Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 46
UMRÆÐUR 0 G FRETTIR LYFJARANNSÓKNIR íslenskt umhverfi er andsnúið lyfjarannsóknum Segir Davíð Ingason, framkvæmdastjóri Astra Zeneca „Um nokkurra ára skeið voru allt að fjórar klínískar lyfjarannsóknir í gangi samtímis á vegum Astra Zeneca og tveir rannsóknarfulltrúar í fullu starfi. Nú erum við aðeins með eina rannsókn sem er að ljúka og engar líkur á að nýjar rannsóknir bætist við og búið að segja báðum rannsóknarfulltrúunum upp," segir Davíð Ingason, framkvæmdastjóri AstraZenecea á íslandi. „Það er ekkert launutigarmál að sífellt hefur verið þrengt að lyfjafyrirtækjwn varðandi annsóknir á Vesturlöndum og kostnaður hefur aukist," segir Davíð Ingason framkvæmdastjóri AstraZeneca. Hávar Sigurjónsson tryggingamál gagnvart þeim sjúklingum sem taka þátt í rannsóknunum. Það eru gerðar ákveðnar kröfur um tryggingar fyrir sjúklinga sem taka þátt í rannsóknum en Landspítali hefur aðra stefnu í tryggingamálum sem hefur gengið erfiðlega að ná saman um." Davíð segir að rannsóknasamstarf við heimilislækna innan heilsugæslunnar hafi einnig tekið enda þar sem þeim sé gert erfitt fyrir að stunda rannsóknir í vinnutíma sínum. „Þeir mega heldur ekki þiggja greiðslu fyrir rannsóknaþátttöku svo þessi rannsóknavettvangur hefur lokast. Það eru alls konar svona atriði sem flækja málið svo það er ekki lengur fyrirhafnarinnar virði að reyna að setja upp rannsóknir. Ég vil þó leggja áherslu á að þessi vandamál hafa nánast orðið til án þess að nokkur gerði beinlínis ráð fyrir að þau hindruðu lyfjarannsóknir. Það er kannski það dapurlega í stöðunni. Hér eru mjög framsæknir læknar, góðir vísindamenn, sem hafa mikinn áhuga á lyfjarannsóknum en aðstæðurnar bjóða ekki beinlínis upp á þær. Það sem mælir með lyfjarannsóknum á íslandi eru vel þjálfaðir læknar, mjög vel skilgreindir sjúklingahópar sem gott er Davíð segir fráleitt að kenna kreppuástandi um þessa þróun. „Þetta hefur ekkert með það að gera. Efnahagsástandið er í rauninni hagstætt erlendum aðilum núna því gengið hefur lækkað um helming. Fyrir þessu eru allt aðrar ástæður. í fyrsta lagi er umhverfið hér ekki sérlega hagstætt klínískum lyfjarannsóknum. Varð- andi Landspítala höfum við lent í vandræðum með að halda utan um og hér væri hægt að gera fasa II rannsóknir með góðum árangri í samstarfi við Landspítala. Þetta gæti orðið spítalanum mikil lyftistöng, bæði vísindalega og fjárhagslega, en til þess að það geti orðið þarf spítalinn að vera alveg klár á því hvað hann vill, setja upp aðstöðu fyrir slíkar rannsóknir og skapa rétta umhverfið." Þiggjendur en ekki þátttakendur Davíð segir að með því að lyfjarannsóknir leggist af tapist mikilvæg þjálfun og reynsla læknanna. „Ekki má heldur gleyma að sjúklingarnir fara á mis við þá bestu þjónustu sem gefst því í rannsóknum af þessum toga er fylgst betur með sjúklingunum en við nokkra aðra hefðbundna meðferð þó góð sé. Við þessar aðstæður verða íslenskir læknar ekki þátttakendur í þróuninni heldur þiggjendur niðurstaðna sem fengnar eru annars staðar." Davíð bendir einnig á að alþjóðlegu lyfjafyrirtækin hafi á undanförnum árum beint kröftum sínum í aðra heimshluta. „Að því leyti er þessi vandi alþjóðlegur. Það er ekkert laummgar- mál að sífellt hefur verið þrengt að lyfjafyrir- tækjum varðandi rannsóknir á Vesturlöndum og kostnaður hefur aukist. Kröfurnar sem gerðar eru til trúverðugleika lyfjarannsókna hafa aukist gríðarlega á undanförnum árum, sönnunarbyrðin hefur þyngst. Þetta er í sjálfu sér gott og blessað en í mörgum tilfellum gerist þetta þannig að nýjum reglum er bætt ofan á þær gömlu án þess að þær séu endurskoðaðar, og því þarf nú að framkvæma ótal próf samkvæmt gömlum reglum auk þeirra nýju. Kostnaðurinn eykst í samræmi við þetta. Fyrirtækin leita því þangað sem kostnaður er lægri og opinberar kerfishindranir eru færri, stundum eingöngu vegna þess að regluverkið er yngra. Stærstu rannsóknirnar fara fram í Kína og á Indlandi og það þýðir ekki að rannsóknarniðurstöðurnar séu ómarktækari en rannsóknir sem framkvæmdar eru á Vesturlöndum en það er eðlilegt að læknar spyrji hvort niðurstöður þeirra rannsókna sé að öllu leyti hægt að heimfæra upp á íbúa á Vesturlöndum. Svar rnitt er að það hlýtur að vera nauðsynlegt að gera klínískar rannsóknir á þýði sem líkist okkar þýði. Það er svo margt gerólíkt með því fólki sem byggir Austurlönd fjær og okkur sem hér erum, að niðurstöður lyfjarannsókna verða ekki heimfærðar athugasemdalaust á milli þessara hópa." 858 LÆKNAblaðið 2009/95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.