Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 44
UMRÆÐUR O G AÐALFUNDUR F R É T T I R L í Læknar eru verðmætur hópur „Við þurfum að þora að horfast í augu við breyttar aðstæður," sagði Guðbjartur Hannesson ráðherra heilbrigðis- og félags- mála í ávarpi á aðalfundi Læknafélags íslands við setningu fundarins fimmtu- daginn 21. október. Þessi orð ráðherrans féllu sem rökstuðningur við niðurskurð fjármuna til landsbyggðarsjúkrahúsa en fundarmenn gagnrýndu harðlega aðgerðir ríkisstjórnarinnar á þessu sviði. „Samgöngur hafa stórbatnað á undanförnum áratugum, eftirspurn eftir þjónustu hefur breyst, sumt þurfum við að verja og annað er betur komið annars staðar. Þetta er það sem við glímum við í dag," sagði ráðherrann og lagði ennfremur mikla áherslu á samstarf og samvinnu við læknastéttina í framtíðinni. Ráðherrann játaði fúslega að sumar niður- skurðartillögur fjárlagafrumvarpsins gengju lengra en við mætti una og því yrði að draga í land með ákveðna hluta þess. „Niðurskurðartillögur um sjúkrahúsið á Húsavík ganga hreinlega ekki upp miðað við núverandi atvinnuástand sem þar ríkir." Ráðherrann sagði ennfremur að ekki þjónaði neinum tilgangi að etja saman læknum landsbyggðarinnar og höfðborgarsvæðisins og lýsti sig reiðubúinn til samstarfs við lækna um að leysa þann ágreining sem uppi væri. „Þið eruð fagfólkið, þið hafið kunnáttuna og þekkinguna, Hávar ég hef aðstöðuna til að hrinda hlutunum í Sigurjónsson framkvæmd." Fundarmenn sækja sér kjörseðil fyrir stjórnarkjör. Ráðherrann var greinilega mættur á fund lækna til að ná þeim á sitt band og af undirtektum fundarmanna að dæma var ekki annað að heyra en honum hefði tekist það ætlunarverk sitt. Hann lagði áherslu á að læknar væru verðmætur hópur fyrir íslenskt samfélag og að stjórnvöld yrðu að taka mið af því. „Þið eruð eftirsóttur vinnukraftur og getið unnið hvar sem er í veröldinni." Hann tók síðan sérstaklega fram að hann væri ekki í pólitík til að reisa sjálfum sér persónulega minnisvarða. „Mikilvægt er að marka stefnu til lengri tíma, þannig að allir viti með góðum fyrirvara hvað sé framundan." Ályktað um mikilvæg mál Seinni fundardagurinn var tvískiptur þar sem fyrri hluta dags var unnið í vinnuhópum að lokafrágangi ályktana sem síðan voru ræddar á fundinum og bornar upp til samþykktar. I ályktunum koma skýrt fram áhyggjur aðalfundar yfir niðurskurði á fjármunum til heilbrigðismála og hver áhrif slíkt muni hafa á framboð og gæði þjónustunnar. Þá lítur aðalfundurinn það mjög alvarlegum augum að almennum læknum og kandídötum hafi fækkað um 25 af hundraði á undanförnu ári. Aðalfundurinn lýsir því yfir að standa beri vörð um fjölbreytileg rekstrarform í heilbrigðisþjónustu. Aðalfundurinn skorar á heilbrigðisyfirvöld að koma á samtengdri sjúkra- skrá á landsvísu og samræma skráningu í heilbrigðisþjónustu. í ítarlegri ályktun í fjórum liðum er lagt til við heilbrigðisstofnanir og stjóm- völd á hvaða atriði skuli leggja mesta áherslu við framtíðarstefnumótun sjúkrahúsþjónustu. Er hvatt til samstarfs við Læknafélag íslands í þessu efni. Þá telur aðalfundurinn að sameina beri land- læknisembætti og Lýðheilsustöð undir merki landlæknis. í ályktuninni kemur fram að LÍ álíti það skilyrði að æðsti embættismaður eftirlits með lækningum landsmartna sé læknir. Aðalfundurinn skorar á Alþingi að sam- þykkja þingsályktunartillögu um takmörkun á transfitusýrum í matvælum á íslandi. Aðal- fundurinn skorar jafnframt á stjórnvöld að banna notkun gúmmíkurls sem inniheldur krabbameinsvaldandi efni og önnur eiturefni, á íþróttavöllum og leiksvæðum. Þá segir í ályktun um læknisþjónustu utan sjúkrahúsa að áformaður niðurskurður ríkisins 708 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.