Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2009, Síða 22

Læknablaðið - 15.12.2009, Síða 22
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN fram að áhersla hefur verið lögð á hættur af völd- um véla og tækja. Þessar niðurstöður kalla á að slysamatið verði tekið fastari tökum og þá horft til búpenings, bæði stórgripa og sauðfjár, auk annarra þátta á býlinu. Heimsóknir til læknis vegna stoðkerfisein- kenna og verkja voru algengari hjá þeim sem orðið höfðu fyrir vinnuslysum en þeirra sem ekki höfðu slasast. Stoðkerfissjúkdómar eru algengir meðal bænda samkvæmt erlendum rannsóknum og eru algeng orsök veikindafjarvista.12 Þannig er ekki ljóst í okkar rannsókn hvort vinnuslys hafi aukið á einkenni sem þegar voru til staðar eða hvort þau hafi komið til eftir slysið. Þetta þarfnast frekari rannsókna. Rannsókn á vinnuslysum í Kanada sem náði til fleiri starfsstétta en bænda sýndi að eftir slys jukust læknisheimsóknir um 22%, dagar á sjúkrahúsi um 50% og notkun á geðheil- brigðisúrræðum um 43% og var meiri hjá þeim sem misstu úr tíma frá vinnu en hjá þeim sem ekki misstu úr tíma.13 Ekki hafa verið gerðar sambæri- legar rannsóknir á Islandi. Þeir sem höfðu slasast mátu líkamlega og andlega líðan verri en þeir sem ekki höfðu orðið fyrir slysum. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að þetta er algengt bæði er varðar líkamleg og andleg einkenni.14 Margir þættir blandast þarna inn og má þar nefna líkamlegt og andlegt ástand fyrir slys og hvort slysabætur komi við sögu.14 Geðræn einkenni voru meiri hjá þeim bændum sem orðið höfðu fyrir vinnuslysum. Rannsókn frá háskólanum í Iowa sýndi að þeir bændur sem voru þunglyndir voru líklegri til að verða fyrir slysum. Þetta var eftir að búið var að taka tillit til fjölmargra truflandi þátta og geðlyfjanotkunar.15 Þannig er mögulegt að í okkar rannsókn séu aukin geðræn einkenni ekki endilega afleiðing vinnu- slysa. Mikilvægt er fyrir lækna sem greina geð- sjúkdóma að gera sjúklingum sínum grein fyrir aukinni slysahættu vegna þeirra og meðhöndl- unar þeirra, og á það sérstaklega við bændur. Styrkleikar þessarar rannsóknar eru ýmsir, hún náði til allra íslenskra bænda og meira en helming- ur þeirra tók þátt í henni. Við rannsóknina voru notaðir staðlaðir spurningalistar sem notaðir hafa verið áður í íslenskum rannsóknum og eru alþjóð- legir. Þá var einnig stuðst við staðlaðar spumingar frá Vinnueftirlitinu varðandi vinnuslys. Þessar spurningar hafa ekki verið metnar með tilliti til réttmætis er varða kringumstæður og orsakir slysa en spurningarnar eru þær sömu og hafa verið notaðar þegar tilkynnt er um vinnuslys um langt árabil. Þær eru þannig mörgum vinnuveitendum og starfsfólki og þar með töldum stórum hópi bænda kunnar og eðlilegar til notkunar í þessu samhengi. Auk þess eiga þær sér með þessum hætti beina samsvörun inn í vinnuslysagrunn Vinnueftirlitsins. Meðal veikleika rannsóknarinnar er að svar- tíðni var ekki hærri en raun ber vitni. Athugun á þeim sem ekki svöruðu spurningalista sýndi að bændur eldri en 70 ára svöruðu könnuninni síður en aðrir bændur. Hins vegar fannst ekki munur á aldri eða búsetu svarandi og ekki svarandi bænda. Hafa þarf í huga við túlkun niðurstaðna að rann- sóknin styðst við spurningalista. Hér geta mörg atriði skipt máli, til dæmis hvernig sjúklingur man og upplifir slys og hversu alvarlegt slys var. Meðal annarra veikleika spurningalistarannsókna mætti nefna valskekkju (selection bias) og réttmæti spurninganna sem notaðar eru við gagnasöfnun. Vinnuslys er viðkvæmur atburður til umfjöllunar, bæði tryggingalega og persónulega, þannig að mögulegt er að slíkt hafi áhrif á hvemig svarað er þrátt fyrir að trúnaður af hálfu rannsakenda sé alger. Þá er mögulegt að þar sem rannsóknin var að hluta til unnin af Vinnueftirlitinu hafi það áhrif á hvernig menn svara vegna þess að skyldur hvíla á bændum eins og öðrum atvinnurekendum að tilkynna öll alvarleg vinnuslys og slys sem valda fjarvist sem nemur meir en degi til viðbótar við slysadag. Þá er viðbúið að minni eldri slys gleymist í spurningalistarannsókn sem þessari og spurningar sem notaðar eru nái þannig ekki að fanga atburði sem gerðust þar sem þeir eru bónd- anum í dagsins önn ekki ofarlega í huga löngu síðar. Gera verður ráð fyrir að þessir þættir séu til þess fallnir að draga frekar úr fjölda slysa sem sagt er frá í þessari grein meðal bænda borið saman við samanburðarhóp. Hérlendis sem erlendis hefur margt verið reynt til þess að fækka vinnuslysum í landbúnaði. Verkfræðilegar umbætur á búnaði hafa dregið úr slysatíðni, sem og menntun og þjálfun vinnuafl- sins sem starfar í landbúnaði. Eitt dæmi um endur- bætur sem skilað hafa miklum árangri bæði á Islandi sem annars staðar eru veltigrindur á dráttarvélum. Annað dæmi eru öryggishlífar á tækjabúnaði. Þá hafa endurbætur á húsakosti og annarri aðstöðu fyrir mjólkurkýr og annan naut- pening dregið úr slysum við umönnun skepn- anna.6 Rannsókn þessi sýndi að vinnuslys voru algeng hjá bændum. Langar fjarvistir frá vinnu voru al- gengar hjá bændum sem orðið höfðu fyrir vinnu- slysum. Niðurstöðurnar kalla á sértækar aðgerðir í heilsugæslu fyrir bændur. Rannsóknin gefur tilefni til frekari rannsókna á orsökum vinnuslysa hjá bændum í því skyni að bæta fyrirbyggjandi aðgerðir. Eftir þessa rannsókn þykir höfundum brýnt að lögð sé sérstök áhersla á tvennt, að gert sé átak í forvörnum vegna slysa af búpeningi og 834 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.