Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 52
UMRÆÐUR O G LÆKNADAGAR F R É T T I R 2 0 10 Fjölbreytnin einkennir Læknadaga 2010 Kreppan margnefnda hefur vissulega áhrif á Lækna- daga sem framundan eru í janúar en þó er alls ekki allt með öllu illt, segir Arna Guðmundsdóttir, formaður Fræðslustofnunar lækna, sem skipuleggur nú Læknadaga í 5. sinn. Jákvæð áhrif kreppunnar birtast í auknu framlagi íslenskra lækna til dagskrárinnar og aldrei hafa fleiri sótt um að vera með framlag á Læknadögum en einmitt nú. Hávar Sigurjónsson Ein helsta breytingin sem snýr að kostnaðarhluta Læknadaganna felst-í því að þátttökugjald hækkar úr tíu í fjórtán þúsund krónur og nú greiða allir þátttökugjald, fyrirlesarar jafnt og aðrir. „Þetta er sannarlega nokkur hækkun en það má segja að þátttökugjaldið hafi verið mjög hagstætt fram að þessu. Læknadagar standa í fimm daga frá morgni til kvölds með þéttskipaðri dagskrá málþinga, fyrirlestra og kynninga. Það þykir ekki mikið að greiða tvöfalda þessa upphæð fyrir dagnámskeið víðast hvar svo þetta verður að teljast afskaplega sanngjarnt. Þá er líka hægt að sleppa með 6000 kr. ef keyptur er dagpassi eða 12.000 í stað 14.000 ef greitt er tímanlega á netinu. Við tókum ennfremur þá ákvörðun að láta alla greiða þátttökugjald núna, fyrirlesara líka, en það tíðkast á flestum ráðstefnum bæði erlendis og hér heima." Hærra gjald og færri útlendingar Þrátt fyrir að réttlæta megi hækkað þátttökugjald og færa rök fyrir því að talsvert fáist fyrir aurana þá er ljóst að ástæðan er verri fjárhagsstaða Fræðslustofnunar lækna en verið hefur. Rétt er að rifja upp að fjármagn Fræðslustofnunar er upphaflega tilkomið sem framlag frá Domus Medica þegar sá félagsskapur var formlega lagður niður og er kveðið svo á um í stofnskrá Fræðslustofnunar að nýta megi vexti af höfuðstól en ekki ganga á höfuðstólinn sjálfan. Arna segir að á undanfömu ári hafi höfuðstóllinn rýrnað um ein 12% og því engar vaxtatekjur að hafa. „Við verðum því að haga seglum eftir vindi og kljúfa kostnað við Læknadagana með öðrum hætti eða fara fram á að breytingar verði gerðar á stofnskrá Fræðslustofnunarinnar ef takast á að leiðrétta þennan halla. Læknadagar hafa hingað til staðið undir sér og okkar markmið er að svo verði áfram. Hins vegar þykir okkur heldur ómaklegt að ætlast til að þingið skili slíkum hagnaði að það leiðrétti tap á sjóðum sem urðu vegna bankahruns." Styrktaraðilar hafa einnig haldið að sér höndum og dregið úr framlögum sínum en þó er það mirma en búast mátti við að sögn Örnu. „Við áttum von á því að styrktaraðilarnir myndu taka til fótanna en það gerðist ekki og við buðum einnig upp á annars konar og ódýrari aðkomu styrktaraðila en í fyrra. Morgunverðarfundir í boði hinna ýmsu fyrirtækja slógu algerlega í gegn á síðustu Læknadögum og komust færri að en vildu og því höfum við bætt við síðdegisfundum til að mæta eftirspurninni. Þessir fundir eru utan hinnar eiginlegu dagskrár Læknadaganna en auka sannarlega á fjölbreytnina og fræðsluna." Önnur breyting sem blasir við þegar dagskráin er skoðuð er að útlendir fyrirlesarar verða mun færri nú en í fyrra, voru sautján en verða átta. „Þetta sparar sannarlega umtalsverðan kostnað þó á móti komi að fargjöld og uppihald hafi hækkað verulega á því ári sem liðið er," segir Ama. Aðspurð um hvort þetta rýri gæði Læknadaga segist hún ekki telja svo vera. „Fyrirlestrar 864 LÆKNAblaðið 2009/95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.