Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2009, Síða 32

Læknablaðið - 15.12.2009, Síða 32
FRÆÐIGREINAR TILFELLI MÁNAÐARINS Svar við tilfelli mánaðarins Case of the month: A red eye that resisted conventional treatment Gunnlaugsdottir E, Hilmarsdottir I, Olafsdottir E. PakkirfærTómas Guðbjartsson fyrir yfirlestur og ábendingar. Hér er um hornhimnubólgu (keratitis) að ræða og hvítu blettirnir á homhimnunni kallast íferðir (infiltrates) og innihalda hvít blóðkorn sem eru teikn um virka bólgu. Homhimnubólga verður langoftast vegna sýkinga; bakteríu- og veirusýkingar eru algengastar, en amöbusýkingar sjást einnig.1 í þessu tilfelli var sýkingin af völdum Acanthamoeba sp. Þetta eru amöbur sem eru um 45 pm að stærð á hreyfanlegu fætlufrumuformi (trophozoite) og um 10-25 pm að stærð á þolhjúpsformi (cyst). Acanthamoeba spp. finnast meðal annars í andrúmslofti, jarðvegi, ryki og vatni, og mótefni gegn þeim finnast í öndunarvegum flestra einstaklinga! Þolhjúpurinn er harðgert form sem verndar amöbuna fyrir sýklalyfjum og sótthreinsiefnum, og gerir henni kleift að liggja í dvala þegar aðstæður verða óhagstæðar. Bæði formin finnast í sýktri homhimnu þar sem amaban brýtur niður stoðvef og veldur krónískri bólgu,2 eins og sást vel í þessu tilfelli. Helstu áhættuþættir hornhimnusýkingar af völdum Acanthamoeba spp. eru tengdir notkun augnlinsa og oftar en ekki ófullnægjandi hreinlæti við handfjötlun þeirra og langvarandi notkun, til dæmis að nóttu til. Óhreint og mengað vatn er einnig vel þekktur áhættuþáttur! Samkvæmt erlendum rannsóknum veld- ur amaban innan við 5% af hornhimnusýkingum en 85-88% þessara tilfella eru tengd notkun augnlinsa. Hjá 10-23% þessara sjúklinga er einnig til staðar bakteríu eða herpes simplex veirusýking í hornhimnunni.2 Þegar sjúkdómurinn er ekki tengdur notkun augnlinsa er yfirleitt saga um áverka á augað þar sem jarðvegur eða mengað vatn hefur borist í augað.2'4 Einkenni hornhimnusýkingar lýsa sér oftast með ljósfælni, verk í auga og tárarennsli. í þessu tilfelli var aðallega um að ræða verk en sjúklingurinn kvartaði einnig um roða og bólgu í auganu. Athyglisvert er að verkir með þessum sýkingum eru oft mun meiri en klínísk mynd gefur til kynna. Greining getur verið erfið og tefst oft um margar vikur eða jafnvel mánuði. I þessu tilfelli tafðist rétt greining um fjórar vikur en mikil- vægt er að hafa amöbuna í huga þegar hornhimnu- sýking finnst í einstaklingi sem notar augnlinsur. Oftast vaknar grunur um amöbusýkingu við rauflampaskoðun á hornhimnu og smásjáskoðun á hornhimnuskafi. Greiningin er síðan staðfest með vefja- meinafræðirannsókn eða ræktun í lausn sem inni- heldur Escherichia coli og er dreypt á næringarlausan agar.5 í tilfellinu sem hér er lýst ræktaðist Acanthamoeba sp. úr vefjaskafi sem var rannsakað á sýklafræðideild Landspítala. Á fyrsta mánuði sýkingar sjást oft litlar hvítar íferðir í hornhimnu eins og greinilegt var í þessu tilfelli. íferðirnar sjást einnig meðfram taugum í stoðvef hornhimnunnar (perineural infiltrates) og skýrist af því að amöburnar raða sér meðfram taugunum. Ef sýkingin er ekki meðhöndluð stækka bólgublettirnir og renna saman