Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2010, Qupperneq 21

Læknablaðið - 15.11.2010, Qupperneq 21
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR 3 4 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 Aldur í mánuðum Mynd 3. Aldursdreifing barnafrá 0-2 ára sem dvöldu á Landspítala lengur en sólarhring vegna brunaslysa 2000-2008 (n=32). Mynd 4. Dreifing brunaslysa barna sem dvöldu á Landspítala lengur en sólarhring 2000-2008 eftir vikudögum (n=149). Niðurstöður Alls uppfylltu 149 böm viðmið rannsóknarinnar um að vera yngri en átján ára og hafa dvalið í sólarhring eða lengur á Landspítala vegna brunaáverka á húð á árunum 2000-2008. Sjúkraskrár fimm bama fundust ekki en upp- lýsinga um þau var leitað í rafrænum gagna- grunni Landspítala. Innlagnir voru 149, að meðaltali 16,5 börn á ári (mynd 1). Drengir voru 108 (72,5%) og stúlkur 41 (27,5%). Börn tveggja ára og yngri voru 57 (38,3%) og börn fjögurra ára og yngri voru 62 (41,6%). Börn í aldurshópnum fimm til níu ára voru 13 (8,7%) og í aldurshópnum 10-15 ár voru 58 börn (39%). í elsta aldurshópnum, 16-18 ára, voru 16 böm (10,8%). Slysin voru tíðust hjá börnum á fyrsta og öðru aldursári og á aldrinum 13 til 16 ára (mynd 2). í flestum aldurshópum voru brunaslys algengari hjá drengjum (mynd 2). Hjá börnum yngri en tveggja ára voru brunaslys algengust við 16 mánaða aldur (mynd 3). Yngsta bamið sem brenndist var þriggja mánaða gamalt. Meðaltals árlegt nýgengi innlagna vegna brunaáverka á tímabilinu var 21/100 000 böm, en 32,3/100 000 hjá börnum yngri en fimm ára. Sextán börn (10,7%) áttu foreldra sem báðir voru fæddir erlendis og var tíðni brunaslysa í þeim hópi 162/100 000. Tvö böm lögðust tvívegis inn vegna endur- tekinna brunaáverka og var annað bamið með þekktan áhættuþátt. Ekkert bam lést vegna brunaáverka á rannsóknartímanum. (11,4%) voru mögulegir áhættuþættir til staðar, svo sem skyntruflanir, flogaveiki, athyglisbrestur, ofvirkni eða félagsleg vandamál. Hjá fimm börnum (3,4%) var grunur um vanrækslu eða ofbeldi. Meirihluti slysa varð milli klukkan 17 og 21 (46,3%) og því næst milli klukkan 22 og 06 (20,3%). Flest slysin áttu sér stað frá fimmtudegi til sunnudags (mynd 4) og í desember og janúar. Brunavaldur Brunavaldur (mynd 5) var skráður hjá 98,6% barna (n=147). Um helmingur barnanna, eða 74 börn (50,3%), brenndust á heitu vatni eða öðrum heitum vökvum og voru 55 þeirra (74,3%) fjögurra ára eða yngri. Börnin teygðu sig í ílát á borði eða eldavél, toguðu í snúrur á hitakönnum, klifmðu upp á hurð á bakaraofni og steyptu eldavélum yfir sig eða voru í fangi umsjónaraðila sem var með heitan drykk í höndunum. Önnur skriðu upp í handlaugar eða voru í baði og skrúfuðu frá heitavatnskrana. Eldur olli brunasárum hjá 30 börnum (20,4%) og þar af brenndust 22 böm vegna gass eða bensíns. Tuttugu og sex börn (17,6%) brenndust af völdum skotelda og var meirihluti þeirra á aldrinum 13-16 ára (77%). Ellefu börn (7,5%) brenndust við snertingu á heitum hlut. Þrjú böm (2%) brenndust á heitum matvælum, tvö (1,4%) brenndust af ætandi efnum og eitt bam af völdum rafmagns. Ekkert bam brenndist vegna elds í íbúðarhúsnæði á rannsóknartímanum. A mynd 6 má sjá flokkun brunaslysa af völdum heits vatns og heitra vökva. Aðdragandi slyss Aðdraganda slyss var lýst hjá 88,6% barna (n=132). Vettvangur var í 50,8% tilvika inni á heimili, oftast í eldhúsi (28%), og því næst á baðherbergi (8,3%). Börn voru í gæslu nákominna í 47,8% tilvika þegar slysið varð og þar af í gæslu foreldra í 36% tilvika og afa eða ömmu í 7,4% tilvika. Hjá 17 bömum Viðbrögð á vettvangi og dvalartími á bráðamóttöku Fyrstu meðferð var lýst fyrir 67,1% slysanna (n=100) og voru sár 78 barna (78%) kæld á vettvangi. Böm fóru á bráðamóttöku í 76,9% tilvika og þaðan á barnadeild eða gjörgæslu með þeirri undantekningu að fram til ársins 2005 fóru börn með alvarlega áverka beint á gjörgæsludeild LÆKNAblaðið 2010/96 685
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.