Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2009, Síða 73

Læknablaðið - 15.09.2009, Síða 73
UMRÆÐUR 0 G FRETTIR S I Ð F R Æ Ð I að missa stjóm á sjálfri sér og aðstæðum sínum ásamt ótta hennar við að barnið hljóti skaða af fæðingunni nægileg ástæða til að gera keisara með þeirri heilsufarslegu hættu sem fylgir? Hugsanlega er þetta nægjanleg ábending fyrir aðgerð. Ef læknirinn ákveður að framkvæma aðgerð vegna þessarar ábendingar og á að geta staðið heill upp úr þeirri stöðu verður hann þó að finna jafn- vægið milli þess að virða tilfinningalegar ástæður konunnar en hvika þó hvergi frá fagmennsku sinni eða fæðingarfræðilegri sannfæringu. í því felst meðal annars að hin tilfinningalega ábending verður að vera uppi á borðinu og viðurkennd en ekki falin í fölskum líkamlegum ábendingum. í þriðja lagi mætti skoða tilfellið hér að ofan í ljósi samskiptanna á milli læknisins og kon- unnar. Læknirinn ber þar ábyrgð á því að komið sé á gagnkvæmri virðingu og trausti. Sú spurning leitar einnig á hugann hvort mögulegt hefði verið að fyrirbyggja þá stöðu sem upp kom. Það vekur eftirtekt að konan er ekki íslensk. í tilfelli þar sem sjúklingur hefur annað móðurmál en læknirinn er einmitt rík ástæða til að veita samskiptum læknis og sjúklings sérstaka athygli. Oft er ekki talin þörf á túlki þar sem læknir og sjúklingur geta ræðst við á sama tungumáli sem gæti verið enska eða móðurmál læknisins sem í þessu tilfelli væri ís- lenska. Þótt samtalið gangi að því er virðist eðli- lega fyrir sig er engu að síður hætta á að læknirinn hafi meira vald á því tungumáli sem notað er og verði stöðu sinnar vegna leiðandi í samskiptunum. Slík staða þaggar niður í sjúklingnum. Áhyggjur, erfiðleikar og einkenni birtast þá annaðhvort á óhefðbundinn máta eða ekki. Ástæðan getur verið sú að sjúklinginn skortir orðaforða til að lýsa flóknum tilfinningum og aðstæðum og getur því ekki tjáð það með eðlilegum hætti. Einnig getur verið að hann skilji ekki fullkomlega merkingu þess sem sagt er þó hann skilji öll hin töluðu orð. Skilningi og innsæi læknisins í vanda sjúklings er þá ábótavant og ráðleggingar læknisins komast ekki til skila. í ofangreindu dæmi er mögulegt að rót þess siðferðisvanda sem glímt er við liggi að einhverju leyti í samskiptaerfiðleikum. Slíkan vanda getur verið erfitt að greina og erfitt að forðast. Fyrsta skrefið í þá átt er þó að vera ævinlega opinn fyrir vandanum og meðvitaður um mikilvægi góðra samskipta í starfi. Besta vörnin er alltaf að hlusta vel og gefa samtalinu góðan tíma. Ef aðstæður eru erfiðar getur verið til bóta að fá aðstoð annarra inn í samtalið og þá gjarnan aðila sem eru til þess fallnir að styrkja stöðu sjúklingsins í samtalinu. Dæmi um slíkt gæti verið túlkur eða aðstandandi. Mikilvægt er þó að halda þessum hlutverkum aðskildum, það er að aðstandandi sé ekki í hlut- verki túlks og öfugt. Ef vel tekst til og góður skilningur og traust myndast á milli læknisins og sjúklingsins má oft hindra að erfið siðferðileg álitamál komi upp eins og það sem hér er til um- ræðu. Heimildir 1. Hallgrímsson JÞ. Keisaraskurður. Þrettánda hvert bam fæðist á þann hátt. Fréttabréf um heilbrigðismál 1980; 28: 5-7. 2. Fæðingaskráning landlæknisembættisins. 3. Stjemholm Y. Fler kejsarsnitt utan medicinsk grund - trots riskema. Lákartidningen 2007; 104: 942-5. LÆKNAblaðið 2009/95
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.