Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2012, Síða 11

Læknablaðið - 15.09.2012, Síða 11
RANNSÓKN Árangur kransæðahjáveituaðgerða á íslandi 2002-2006 Hannes Sigurjónsson' 2, Sólveig Helgadóttir', Sæmundur J. Oddsson’, Martin Ingi Sigurðsson', Arnar Geirsson', Þórarinn Arnórsson’, Tómas Guðbjartsson'2 ÁGRIP Inngangur: Á (slandi hafa verið framkvæmdar um 3500 kransæðahjáveituaðgerðir, annað hvort með hjarta- og lungnavél (HLV) eða á sláandi hjarta (SH). Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna árangur þessara aðgerða hér á landi. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til 720 sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala árin 2002-2006 og skiptust þeir í tvo hópa; 513 einstaklinga sem gengust undir aðgerð með HLV (HLV-hópur) og 207 á SH (SH-hópur). Fylgikvillar og dánartíðni innan 30 daga voru borin saman milli hópa og forspárþættir lifunar metnir með ein- og fjölbreytugreiningu. Niðurstöður: Karlar voru fleiri í HLV-hópi en áhættuþættir kransæðasjúkdóma, aldurog líkamsþyngdarstuðull reyndust sambærilegir milli hópa, einnig fjöldi æðatenginga og EuroSCORE. Aðgerðir á sláandi hjarta stóðu 25 mínútum lengur og blæðing í brjóstholskera var marktækt aukin en magn blóðs sem var gefið var sambærilegt í báðum hópum. Minniháttar fylgikvillar voru algengari i HLV-hópi (58% á móti 48%, p<0,05). Af alvarlegum fylgikvillum voru enduraðgerðir vegna blæðinga algengari í HLV-hópi og heildarlegutími rúmum sólarhring lengri. Dánartíðni innan 30 daga var hins vegar áþekk í báðum hópum (4% á móti 3%, p=0,68), einnig 5 ára lifun sem var í kringum 93% í báðum hópum. í fjölbreytugreiningu spáðu hærra EuroSCORE og aldur fyrir dánartíðni innan 30 daga og langtímalifun en ekki tegund aðgerðar (HLV eða SH). Ályktanir: Árangur kransæðahjáveituaðgerða á íslandi er góður, bæði hvað varðar dánartíðni innan 30 daga og langtímalifun. Þetta á jafnt við um aðgerðir sem framkvæmdar eru með aðstoð HLV og á sláandi hjarta. Hðfundar eru öll læknar. IntlCjanCjlir ’Hjarta- og lungna- skurödeild Landspítala, 2læknadeild Háskóla íslands. Fyrirspurnir: Tómas Guðbjartsson tomasgud@landspitali.is Greinin barst: 10. april 2012, samþykkt til birtingar 12. ágúst 2012. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Kransæðahjáveituaðgerðir hafa verið framkvæmdar á íslandi síðan 14. júní 1986 þegar hjarta- og lungnavél (HLV) var notuð í fyrsta sinn hér á landi. Síðan hafa rúmlega 5500 opnar hjartaaðgerðir verið framkvæmdar á Landspítala, og eru tveir þriðju þessara aðgerða kransæðahjáveituaðgerðir.1 Helsta ábending kransæðahjáveituagerðar er krans- æðasjúkdómur sem tekur til allra þriggja meginkrans- æða, sérstaklega ef um er að ræða vinstri höfuðstofns- þrengsli eða þrengsli ofarlega í framveggsgrein hjarta (LAD). Ávinningur af skurðaðgerð virðist vera einna mestur hjá þeim sjúklingum sem eru með útbreiddan kransæðasjúkdóm og eru jafnframt með sykursýki.2 Fylgikvillar eftir kransæðahjáveituaðgerð eru tíðir, enda aðgerðirnar umfangsmiklar.3 í flestum tilvikum er um minniháttar fylgikvilla að ræða, eins og gáttatif eða vægar skurðsýkingar, en alvarlegri fylgikvillar, eins og blæðingar sem krefjast enduraðgerðar og hjartadrep, koma einnig oft fyrir.4 Við hefðbundna kransæðahjáveituaðgerð er vinstri brjóstholsslagæð (LIMA) tengd við framveggsgrein hjartans (LAD) og bláæð frá ganglim (v. saphena magna) notuð til hjáveitu á aðrar kransæðar sem eru með mark- tæk þrengsli sem hefta blóðflæði um þær. Oftast er notast við hjarta- og lungnavél (HLV) þar sem hjartað er stöðvað í aðgerðinni með kaldri kalíumríkri lausn (cardioplegia). Kransæðahjáveituaðgerð er einnig hægt að framkvæma á sláandi hjarta (SH) (off pump coronary artery bypass, OPCAB). Er þá notast við sérhannaða gaffla sem minnka hreyfingar hjartans við þá kransæð sem unnið er við hverju sinni. Á Landspítala var byrjað að gera aðgerðir á SH upp úr 1999 samhliða aðgerðum þar sem notast var við HLV.1 Niðurstöður erlendra rannsókna á því hvor aðferðin sé betri eru misvísandi, en óumdeilt er að aðgerðir á SH eru tæknilega flóknari og taka lengri tíma.5'6 í fyrstu rannsóknum virtist tíðni alvarlegra fylgikvilla lægri eftir aðgerðir á SH. Þetta átti sérstaklega við um fylgikvilla sem raktir voru til notkunar HLV, eins og enduraðgerða vegna blæðinga og blóðþurrðar f heila.7 Síðan hefur fjöldi slembaðra rannsókna sýnt að árangur þessara aðgerða er sambæri- legur,811 eða jafnvel lakari.6 Á síðustu tveimur árum hafa birst í Læknablaðinu nokkrar rannsóknir á árangri opinna hjartaaðgerða á íslandi, til dæmis á áhrifum offitu á árangur kransæðahjáveituaðgerða12 og önnur þar sem litið var sérstaklega á árangur hjá öldruðum.13 Ekki var skoðaður sérstaklega árangur mismunandi tegunda hjáveituaðgerða í þessum rannsóknum og forspárþættir lifunar aðallega metnir út frá aldri, hæð og þyngd sjúklinganna. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur hjáveituaðgerða með aðstoð HLV annars vegar og á SH hins vegar, með aðaláherslu á fylgikvilla, dánartíðni innan 30 daga og langtímalifun. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn og náði til 720 sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Land- spítala frá 1. janúar 2002 til 31. desember 2006. Á mynd LÆKNAblaðið 2012/98 451

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.