Læknablaðið - 15.12.2009, Side 15
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKN
eða hjarta- og æðakerfi sem auka áhættu við
aðgerðina verulega. Þriðjungur sjúklinga mældist
fyrir aðgerðina með FEVl gildi undir 75% af
viðmiðunargildi, en skert lungnastarfsemi er
einn sterkasti forspárþáttur fyrir lakari útkomu
eftir lungnabrottnám.14 Tíðni fylgikvilla var
lág í samanburði við aðrar rannsóknir,6-9 ekki
síst hvað varðar alvarlega fylgikvilla, svo sem
hjartabilun, hjartadrep, berkjufleiðrufistla og
fleiðruholssýkingar.
I fjölþáttagreiningu reyndust lungnateppa og
hjartsláttartruflanir fyrir aðgerð hafa marktækt
neikvæð áhrif á lífshorfur og sömuleiðis
kirtilmyndandi vefjagerð. Auk þess hafði
sjúkdómur á stigi IV mjög marktækt slæmar
horfur eins og búast má við. Hins vegar voru
áhrif aldurs á mörkum þess að vera marktæk.
Hægra lungnabrottnám reyndist ekki sjálfstæður
áhættuþáttur lífshorfa við fjölbreytugreiningu
enda tíðni berkjufleiðrufistla lág. Aðeins greindist
eitt slíkt tilfelli og var það 72 ára karl sem
greindist nokkrum dögum eftir hægra lungna-
brottnám. Lífshorfur bötnuðu þegar leið á rann-
sóknartímabilið sem er ánægjuleg þróun.
Þrátt fyrir lágan skurðdauða voru langtíma-
lífshorfur aðeins 20,7% sem er síðri árangur
en í sambærilegum rannsóknum erlendis.4- '5' 16
Athyglisvert er að einungis 58% sjúklinganna
reyndust vera á stigi I og II sem eru hin hefðbundnu
skurðtæku stig, en 17% voru á stigi IIIA, 21% á stigi
IIIB og 8% á stigi IV. Því voru samtals 29% sjúklinga
annaðhvort á stigi IIIB (en rúmur helmingur
þeirra hafði meinvörp í N2 eitlum (stig TXN2M0))
eða IV með fjarmeinvörp, þar sem hvorki er mælt
með blað- eða lungnabrottnámi.17 Því er verulegur
munur á klínískri stigun fyrir aðgerð og stigun
eftir aðgerð í þessum sjúklingahópi. Líklegt má
telja að sum tilfellanna á stigi IIIB hefði verið hægt
að greina fyrir aðgerð með miðmætisspeglun, til
dæmis voru aðeins þrír af níu sjúklingum sem
greindust á stigi IIIB miðmætisspeglaðir og þetta
hlutfall var 31% fyrir allan hópinn. Sýnt hefur
verið fram á að miðmætisspeglun er hættulítil
rannsókn (skurðdauði <0,1%) sem tekur aðeins
um 15-20 mínútur í framkvæmd.18
Miðmætisspeglun er hægt að framkvæma
í sömu svæfingu og lungnabrottnámið og er
þá notast við frystiskurðarsvar til að greina
meinvörp í N2 eða N3 eitlastöðvum. Ekki næst í
allar eitilstöðvar með miðmætisspeglun, sérlega
eitla meðfram vélinda (stöð 9) eða í ósæðar-
lungnaslagæðar glugga. í slíkum tilfellum er hægt
að notast við sýnatöku með ástungu í gegnum
berkju eða vélinda en þetta eru nýjar aðferðir í
örri þróun sem nýlega er farið að nota hér á landi.
Einnig er hægt að taka sýni úr miðmætiseitlum
Tafla VI. Forspárþættir lífshorfa 76 sjúklinga sem gengust undir lungnabrottnám 1988-
2007 við lungnakrabbameini, samkvæmt fjölþáttagreiningu Cox (HFt=Hazard ratio,
CI=Confidence interval).
Þáttur HR 95% Cl p-gildi
Hækkandi aldur 1,04 1,00-1,07 0,05
Langvinn lungnateppa 2,85 1,46-5,78 0,002
Hjartsláttaróregla 2,99 1,86-6,23 0,001
Kirtilmyndandi vefjagerö 2,13 1,26-3,44 0,006
Stig IIB (miðað við stig 1) 1,67 0,66-4,25 0,28
IIIB (-) 2,36 0,93-6,00 0,07
IV(-) 14,5 4,55-51,7 0,00002
Aðgerð gerð 1998-2007 (miðað við 1986-1997) 0,553 0,32-0,96 0,034
Mynd 1. Lífshorfur
(Kaplan-Meier) 76
sjúklinga sem gengust
undir lungnabrottnúm viö
lungnakrabbameini á íslandi
1988-2007. Lífshorfur eftir
tvö ogfimm ár voru 43,3%
og 20,7%. Brotnar línur
sýna 95% ön/ggisbil.
0 2 4 6 8 10
Ár eftir aögerö
með brjóstholsspeglun (VATS, video assisted
thoracoscopy). Notkun jáeindaskanna við stigun
meinvarpa í miðmæti19 hefur farið vaxandi
erlendis og hefur leitt til meiri nákvæmni í stigun
og fækkun aðgerða. Þessi tækni er hins vegar
ekki til hér á landi og óvíst hvenær úr því verður
bætt. Miðmætisspeglun ásamt sýnatöku í gegnum
berkju eða vélinda verða því áfram lykilrannsóknir
í stigun sjúklinga með krabbamein í lungum hér á
Tafla VII. Samanburður á skurðdauða (<30 daga frá aðgerð) eftir lungnabrottnám við
lungnakrabbameini íhelstu rannsóknum.
Höfundar (birtingarár) Fjöldi sjúklinga Skurðdauði (%)
Ginsberg og fél. (1983)28 569 6,2
Wahi og fél. (1989)7 197 7,1
Kadri og fél. (1991)29 191 6,8
Romano og fél. (1992)8 1529 11,6
Silvestri og fél. (1998)9 167 11,8
Alexiou og fél. (2001)'6 206 6,8
Mýrdal og fél. (2001 )13 157 5,7
Joo og fél. (2001)6 105 10,5
Ludwig og fél. (2005)15 194 4,6
Ramnath og fél. (2007)30 155 5,8
Guðbjartsson og fél. (2008)4 130 0,8
Þorsteinsson og fél. (2009) 77 3,9
LÆKNAblaðið 2009/95 827