Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2012, Side 4

Læknablaðið - 15.09.2012, Side 4
^ 9. tölublað 2012 LEIÐARAR 447 Þórunn Jónsdóttir Tækjabúnaður Land- spítala: umhyggja - fagmennska - öryggi - framþróun? Blóöþrýstingsmælar virka ekki, manséttur eru slitnar, leka, eru í röngum stæröum og þar fram eftir götunum. Getum við fullyrt við sjúklinga okkar aö þeir fái bestu og öruggustu þjónustu sem völ er á? Erum við á braut framþróunar? 449 Karl Andersen Kransæðahjáveitu- aðgerðir í nútíð og fortíð Aðgerðartækni, taktstillandi lyf, blóðþynningarlyf og gjörgæsla hafa áhrif á hjáveituaðgerðir. Rannsóknir eru nauðsynlegar til þess að meta þessa þætti til að tryggja öryggi sjúklinga. FRÆÐIGREINAR 451 Hannes Sigurjónsson, Sólveig Helgadóttir, Sæmundur J. Oddsson, Martin Ingi Sigurðsson, Arnar Geirsson, Þórarinn Arnórsson, Tómas Guðbjartsson Árangur kransæðahjáveituaðgerða á íslandi 2002-2006 Þessi rannsókn sýnir að dánartíðni eftir kransæðahjáveitu á íslandi er lág og tíðni flestra fylgikvilla er sambærileg við erlendar rannsóknir. Þetta á bæði við um aðgerðir á sláandi hjarta og með aðstoð hjarta- og lungnavélar. 459 Katrín Jónsdóttir, Svanheiður Lóa Rafnsdóttir, Þórdis Kjartansdóttir, Höskutdur Kristvinsson, Þorvaldur Jónsson, Kristján Skúli Ásgeirsson Tíðni og árangur tafarlausra brjóstauppbygginga á Landspítala 2008-2010 Heildarfjöldi brjóstnáma árunum 2008-2010 var 319 en brjóstauppbyggingar voru 157 og af þeim voru 98 (62%) tafarlausar. Tafarlausar uppbyggingar voru því gerðar hjá 31% allra sem gengust undir brjóstnám en 55% hjá 50 ára eða yngri. Til samanburðar var hlutfallið 5% á árunum 2000-2005. 465 Ingibjörg Kristjánsdóttir, Guðrún Reimarsdóttir, Davíð O. Arnar Notagildi ígræddra taktnema við mat á óútskýrðu yfirliði og hjartsláttaróþægindum Rannsóknin náði til 18 sjúklinga sem fengið hafa ígræddan taktnema hérlendis. Af þessum 18 eru 5 enn með tækið ígrætt og ekki komin endanleg niðurstaða af vöktun hjartatakts hjá þeim. 471 Þorsteinn Viðar Viktorsson, Hildur Einarsdóttir, Elisabet Benedikz, Bjarni Torfason Tvö sjúkratilfelli Skyndilegur þroti í andliti og þyngslaverkur yfir brjóstkassa eftir tannviðgerð Húðbeðsþemba á andlits- og hálssvæði er sjaldgæfur fylgikvilli tannviðgerða, einkum eftir tannúrdrátt. Einnig getur loftmiðmæti hlotist af slíku inngripi. Orsökin er yfirleitt innblástur lofts í mjúkvefi munnhols frá tækjum tannlækna. Ástandið gengur oft yfir sjálfkrafa, en getur valdið lífshættulegum fylgikvillum. 444 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.