Læknablaðið - 15.12.2009, Page 14
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKN
Tafla IV. Fyigikvillar og dánarhlutfall eftir 77 lungna-
brottnámsaðgerðir við lungnakrabbameini á íslandi 1988-
2007. Gefinn er upp fjöldi sjúklinga og % sjúklingur getur haft fleiri en einn fylgikvilla. í sviga. Hver
Fylgikvillar n (%)
Gáttatif /flökt 16(20,8)
Hjartadrep 1 (1,3)
Hjartabilun 0(0)
Berkjufleiðrufistill 1 0.3)
Öndunarbilun (ARDS') 4 (5,2)
Lungnabólga 5 (6,5)
Fleiðruholssýking (empyema) 4 (5,2)
Blæðing sem þarfnaðist enduraðgerðar 4 (5,2)
Skurðsýking 1 (1,3)
Dánir <30 daga (skurðdauði) 3 (3,9)
Dánir <90 daga 8 (10,4)
‘ARDS= Adult respiratory distress syndrome.
greindust 11 (20,8%) með eitilmeinvörp
í miðmæti við sýnatöku úr miðmætiseitlum
í aðgerð. Til samanburðar greindust þrír af
23 (13,0%) sem fóru í miðmætisspeglun með
eitilmeinvörp í miðmætiseitlum, og er þá tilfellið
af smáfrumukrabbameini ekki talið með.
Algengustu fylgikvillar voru gáttatif/flökt
(21%), lungnabólga (6,5%), fleiðruholssýking
(5,2%) og öndunarbilun (5,2%) (sjá töflu
IV). Gera þurfti enduraðgerð á átta (10,4%)
sjúklingum, fjórum vegna blæðingar, þremur
vegna fleiðruholssýkingar (empyema) og einum
vegna berkjufleiðrufistils. Miðgildi legutíma var
11 dagar, eða frá sex og upp í 32 daga. Alls lágu 62
Tafla V. Sjúklingar sem létust innan 90 daga frá lungnabrottnámsaðgerð við
lungnakrabbameini á Islandi 1988-2007.
Nr. Aldur/kyn/hlið ASA flokkun Áhættuþættir Lifun (dagar) Dánarorsök
1 67/ / Vinstri 3 Krónískt berkjukvef 54 Fjarmeinvörp (útbreidd)
2 66 / / Hægri 2 Krónískt berkjukvef 41 Lungnabólga með blóðsýkingu og fjöllífærabilun
3 72 / / Hægri 3 Krónískt berkjukvef, kransæðasjúkdómur 20 Berkjufleiðrufistill með blóðsýkingu og fjöllíffærabilun
4 69 / / Hægri 3 Kransæðasjúkdómur 64 Fleiðruholssýking
5 39/ /Vinstri 1 0 81 Ekki þekkt
6 71 / / Hægri 2 0 4 Rof á magasári, blóðsýking
7 74 / / Vinstri 3 Kransæðasjúkdómur 16 Lungnabólga með öndunarbilun (ARDS)
8 83 / / Hægri 3 Kransæðasjúkdómur, hjartsláttaróregla 47 Öndunarbilun (ARDS)
*ARDS = Adult respiratory distress syndrome.
sjúklingar (80,5%) styttra en sólarhring á gjörgæslu
en 15 sjúklingar lengur, eða lengst í 15 daga.
Átta sjúklingar létust innan 90 daga eftir
aðgerð (tafla V) en þrír þeirra létust innan 30
daga (skurðdauði 3,9%). Fimm af þessum átta
voru í ASA-flokki 3 og var hægra lungnabrottnám
framkvæmt hjá fimm þeirra. Þessir sjúklingar
létust á 4.-81. degi frá aðgerð (miðgildi 44 dagar)
og var algengasta dánarorsökin lungnabólga og
öndunarbilun.
Samkvæmt fjölþáttagreiningu (tafla VI)
voru langvinn lungnateppa (HR 2,85) og hjart-
sláttartruflun (HR 2,99) fyrir aðgerð mark-
tækt neikvæðir áhrifaþættir á lífshorfur svo og
kirtilmyndandi vefjagerð (HR 2,13) og TNM stig
IV (HR 14,5). Aðgerð á síðari hluta tímabilsins
fylgdu marktækt betri lífhorfur (HR 0,553).
í lok rannsóknartímabils (20. febrúar 2009)
reyndust 60 sjúklinganna látnir en 16 voru á
lífi (sjúklingur með smáfrumukrabbamein ekki
talinn með). Mynd 1 sýnir Kaplan-Meier graf
yfir lífshorfur alls sjúklingahópsins og voru
eins, þriggja og fimm ára lífshorfur 61,8% (95%
öryggisbil 51,8-73,8%), 32,9% (23,6-48,0%) og
20,7% (12,7-33,6%). Lífshorfur fyrir sjúklinga
sem greindust á stigi I-IIIA annars vegar og IIIB
og IV hins vegar voru 24,0% og 12,1% eftir fimm
ár (mynd 2), en munurinn reyndist marktækur
(p=0,0097).
Umræður
Þessi rannsókn á lungnabrottnámsaðgerðum á
íslandi á 20 ára tímabili sýnir að dánarhlutfall
sjúklinga innan 30 daga er lágt (3,9%, tafla VII)
og að tíðni alvarlegra fylgikvilla er lægri en í
mörgum sambærilegum rannsóknum erlendis.6’9
Dánarhlutfall innan 90 daga reyndist 10,4% (n=8)
sem er einnig viðunandi í þessum samanburði.10'
12 Langtímalífshorfur reyndust hins vegar síðri
(20,7% eftir fimm ár) en búast mætti við. Líklegasta
skýringin er sú að í þessum sjúklingahópi reyndist
rúmlega fjórði hver með sjúkdóm á stigi IIIB eða
IV samkvæmt stigun eftir aðgerð. Bendir það til
þess að bæta þurfi stigun fyrir aðgerð hér á landi
með markvissari stigunarrannsóknum og þá
sérstaklega aukningu á miðmætisspeglunum sem
voru aðeins framkvæmdar hjá tæpum þriðjungi
sjúklinga.
Lungnabrottnám er stór aðgerð og fylgikvillar
og dánarhlutfall hafa reynst helmingi hærri en eftir
blaðnám.4'13 Reykingatengdir sjúkdómar eru oft til
staðar en allir sjúklingarnir í þessari rannsókn
nema einn höfðu áður reykt. Þetta sést vel á
hárri áhættuflokkun sjúklinganna (ASA meðaltal
2,6). Fylgikvillar tengdust oftast öndunarfærum
826 LÆKNAblaðið 2009/95