Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 35
FRÆÐIGREINAR LÆKNINGAR OG SAGA Samvaxnir tvíburar á íslandi Ágrip Valgarður Egilsson meinafræöingur Hannes Petersen háls-, nef- og eyrnalæknir hpet@hi.is Samvaxnir tvíburar eru sjaldgæfir. Hér verður sagt frá nokkrum dæmum um samvöxt tvíbura fæddra á íslandi; um fem pör mega heimildir kallast ótvíræðar; sterkar líkur benda til hins fimmta. Öll þessi fimm dæmi em um samvöxt á búk. Vel þekkt er frá 19. öld dæmið um síamíska tvíbura sem samvaxnir voru á búk. Þekkt eru annars konar form af samvexti fóstra; ekki verður um það fjallað hér að sinni, og er enda ekki viðfangsefni þessarar rannsóknar. Meðal spendýra er ekki óalgengt að fæðist tvíhöfða afkvæmi, og vilja sumir hafa slíkt í sama flokki og samvöxt á búk. Gildir hið sama þar um; það verður ekki viðfangsefni þessarar greinar. Hér verður einungis skýrt frá ofangreindum fimm dæmurn um fóstur samvaxin á búk. VE fór yfir íslenskar heimildir; HP ritaði seinni hluta greinarinnar, almenna umræðu um samvaxna tvíbura. Augljóst er að ofangreind heimildaleit útilok- ar ekki að fleiri dæmi hafi komið upp í sögu þjóðarinnar, enda einnig mögulegt að höfundi hafi sést yfir eitthvað. En ekki verður frekar leitað í heimildum að sinni. Verða nú skoðaðar frásagnir annála og annarra heimilda urn samvaxna tvíbura á íslandi og eru orðréttar ívitnanir skáletraðar. 1. Kjósarannáll 1673: Þetta vor fæddi gipt kona í Útey í Grímsnesi 2 meybörn andvana, samanfost frá höfði ofan að nafla. Hestsannáll 1673: / Grímsnesi fæddi kona börn tvö á brjóstunum samföst, andvana. Konan varð eptir eðli heil. Fitjaannáll segir þetta hafa verið á Rangárvöllum. Eyrarannáll 1673: Fyrir austan fæddi ein kona tvö börn; voru samföst á bökunum. Heimildir Heimildir um efnið eru fyrst og fremst annálar ritaðir gegnum aldir hérlendis. Stuðst er við útgáfu Hins íslenzka bókmenntafélags sem prentuð var í Reykjavík; kom hið fyrsta hefti út 1922 og teygðist útgáfan marga áratugi. Hannes Þorsteinsson ritstjóri bjó undir prentun þau handrit annálanna sem fyrst komu út.1 Hinir gömlu annálar ná sumir langleiðina út 18. öldina. Farið var yfir ritaðan texta ofangreindra annála og er getið þar um tvö dæmi samvaxinna tvíbura. Annáll 19. aldar nær frá 1800 og er verk séra Péturs Guðmundssonar sem lengi var prestur Miðgarðaprestakalls í Grímsey.2 Getur séra Pétur um hið þriðja dæmi. Hið fjórða dæmi var þekkt frá því kringum aldamótin 1900. Loks er að geta þess að dr. phil. Einar Gunnar Pétursson á Stofnun Áma Magnússonar í íslensk- um fræðum, benti undirrituðum á að í gömlu handriti (frá því í kringum 1700) er vísbending um samvaxna tvíbura3 og til vitnis er þar færð ævagömul vísa (sjá að neðan). 2. Hrafnagilsannáll 1745: / Jan. fæddust tvö börn á Kerhóli í Möðruvallasókn, samföst eður einn líkami frá viðbeini og ofan fyrir nafla. Sáust tveir naflarnir og geirvörtur utar og ofar en almennilega. Þetta voru kvenbörn, skírð Guðrúnar. Bæði grétu undir eins, sváfu undir eins, lifðu ellefu vikur, dóu nærri því á sömu stund. (Hér er átt við Möðruvelli í Eyjafirði, ekki Möðruvelli í Hörgárdal. Innsk. VE) íslands árbók 1745: Vorið um fardaga fæddust á Kerhóli í Eyjafirði 2 meybörn samföst á brjóstunum og so sem einn búkur allt ofan að nafla, hlutu skírn og voru bæði nefnd Guðrún. Lifðu skepnur þessar fram í Julii-mánuð um alþingistíma. Grímsstaðaannáll 1745. Börn tvöfæddust, samföst á kviðnum, fyrir norðan; voru bæði stúlkubörn, lifðu ekki lengi, deyðu bæði undireins. Höskuldsstaðaannáll 1747: / Eyjafirði í Möðru- vallasókn fæddi gift barnakona tvíbura-meybörn, samanföst á kvið og bringu. Voru svo sem tvær síður LÆKNAblaðið 2009/95 847
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.