Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2009, Qupperneq 27

Læknablaðið - 15.12.2009, Qupperneq 27
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN klínískum rannsóknum, svo sem þunglyndislyf (p=0,006), hugræn atferlismeðferð (p<0,001), raflækningar (p=0,004) og regluleg líkamsrækt (p=0,004). Hvaða þættir spáfyrir um vilja til að nota þunglyndislyf gegn þutíglyndi? Fjórir af hverjum tíu töldu ávísanir á þunglyndislyf of algengar. Langsterkasti forspárþátturinn um vilja einstaklings til að nota þunglyndislyf gegn þunglyndi sem hefði varað í einn til tvo mánuði var eigin reynsla af fyrri notkun (leiðrétt líkindahlutfall 6,9, 95% CI 3,4-13,8), en 14,2% töldu eigin reynslu ráða mestu um viðhorf sín. Næst kom reynsla einhvers nákomins sem hafði notað lyfin í að minnsta kosti sex vikur og rætt þá reynslu við svaranda (leiðrétt líkindahlutfall 2,3, 95% CI 1,6-3,3) en 38,6% sagði reynslu nákominna ráða mestu um viðhorf sín. Hjá þeim hópi þar sem fjölmiðlaumfjöllun hafði ráðið mestu um mótun viðhorfa (42,9%) voru ekki marktækt fleiri reiðubúnir að nota þunglyndislyf gegn þunglyndi (leiðrétt líkindahlutfall 1,3, 95% CI 0,9 to 1,9) en hjá þeim þar sem það átti ekki við. 'Aðhvarfsgreining hlutfalla þar sem leiðrétt var fyrir kyni, aldri, menntun, búsetu og þeim þrem þáttum sem höfðu mest áhrif á viðhorf svarenda til notkunar þunglyndislyfja: eigin notkun; að þekkja notanda vel sem hefði rætt sína reynslu; og loks fjölmiðlaumfjöllun. Svarendur gátu nefnt fleiri þætti en einn. Þekking á þunglyndislyfjameðferð Tólf spurningar mældu þekkingu á notkun þunglyndislyfja, aukaverkunum, svörun og tímalengd þunglyndislyfjameðferðar. Svör voru notuð til að skipta svarendum £ þrjá flokka eftir þekkingu á meðferð með lyfjunum. Um 20% féllu í hóp þeirra sem höfðu mesta þekkingu og svipað hlutfall í hóp þeirra sem höfðu minnsta þekkingu. Sex af hverjum tíu voru skilgreindir með meðalþekkingu. Einstaklingar með meiri þekkingu voru marktækt líklegri (p=0,007) til að vilja nota þunglyndislyf við þunglyndi og til að segjast myndu hvetja vini eða ættingja til þess við þær aðstæður (p=0,007). Ekki kom fram marktækur munur á notkun þunglyndislyfja eftir flokkum menntunar (p=0,68). Aðeins 22% svarenda taldi þunglyndislyf geta valdið vanabindingu og þolmyndun líkt og díazepam og skyld lyf, en 42% vissu ekki að vikuleg eða tíðari notkun áfengis minnkar virkni lyfjanna og líkur á bata. Meirihluti svarenda, 55%, taldi ranglega að sum þunglyndislyf á markaði á íslandi væru merkt með rauðum þríhyrningi. Umræða Niðurstöður okkar benda til þess að um 8% fullorðinna íslendinga taki þunglyndislyf. Ennfremur að flestir íslendingar geti hugsað sér að taka slík lyf verði þeir alvarlega þunglyndir. Sá þáttur sem reyndist hafa mótað jákvæð viðhorf landsmanna til þunglyndislyfjameðferðar öðrum fremur var fyrri reynsla af notkun slíkra lyfja vegna þunglyndis. Einn annar þáttur reyndist marktækur í því samhengi, þótt vægið væri mun minna, en það var að þekkja vel einhvern sem hefði rætt reynslu sína af notkun þunglyndislyfja við svaranda. Neikvæðra viðhorfa gætti helst hjá þeim sem ekki höfðu ofangreinda reynslu og þeim sem höfðu minnsta mælda þekkingu á lyfjameðferð þunglyndis. Geðlæknirinn Norman Sartorius hefur ekki legið á þeirri skoðun sinni að fordómar og vanþekking séu helsta ástæða ófullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu í samfélögum sem búa við góð efni.5 Niðurstöður þessarar könnunar gefa höfundum þó ástæðu til bjartsýni fremur en svartsýni þar sem þekking íslendinga á þunglyndi og meðferð þess reyndist almennt allgóð. Einnig teljum við jákvætt að landsmenn meta greinilega meira eigin reynslu og reynslu náinna vina og ættingja en neikvæða og stundum einhliða umfjöllun í fjölmiðlum eða opinberum skýrslum embættismanna. Þar er oft nær eingöngu horft á útlagðan kostnað, en ekki reynt að meta ávinning af meðferð. Niðurstöðurnar styðja að menntun og þekking skipti máli til að virk meðferð sé fremur valin en meðferð sem ekki hefur sannað gildi sitt, þar sem einstaklingar með meiri menntun voru marktækt líklegri til að þekkja gagnreyndar meðferðarleiðir. Þeir voru einnig líklegri til að vilja taka þunglyndislyf við alvarlegu þunglyndi en einstaklingar með minni menntun. Konur reyndust marktækt líklegri til að hafa trú á virkni viðtalsmeðferðar en karlar sem og á gildi óhefðbundinna lækninga sem rannsóknir hafa ekki sýnt að hafi virkni við meðferð þunglyndis, svo sem grasalækningar, nudd og heilun. Angermeyer og Dietrich6 birtu nýverið samantekt byggða á 62 viðhorfarannsóknum, flestar gerðar í Evrópulöndum, á árunum 1990 til 2004. Samantekt þeirra benti ekki til skýrra tengsla á milli viðhorfa og kynferðis. Á hinn bóginn höfðu neikvæð viðhorf til geðsjúkra fylgni við hærri aldur og minni menntun. í Ástralíu leita karlar sér síður hjálpar við þunglyndi en konur og teljast því mikilvægur markhópur hvatningarherferða þar.7 Fjórðungur Ástrala taldi þunglyndislyf skaðleg fyrir þann sem er þunglyndur og í sjálfsvígshugleiðingum samkvæmt nýlegri rann- sókn.8 Sá fjórðungur hafði minni menntun, hafði LÆKNAblaðið 2009/95 839
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.