Læknablaðið - 15.12.2009, Qupperneq 36
FRÆÐIGREINAR
LÆKNINGAR OG SAGA
Mynd 1. Samvöxtur fóstra. á báðum, en rétt mynduð að öðru, með tveim höfðum,
Ljósmynd og teikning fjórum fótum og öðrum skaptmði. Þau lifðu meir en
árstíma (eður tvö ár) og dóu beeði undir eins.
Djáknaannáll 1747, frásögn því nær samhljóða
Höskuldsstaðaannál en þó er bætt við: Svo sýndist
sem annars saðning væri beggja. Þau lifðu meir en eitt
ár og dóu bæði undir eins.
Við árið 1745 hefur ritari Djáknaannáls klausu
sem er orðrétt samhljóða frásögn Hrafnagilsannáls
um sama efni (sjá hér að ofan).
Þarna er ósamræmi milli heimilda, m.a. hvað
ártal áhrærir. Ekki er skýring á því augljós. Þeir
tveir fyrri ívitnaðir annálar eru ritaðir í næsta
nágrenni við Kerhól (á Hrafnagili og Munkaþverá).
Ritari Höskuldsstaðaannáls var vel kunnugur í
Eyjafirði (Höskuldsstaðir þessir eru á Skagaströnd
innanverðri). Annálaritarar studdust gjarnan við
annarra verk, því er sama texta stundum að finna
í tveim annálum. VE
3.
Annáll 19. aldar 1802: Aðfaranótt hins 19. s. m.
fæddi ógipt stúlka að Hellnahól í Holtssókn undir
Eyjafjöllum, tvö stúlkubörn samanvaxin frá öxlum
niður til nafla og sneru bæði einn veg, eins og tveir eru
hvor öðrum til hliðar, að öllu öðru leyti rjett sköpuð, að
því einu undanskildu, að skarð var í vör annars þess, er
náði allt til nefsins ogfyrir nösinni vinstra megin sem
blaðka, ogfann þar til berra tanna. Þau voru bæði jöfn
að lengd, 17 þumlungar, og höfðu bæði samanjafnt mál
yfir herðar. Ljósmóðirin ætlaði fóstrið með lífi allt til
fæðingarinnar, en örent er fæðingu var lokið. Móðirin
var að viku liðinni komin til bærilegrar heilsu.
4.
Samvaxnir tvíburar fæddust á íslandi nálægt
aldamótum 1900. Voru samvaxnir á síðunum.
Foreldrar af norðlenskum ættum. Upplýsingar
munu vera til um þessa tvíbura (mynd 1).
5.
í handriti frá því um 1700 segir frá samvöxnum
tvíburasystrum fæddum undir Eyjafjöllum og þá
(líklega) nokkru fyrir 1600.3 Stúlkurnar hétu báðar
Þuríður og lifðu nokkur ár. Ofannefnt handrit er
varðveitt í Stofnun Áma Magnússonar í íslenskum
fræðum. Dr. phil. Einar Gunnar Pétursson benti
undirrituðum á dæmi um þetta og eru honum
færðar þakkir fyrir.
Ólafur Davíðsson fræðimaður og náttúru-
fræðingur fjallar í tímaritinu Sunnanfara árið 1893
stuttlega um handritsklausuna. Tilgreindur aldur
ofangreinds handrits er mat ÓD, svo og tímasetn-
ing á fæðingu systranna.
Texti handritsins er þessi:
Á íslandi hafa þau og svo tíðindi viðborið undir Eyja-
fjöllum austur, að tvær kvennsviptir voru samfastar á
hryggnum og lifðu nokkur ár, hvarfyrir gömlu skáldin
sögðu:
Fyrir því kviðu Þuríðarnar tvær,
samfastar á hryggrium voru báðar svinnar mær,
austur undir Eyjafjöllum voru báðarþær,
að önnur mundi deyjafyr en önnur.
Ólafur Davíðsson bætir við frá eigin brjósti:
Vísan er ekki sem skáldlegust, en efþað er að marka sent
stendur í handritinu, að gömlu skáldin hafi orkt hana,
þá er hún að öllum líkindumfrá 16. öld.
Hér skal ekki greindur sagnfræðilegur áreiðan-
leiki hinna gömlu annála, aðeins staðhæft að engin
ástæða er til að rengja aðalatriði í frásögn þeirra
fjögurra fyrst töldu dæmanna, þó að 'minniháttar'
atriði hafi getað skolast til. Fimmta dæmið getur
ekki kallast ótvírætt.
Ekki er vitað til að samvaxnir tvíburar hafi fæðst
á íslandi eftir ofangreint dæmi númer fjögur.
848 LÆKNAblaðið 2009/95