í hring,2 eins og sést vel á mynd 2. Meðferð hornhimnusýkingar af völdum Acanthamo- eba sp. felst í lyfjameðferð sem miðar að því að drepa fætlufrumuna og brjóta niður þolhjúp hennar. Ekki eru skráð sérstök lyf við þessari sýkingu en tvö lyf hafa reynst best í klínískum rannsóknum, annars vegar bígúaníð 0,02% (polyhexamethylene biguanide) og klór- hexidín 0,02%.2 Mælt er með því að nota annað þessara lyfja í formi augndropa í sýkta augað á klukkustundar fresti fyrstu þrjá dagana, en þá er talið að þolhjúpur amöbunnar sé viðkvæmastur fyrir lyfjunum. Með þessu lyfi er yfirleitt gefið diamidine (til dæmis propamidine isethionate 0,1%, Brolene®,) sem eykur gegndræpi frumuhimnunnar. Flest þessi lyf eru mjög ertandi fyrir ysta lag hornhimnunnar og er því mælt með að minnka skammta eftir nokkurra daga meðferð. Algengt er að amöbusýkingar í hornhimnu séu meðhöndlaðar í rúm- lega sex mánuði eða þar til augað hefur verið bólgulaust í samtals fjórar vikur.2 Þegar bakteríu- eða veirusýking er einnig til staðar er mikilvægt að nota ekki steradropa í sýkta augað. Horfur ráðast af því hversu svæsin sýkingin var í upphafi og hvort mikil töf hafi orðið á réttri greiningu.6 í breskri könnun voru rannsökuð 349 tilfelli og höfðu tveir af hverjum þremur fulla sjón við lok meðferðar. Þriðji hver sjúklingur hlaut skerðingu á sjón sem nemur 6/9-6/12 og 6% höfðu verri sjón en 6/18.2 Sjón sjúklings okkar var við upphaf meðferðar verri en 6/18. Hann svaraði vel augndropameðferð og eftir átta vikna meðhöndlun með augndropum var sjónin komin upp í 6/9. Ekki eru til rannsóknir á tíðni hornhimnusýkinga af völdum Acanthamoeba spp. hér á landi. Okkur er þó kunnugt um að minnsta kosti fjögur önnur tilfelli af Landspítala, en í þeim tifellum dróst rétt greining á lang- inn og þurfti að fjarlægja auga hjá tveimur sjúkling- anna. Brýnt er að læknar séu vakandi fyrir lúmskum ein- kennum homhimnusýkingar, einkum hjá þeim sem nota augnlinsur, og í vafatilfellum er rétt að leita ráða hjá augnlækni. Einnig er mikilvægt að brýna fyrir þeim sem nota augnlinsur að viðhafa gott hreinlæti og varast notkun þeirra að nóttu til. 1. Kanski JJ. Disorders of the comea and sclera. In: Clinical ophthalmology, a systematic approach. 4th ed. Oxford: Butterworth and Heinemann, 2000: 94-151. 2. Dart JKG, Saw VPJ, Kilvinton S. Acanthamoeba keratitis: diagnosis and treatment update 2009. Am J Ophthalmol 2009; 148: 487-99. 3. Kilvington S, Gray T, Dart J, et al. Acanthamoeba keratitis: the role of domestic tap water contamination in the United Kingdom. Invest Ophthalmol Vis Sci 2004; 45:165-9. 4. Johnston SP, Sriram R, Qvarnstrom Y, et al. Resistance of Acanthamoeba cysts to disinfection in multiple contact lens solutions. J Clin Microbiol 2009; 47: 2040-5. 5. Alsam S, Jeong SR, Sissons J, et al. Escherichia coli interactions with Acanthamoeba: a symbiosis with environmental and clinical implications. J Med Microbiol 2006; 55: 689-94. 6. Claerhout I, Goegebuer A, Van Den BC, et al. Delay in diagnosis and outcome of acanthamoeba keratitis. Graefes Arch Clin Exp Ophthalmol 2004; 242: 648-53. 844 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.