Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2009, Qupperneq 43

Læknablaðið - 15.12.2009, Qupperneq 43
U M R Æ Ð L Y F U R 0 G FRÉTTIR JARANNSÓKNIR hóf strax að framkvæma klínískar lyfjarannsóknir í fösum 1-IV. Flestar rannsóknir hefur Encode framkvæmt í fösum II og III en þar er um að ræða rannsóknir á verkun og öryggi lyfja á sjúklinga. Oftast er um að ræða samanburðarrannsóknir á áhrifum lyfja borið saman við lyfleysu og einnig oftast ákveðin viðmiðunarlyf við tilteknum sjúkdómum í skilgreindum sjúklingahópum. „Við sjáum greinilega þróun í þá átt að með nýjum lyfjum í þróunarferlinu sem beint er gegn sér- hæfðari lyfjamörkum eru lyfjafyrirtækin sífellt að þrengja inntökuskilmerkin í rannsóknirnar og afmarka meira þá sjúklingahópa sem teknir eru inn í rannsóknirnar/' segir Þór. Arið 2000 varð Encode dótturfyrirtæki íslenskr- ar erfðagreiningar ehf. og tveimur árum síðar fluttist starfsemin í núverandi húsnæði að Krók- hálsi 5. Þar var opnað klínískt rannsóknarsetur með aðstöðu til töku blóðsýna og meðhöndlunar þeirra. Rannsóknarsetrið hefur starfsleyfi frá umhverfissviði Reykjavíkurborgar og þar má vista allt að 18 sjúklinga næturlangt vegna rann- sókna. Rannsóknarsetrið nýtist vel þegar Encode framkvæmir rannsóknir þar sem krafist er langrar viðveru þátttakenda á rannsóknarsetri vegna endurtekinnar sýnatöku eða annarra mælinga skv. rannsóknaráætlun. Árið 2008 varð aftur breyting á eignarhaldi fyrirtækisins og Þór Sigþórsson forstjóri keypti það af ÍE og hefur verið eigandi þess síðan. „Á þessum tíu árum höfum við átt samstarf við mörg lyfjafyrirtæki um rannsóknir og fjöldi rannsókna er orðinn um 64. Að jafnaði eru um 5- 8 rannsóknir í framkvæmd á hverjum tíma. Þær eru misstórar, allt frá örfáum sjúklingum upp í rúmlega 200 sjúklinga þær stærstu. Fyrir utan rannsóknir án inngrips svonefndar, sem ekki teljast til lyfjarannsókna, höfum við gert 9 fasa I rannsóknir, 17 í fasa II, 22 í fasa III og 5 í fasa IV. Við höfum átt farsælt samstarf við fjölda lækna og heilbrigðisstarfsfólk, bæði sjálfstætt starfandi sérfræðinga, heilsugæslustöðvar og Landspítala, en árið 2005 gerðum við rammasamning við Landspítala til að skilgreina farveg fyrir samstarf lækna sem þar starfa við Encode og bakhjarla okkar. Rannsóknarsviðin eru fjölmörg og má nefna hjartasjúkdóma, húðsjúkdóma, meltingarsjúkdóma, efnaskiptasjúkdóma, önd- unarfærasjúkdóma, bólgusjúkdóma, krabbamein, ónæmisfræði og margt fleira." Mikilvægt að styrkja samstarf allra aðila Þegar spurt er um hvaða sjúkdómar eða sjúkdómsflokkar eru í hvað örustum vexti hvað klínískar rannsóknir varðar nefnir Þór ÍSLENSKAR LYFJARANN5ÓKNIR bólgusjúkdóma og krabbamein. „Flestar þær rannsóknir sem við höfum stýrt eru hluti af stórum fjölþjóðlegum rannsóknum þar sem öll verkferli eru mjög skýrt skilgreind og við fylgjum þeim fyrirmælum út í æsar sem rannsóknin setur. Kosturinn fyrir lyfjafyrirtækin að fela Encode framkvæmdina er fyrst og fremst sá að við erum sjálfstætt starfandi verktökufyrirtæki á þessu sviði staðsett á íslandi þar sem bakhjarlamir hafa ekki eigin starfsemi. Okkar hagsmrmir em að framkvæma rannsóknina á sem hlutlægastan og faglegastan hátt án þess að eiga nokkurra hagsmuna að gæta gagnvart rannsakendum eða samkeppnisaðilum þeirra. Við höfum orðið vör við þá skoðun innan læknastéttarinnar að Encode sé mikilvægur þáttur í innviðum þessa rannsóknarsamfélags og fyrir það emm við þakklát," segir Þór. Líklega eru á fáum sviðum jafnstrangar reglur um framkvæmd rannsókna og þar sem lyfja- rannsóknir em annars vegar. Kröfur um nákvæmni og gæði rannsóknarinnar em ófrávíkjanlegar og Encode byggir á mjög öflugu og virku eftirlits- og gæðakerfi. Starfsfólk fyrirtækisins er með víðtæka og langa reynslu á sviði klínískra rannsókna, sem er oftar en ekki sett sem skilyrði af hálfu lyfjafyrirtækjanna fyrir samstarfi. „Við höfum notið góðs af mjög hæfu starfsfólki og samstarfi við færa vísindamenn úr íslenska heilbrigðiskerfinu. Eg tel það mikla nauðsyn að styrkja enn frekar samstarf á milli allra aðila innan heilbrigðisgeirans til þess að viðhalda þessari mikilvægu starfsemi á íslandi í ört vaxandi alþjóðlegri samkeppni," segir Þór Sigþórsson, forstjóri Encode, að lokum. „Margir kostir við að framkvæma klínískar lyfjarannsóknir á ísiandi," segir Þór Sigþórsson forstjóri Encode, íslenskra lyfjarannsókna. Mynd: Encode. LÆKNAblaðið 2009/95 855
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.