Læknablaðið - 15.12.2009, Side 41
Ú R
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR
PENNA STJÓRNARMANNA LÍ
Sigurður
Böðvarsson
sigurdbo@landspitali. is
Höfundur er
krabbameinslæknir og
formaður Læknafélags
Reykjavíkur.
Stjórn LÍ
Birna Jónsdóttir,
formaður
Þórarinn Guðnason,
varaformaður
Sigurveig Pétursdóttir,
gjaldkeri
Sigríður Ó. Haraldsdóttir,
ritari
Kristján G. Guðmundsson
Ragnar Gunnarsson
Sigurður Böðvarsson
Valentínus Þór
Valdimarsson
Valgerður Rúnarsdóttir
í pistlunum Úrpenna
stjórnarmanna LÍ birta
þeir sínar eigin skoðanir
en ekki félagsins.
Starfsandi lækna á Landspítala og
viðhorf til stjórnunar stofnunarinnar
Lokaverkefni mitt í MSc-námi í stjórnun heil-
brigðisþjónustu við háskólann á Bifröst fyrr í
haust sneri að starfsanda lækna á Landspítala og
viðhorfum þeirra til stjórnunar stofnunarinnar.
Eins og kunnugt er var Landspítali - háskóla-
sjúkrahús stofnaður árið 2000 við samruna
Ríkisspítala og Borgarspítala. Við stofnunina
urðu til 14 ný klínísk svið við spítalann og nýtt
stjórnunarlag sviðsstjóra lækninga og hjúkrunar
við hvert svið leit dagsins ljós. Fljótlega tók að bera
á óánægju lækna vegna vinnu og vinnuumhverfis
og fylgdu í kjölfarið ýmsar kvartanir til landlæknis
á árunum 2000-2002. Til að kanna grunn þessara
kvartana réðust Læknaráð Landspítalans og
Vinnueftirlit ríkisins í að gera sameiginlega
rannsókn á þessum þáttum í starfi lækna með
ítarlegum spurningalista. 345 læknar svöruðu
listanum (59%).
Ný lög um heilbrigðisþjónustu litu dagsins
ljós árið 2007, (nr. 40/2007). Enn á ný voru
gerðar breytingar á stjórnkerfi Landspítala
- háskólasjúkrahúss og reyndar var nafni
stofnunarinnar breytt til fyrra horfs í gamla
nafnið, Landspítali. Stjórnarnefnd var lögð niður
og nýr forstjóri ráðinn til starfa 1. september
2008. Skipurit var verulega einfaldað 1. maí 2009
og klínískum sviðum spítalans fækkað úr 14 í
6. Þá voru störf sviðsstjóra lögð niður og einn
framkvæmdastjóri ráðinn til að stýra hverju sviði.
Á liðnu vori hafði ég hug á að kanna hvort
starfsandi lækna Landspítala og viðhorf þeirra
til stjórnunar stofnunarinnar hefðu breyst á
undanförnum sex árum. Á tímabilinu 19. maí
til 11. júní 2009 lagði ég því 25 spurningar með
rafrænum hætti fyrir alla lækna lyflækninga-
og skurðlækningasviðs Landspítala. Fimm
spurningartna sneru að bakgrunni læknanna
en 20 að vinnuanda og starfsumhverfi. Þar af
voru 17 endumýttar óbreyttar frá spurningalista
Læknaráðs Landspítala og Vinnueftirlits ríkisins
árið 2003, en þrjár nýjar er sneru að frammistöðu
og skipulagsbreytingum voru settar inn. Svarúrtak
var 329 læknar, 164 þeirra svöruðu, eða 49,8%.
Hvað stjórnun varðar töldu fleiri læknar nú
en árið 2003 að næsti yfirmaður mæti það við þá
ef þeir næðu árangri í starfi (57% v.s. 47%). Fleiri
læknar voru nú ánægðir með stjóm spítalans en
2003 þótt hlutfall þeirra sé lágt (23% v.s. 13% 2003).
Þá töldu 65% lækna nýliðnar skipulagsbreytingar
sem meðal annars fólust í fækkun sviða vera
til bóta. Á þessum síðustu og verstu tímum var
það og athyglisvert að líkt og árið 2003 töldu
ríflega 90% lækna unnt að bæta og/eða auka
vinnuframlag sitt með betra skipulagi.
Líkt og árið 2003 töldu um 80% lækna þátttöku
læknaráðs í stjórnun Landspítala vera litla og
sama hlutfall áleit að hún ætti að vera mikil, sjá
mynd 1.
Hvað vinnustaðinn sjálfan varðar þá töldu ívið
fleiri læknar starfsandann nú góðan en árið 2003,
Mynd 1. Samanburður á mati lækna á núverandi áhrifum læknaráðs
á stjórnun Landspítala og því hvert þeir telja að hlutverk ráðsins eigi
að vera.
(78% v.s. 72%) og mun færri töldu nú mismunað
eftir kyni (40% v.s. 90%).
Þrátt fyrir að ýmsar vísbendingar um betri
starfsanda megi finna í þeim niðurstöðum sem
þegar hafa verið raktar, hefur þeim læknum
fækkað sem telja sig búa við mikið starfsöryggi
(64% v.s. 70%). Þá hafa fleiri læknar nú hugleitt
mikið eða ákveðið að hætta vinnu en 2003 (22%
v.s. 11%). Algengast er þetta viðhorf meðal
sérfræðilækna, þeirra lækna er bera hitann og
þungann af kjarnastarfsemi spítalans, lækningum,
en 25% þeirra fylla þennan hóp.
Að lokum læt ég hér fylgja með mat lækna á
heildarframmistöðu spítalans. Eins og fram kemur
er nokkur munur á afstöðu manna eftir því hvaða
starfshópi þeir tilheyra, mynd 2.
Mynd 2. Heildarframmistaða Landspítala að mati lækna eftir
starfshópum.
Það væri mér sönn ánægja að senda áhuga-
sömum ritgerðina á rafrænu formi.
LÆKNAblaðið 2009/95 853