Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2010, Page 29

Læknablaðið - 15.11.2010, Page 29
FRÆÐIGREINAR Y F I R L I T Tafla III. Tíðni fylgikvilla í fæðingu hjá konum íkjörþyngd, ofþyngd og með offitu. Kjörþyngd ÞS 19-24,9 n=300 Ofþyngd ÞS 25-29,9 n=150 Offita ÞS 2:30 n=150 Áhættuhlutfall (95% vikmörk) Framköllun fæöingar 12,7%" 15,3% 22,7%** 2,02 (1,21-3,37) Fæðing með sogklukku 5,3% 6,7% 7,3% 1,40 (0,62-3,08) Fæðing með töng 0,7% 1,3% 0,7% 1,0(0,04-10,5) Fæðing með keisaraskurði 14,7%"* 18,0% 28,7%*** 2,34 (1,50-3,89) Fæðing með bráðakeisaraskurði 9,3%* 9,3% 16,7%* 2,14(1,18-3,89) Fæðing með valkeisaraskurði 5,3%** 8,7% 12,7%** 2,56 (1,28-5,26) Fæðing með blönduðum aðferðum 1,3% 2,7% 2,0% 1,51 (0,29-6,93) Spangarsprunga 1-2“ 51,7% 48,0% 44,7% 0,78(0,52-1,15) Spangarsprunga 3° 5,0% 6,7% 2,7% 0,52(0,15-1,46) Spangarsprunga 4“ 0,7% 0,0% 0,7% 1,0(0,05-10,5) Spangarskurður 11,0% 14,7% 12,7% 1,17(0,63-2,12) Axlaklemma 2,3% 0,0% 1,3% 0,57 (0,08-2,37) ÞS: Þyngdarstuðull; *p<0,05; **p<0,01; * **p<0,001; Samanburður á konum í kjörþyngd og of feitum konum. og kyns barns. Ekki var marktækur munur á þyngdarstuðli eftir fjölda fyrri fæðinga hjá of feitum konum og hjá konum í kjörþyngd (0,86 ± 0,06 og 0,87 ± 0,05; p=0,97). Þyngdaraukning Of feitar konur þyngdust marktækt minna á meðgöngu samanborið við konur í kjörþyngd (tafla I). Ekki var marktækur munur á þyngdar- aukningu of þungra kvenna samanborið við konur í kjörþyngd (p=0,4). Fylgikvillar á tneðgöngu Þegar vandamál of feitra kvenna eru skoðuð með konur í kjörþyngd til samanburðar, sést að of feitar konur eru marktækt líklegri til að hafa langvinnan háþrýsting fyrir þungun, fá háþrýsting á með- göngu, meðgöngueitrun, meðgöngusykursýki og stoðkerfisverki, samanborið við konur í kjörþyngd. Ekki var marktækur munur á tíðni háþrýstings fyrir þungun, meðgönguháþrýstings, meðgöngueitrunar, meðgöngusykursýki og stoð- kerfisverkja, hjá konum í ofþyngd samanborið við konur í kjörþyngd (mynd 1, tafla II). Framköllun fæðingar ogfæðing með keisaraskurði Tíðni framköllunar fæðingar og fæðinga með keisaraskurði var marktækt hærri hjá of feitum konum samanborið við konur í kjörþyngd. Ekki var marktækur munur á tíðni framköllunar fæðingar og fæðingu með keisaraskurði hjá konum í ofþyngd samanborið við konur í kjör- þyngd. Ennfremur sýndu niðurstöður okkar að Fylgikvillar í fæðingu ■ Kjörþyngd □ Ofþyngd B Offita Framköllun fæðingar Fæðing með Fæðing með Fæðing með keisaraskurði bráðakeisaraskurði valkeisaraskurði *p<0,05; **p<0,01; ‘**p<0,001 framköllun fæðingar eykur ekki marktækt líkur á bráðakeisaraskurði (OR 1,9, CI 1,02-3,52). Áhaldafæðing, spangaráverki og axlaklemma Ekki var marktækur munur á notkun sogklukku eða tangar við fæðingu, tíðni spangarsprungu, spangarskurðar eða axlaklemmu hjá konum í kjörþyngd, ofþyngd eða offitu (mynd 2, tafla III). Mynd 2. Fylgikvillar í fæðiitgu. Samanburður kvenna í kjörþyngd, ofþyngd og með offitu. Fylgikvillar barna Fylgikvillar barna kvenna með offitu voru marktækt algengari en hjá börnum kvenna í kjörþyngd og ofþyngd. Meðalþyngd nýbura of feitra kvenna var 3908 g ± 38 g, en börn kvenna í kjörþyngd vógu 3771 g ± 27 g, p=0,004. Höfuðummál barna kvenna með offitu var marktækt meira en barna kvenna í kjörþyngd, p<0,001 (tafla IV). Böm kvenna með offitu voru líklegri til að þurfa innlögn á nýburagjörgæslu, LÆKNAblaðið 2010/96 693

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.