Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2009, Page 16

Læknablaðið - 15.12.2009, Page 16
 FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Mynd 2. Lífshorfur sjúklinga á stígum 1- IIIA (efra grafl og lllB og IV (neðra grafl eftir lungnabrottnámsaðgerð við lungnakrabbameini (NSCLC) á íslandi 1988-2007. Munurinn á horfum hópanna reyndist marktækur með log-rank prófi (p=0,0097). landi. Á síðari hluta rannsóknartímabilsins fjölgaði miðmætisspeglunum og voru þær framkvæmdar í 35,7% tilfella síðustu fimm árin. Til að bæta stigun er einnig mikilvægt að stiga miðmætiseitla í sjálfri lungnabrottnáms- aðgerðinni, en við lestur aðgerðarlýsinga virðist sem stundum hafi vantað upp á þennan hluta stigunarinnar. Sýnt hefur verið fram á að slík sýnataka er fljótleg og eykur óverulega hættu á fylgikvillum.20 Nákvæmari stigun er mikilvæg, ekki síst til að leggja mat á horfur og ákveða um frekari meðferð eftir aðgerð.21 Fleiri þættir en stigun geta skýrt lélegar langtímalífshorfur í þessari rannsókn. Rannsóknin nær tvo áratugi aftur í tímann og áherslur í meðferð hafa breyst töluvert á þessum tíma, til dæmis var krabbameinslyfjameðferð fyrir aðgerð (neoadjuvant) sjaldanbeitt á rannsóknartímabilinu, eða í aðeins sex tilfellum. Nýlega hefur verið sýnt fram á að slík meðferð getur bætt lífshorfur ákveðinna sjúklinga á stigi IIIA og svokallaðra T4 sjúklinga á stigi IIIB.22-23 Krabbameinslyfjameðferð eftir aðgerð (adjuvant) var einnig sjaldan notuð, eða í 15,6% tilfella. í dag er slíkri meðferð beitt hér á landi sem viðbótarmeðferð hjá sjúklingum á stigi IB, II, og IIIA, enda hefur verið sýnt fram á bættan langtímaárangur við slíka meðferð.24,25 Annað atriði sem gæti skipt máli er hátt hlutfall sjúklinga með krabbameinsvöxt í skurðbrúnum, eða 17%. í slíkum tilvikum tekur krabbameinið sig oft upp og voru því margir þessara sjúklinga meðhöndlaðir með geislum eftir aðgerðina. Árangur slíkrar geislameðferðar er umdeildur og er hún talin geta aukið tíðni fylgikvilla, þar á meðal berkjufleiðrufistla.26 Mikilvægt er að komast fyrir krabbameinið í upphaflegu skurðaðgerðinni, til dæmis er hægt að fjarlægja hluta gollurhúss og var það gert í nokkrum tilfellum. Á tímabilinu frá 2004 til 2007 sást marktæk aukning í fjölda lungnabrottnámaðgerða, án þess að á því sé augljós skýring. Hlutfall sjúklinga með krabbamein í lungum sem fóru í lungnabrottnám var 3,7% fyrir allt tímabilið en 5,4% síðustu fjögur árin. Sennilega hafa því ábendingar um lungnabrottnám breyst og fleiri sjúklingar verið teknir í aðgerð en áður. Á síðasta tímabilinu voru til dæmis teknir í aðgerð nokkrir sjúklingar sem fengið höfðu viðbótarmeðferð fyrir aðgerð (sjá áður) og þess freistað að minnka æxli sem í upphafi voru talin óskurðtæk, oftast vegna ífarandi vaxtar í miðmæti (stig T4N0M0). Ekki er ósennilegt að slíkum tilfellum eigi eftir að fjölga í framtíðinni. Engu að síður er viðbótarmeðferð fyrir aðgerð á stigi IIIA á rannsóknarstigi, ekki síst hjá sjúklingum sem þurfa lungnabrottnám.4,27 Skammtímaárangur lungnabrottnámsaðgerða á árunum 1988-2007 var góður hér á landi og tíðni alvarlegra fylgikvilla lág. Langtímalífshorfur voru hins vegar lakari en í sambærilegum rannsóknum og aðeins einn af hverjum fimm sjúklingum á lífi fimm árum eftir aðgerð. Ófullnægjandi stigun sjúklinga fyrir skurðaðgerð er nærtækasta skýringin enda var tæpur þriðjungur sjúklinga á stigi IIIB eða IV við stigun eftir aðgerð. Ljóst er að bæta þarf stigun þessara sjúklinga hér á landi með því að fjölga miðmætisspeglunum og með staðlaðri notkun myndgreiningarrannsókna og nýrri stigunarrannsókna. Þakkir Gunnhildur Jóhannsdóttir skrifstofustjóri og Ingibjörg Sigmundsdóttir læknaritari fá þakkir fyrir hjálp við öflun sjúkraskráa, einnig Heiðar Ingvi Eyjólfsson, Gunnar Stefánsson og sérstak- lega Sveinn Friðrik Gunnlaugsson, hjá Tölfræði- miðstöð Háskóla íslands fyrir aðstoð við tölfræðiúrvinnslu. Einnig fá Njáll V. Smárason og Ármann Jónsson læknanemar þakkir fyrir yfirlestur og góðar ábendingar. Heimildir 1. www.krabbameinsskra.is 2. www.hagstofa.is 3. Spiro SG, Gould MK, Colice GL. Initial evaluation of the patient with lung cancer: Symptoms, signs, laboratory tests, and paraneoplastic syndromes - ACCP evidenced-based clinical practice guidelines (2nd edition). Chest 2007; 132: 149S-60S. 4. Guðbjartsson T, Gyllstedt E, Pikwer A, Jönsson P. Early surgical results after pneumonectomy for non-small cell lung cancer are not affected by preoperative radiotherapy and chemotherapy. Ann Thorac Surg 2008; 86: 376-82. 5. Mountain CF. Revisions in the Intemational System for Staging Lung Cancer. Chest 1997; 111:1710-17. 6. Joo JB, DeBord JR, Montgomery CE, et al. Perioperative factors as predictors of operative mortality and morbidity in pneumonectomy. Am Surg 2001; 67: 318-21. 7. Wahi R, McMurtrey MJ, Decaro LF, et al. Determinants of perioperative morbidity and mortality after pneumonectomy. Ann Thorac Surg 1989; 48: 33-7. 828 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.