Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2012, Page 41

Læknablaðið - 15.01.2012, Page 41
UMFJÖLLUN O G GREINAR „Fjöldi sjúklinga var nánast sá sami.fyrir, á nteðan og eftir þetta tímabil tilvísana frá 2006-2008," sagði Þórarinn Guðnason hjartasér- fræðingur. „Það er engin sam- Itæfing íþví Imernig hiutirnir eru skráðir í heilbrigðiskerfinu," sagði Kristján Guð- mundsson háls-, nef- og eyrnalæknir. „Þarf sannarlega aðgera heimilislækningar að eftir- sóknarverðari starfsvett- vangi fyrir unga lækna en nú er raunin," sagði Gunnlaugur Sigurjðnsson heilsugæslulæknir. kerfinu væru. „Það er engin samhæfing í því hvernig hlutirnir eru skráðir og um þetta hafa verið haldnir óteljandi fundir án nokkurs teljandi árangurs. Orðrétt segir Elisabet Hanson, einn skýrsluhöf- unda, í svari við leiðréttingu Þórarins Guðnasonar sem hann skýrði frá hér á undan: The data quality in the Icelandic Health Care system is very poor overall, which is also described in the report, and the Min- istry is now addressing this as one of the key improvement areas. Kristján fór síðan yfir ýmsar töflur skýrslunnar þar sem sýnt er hvernig kostnaður við heilbrigðiskerfið skiptist á milli einstakra hluta þess og sagði það í sjálfu sér býsna athyglisvert og fróðlegt. „Ég hef hins vegar ekki fengið nein svör við því hvort tölurnar fyrir hvert ár séu uppreiknaðar eða á kostnaði hvers árs. Þetta er lykilatriði og lélegt að ekki skuli gerð grein fyrir þessu í inngangi skýrslunnar." Kristján benti að lokum á að í skýrslunni væri tiltekin 22% hækkun vegna sérfræðilæknaþjónustu í næstu fjárlögum og þessar tölur væru notaðar til að færa rök fyrir því hversu kostn- aðarsamur óheftur aðgangur sjúklinga að sérfræðilæknisþjónustu væri. „Þessu var slegið upp í fjölmiðlum í haust þegar skýrslan kom út. Á þessu er einföld skýring: Vorið 2008 var gerður nýr samningur við sérfræðilækna til tveggja ára sem fól í sér kostnaðarhækkun sem var mætt á fjáraukalögum í árslok 2008 en kostnaðaraukinn fylgdi svo ekki með inn í fjárlagagrunn fyrir 2009. Næstu ár á eftir var aldrei full fjárheimild fyrir gerðum samningum og nú fyrst er verið að leiðrétta grunninn." Heimilislæknaskortur er staðreynd Gunnlaugur Sigurjónsson heilsugæslu- læknir í Reykjavík og formaður stjórnar Læknavaktarinnar ræddi í sinni fram- sögu um ástandið í heilsugæslunni og sagði ekki hægt að átta sig á því hvernig tölur í skýrslunni væru fundnar, þar sem ekki væri gerð skýr grein fyrir hvaða kostnaðarliðir úr heilsugæslunni væru teknir inn. Gunnlaugur studdist við upp- lýsingar úr rannsókn sem Lúðvík Ólafs- son lækningaforstjóra heilsugæslunnar í LÆKNAblaðið 2012/98 41

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.