingu um leggöng, í för með sér aukna hættu á alvarlegum blæðing- um, sýkingum, djúpum bláæðasega, skaða á þvag- blöðru og görn og fleiri alvarlegum fylgikvill- um, auk þess sem örið í leginu skipar konunni í áhættuhóp í næstu meðgöngum og fæðingum. Dauði móðurinnar er margfalt algengari í kjölfar keisara, þótt sjaldgæfur sé í báðum tilvikum.3 Hvað barnið varðar er aukin hætta á valkeisara (e. elective caesarean section) á votum lungum með öndunarörðugleikum (e. respiratory distress syn- drome), sem og hætta á skurðáverka. Vegna þessar- ar áhættu fyrir móður og barn er ljóst mikilvægi þess að hafa rétta ábendingu fyrir hverjum keisara og að hann sé ekki gerður að óþörfu - það væri siðferðilega rangt. Líta má á þetta dæmi frá að minnsta kosti þremur sjónarhólum. Við fyrstu skoðun virðist vandinn vera sá að skoðanir læknis og móður um hvað best sé að gera fara ekki saman. Sjaldnast er vænlegt að neita einfaldlega að gera aðgerðina og senda konuna á guð og gaddinn. Líklegt er að hún finni sér þá annan lækni, sem lætur til leiðast, en að öðrum kosti kann hún að sitja uppi með þá tilfinningu að heilbrigðisstarfsmenn hafi brugðist sér og mun það að líkindum kynda undir kvíða hennar og áhyggjum vegna fæðingarinnar sem framundan er. í dæminu hér að ofan virðist hafa verið litið á málin frá þessum sjónarhóli og ákveðið að láta undan óskum konunnar og leggja hinar læknisfræðilegu ábendingar til hliðar þar sem í því fælist þrátt fyrir allt farsælasta leiðin fyrir alla aðila. En málið má einnig líta á frá öðrum sjónar- hóli. Skoðum nánar hvað er „að óþörfu"? Hvenær verður hræðsla móður við að upplifa sársauka og 620 LÆKNAblaðið 2009/95
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.