Læknablaðið - 15.12.2009, Page 63
U M R Æ Ð
B Ó
UR 0 G FRÉTTIR
KARUMFJÖLLUN
Þarfaþing fyrir sjúklinga
Ásmundur
Jónasson
asmundur.jonasson@
gb.hg.is
Út er komin bókin Krabbamein í blöðruhálskirtli.
Þetta er lítil og handhæg bók, um 115 blaðsíður,
gefin út af Háskólaútgáfunni. Um er að ræða
rit sem skrifað er fyrir almenning en höfundar
eru fimm sænskir læknar með mikla reynslu af
meðferð blöðruhálskrabbameins að baki, sem og
rannsóknir.
Bókin er þýdd og frábærlega
staðfærð af þeim Eiríki Jónssyni
og Snorra Ingimarssyni.
Rit þetta er mikið þarfaþing
fyrir sjúklinga sem og lækna
þeirra einnig, vil ég meina, en
um efnið sem oft er flókið og
torráðið er fjallað á nærfærinn,
en hispurslausan hátt.
Krabbamein í blöðruhálskirtli
er nú algengasta krabbamein
á íslandi í greiningu þó tíðni
dauðsfalla sökum þess sé aðeins í
þriðja sæti. Gífurleg fjölgun hefur
orðið á körlum greindum með
krabbamein í blöðruhálskirtli á
síðustu 20 árum, eða um 400%.
Yfir 200 karlar á íslandi fá
árlega greininguna krabbamein í blöðruhálskirtli
og fyrir alla þá karla sem og fjölskyldur þeirra
er það talsverð lífsreynsla að ganga í gegnum.
Vissulega er sjúkdómurinn misalvarlegur sem þó
er ekki alltaf vitað í fyrstu.
Bókin lýsir ágætlega greiningarferlinu og mjög
góður kafli er um PSA-mælingarnar.
Sérlega lýsandi sjúklingadæmi eru notuð til
að skýra þýðingu hækkaðs PSA-gildis hjá ólíkum
mönnum. Ræða læknar almennt við sjúklinga
sína um þýðingu PSA-mælinga fyrirfram? Hvaða
þýðingu getur mælingin haft fyrir
sjúklinga ef niðurstaðan er ekki
afgerandi? Álitaefni varðandi þetta
og fleira eru vel skýrð með dæmum.
Bókin er skrifuð í upplýsandi og
bjartsýnum anda og sannarlega full
ástæða fyrir lækna að mæla með
henni við sjúklinga sína.
Einnig tel ég þetta rit vera
gagnlegt fyrir aðra lækna en
þvagfæraskurðlækna og krabba-
meinslækna sem oft eru í miklum
tengslum við sjúklinga með krabba-
mein í blöðruhálskirtli, svo sem
heimilislækna og öldrunarlækna.
I lok bókar er að finna góðar
upplýsingar um netsíður til frekari
upplýsingaleitar.
Þarft og virðingarvert framtak
til að upplýsa umræðu um þetta algengasta
krabbamein í íslenskum körlum.
MAN0BÓK UM HEILSU
Krabbamein
í blöðruhálskirtli
Málþing á vegum GlaxoSmithKline á Læknadögum 2010,
miðvikudaginn 20. janúar kl. 16:15-18:15
Nýsköpun eða sýndarveruleiki?
Málþing um sprotafyrirtæki, rannsóknir
og tækifæri á tímum breytinga.
Nánari dagskrá síðar
m
GlaxoSmithKline
LÆKNAblaðið 2009/95 875