Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2012, Side 13

Læknablaðið - 15.09.2012, Side 13
RANNSÓKN Tlmi (mánuðir) Mynd 2. Heildar- (a) og sjúkdómasértæk lifun (b) sjúklinga sem gengust undir kransæðahjdveituaögerö d tslandi 2002-2006. Lífshorfur eru sýndar samanfyrir sjúklinga sem gengust undir aögerð með HLV og SH. Einnig eru sýnd 95% 'óryggism'órk (brotnar Knur). Breytur voru skráðar í forritið Excel (Microsoft Corp, Redmond, WA) og það notað við lýsandi tölfræði. Allir tölfræðiútreikningar voru gerðir í R, útgáfu 2.5.10 (R foundation for Statistical Computing, Vín, Austurríki) og miðast marktæki við p gildi <0,05. Við samanburð hópa var notast við t-próf fyrir samfelldar breytur og Fischer Exact eða kí-kvaðrat próf fyrir hlutfallsbreytur. Þar sem dreifing aðgerðartíma og blæðingar eftir aðgerð var skekkt voru þessar brey tur bornar saman með Wilcoxon ranked sum-prófi sem ekki krefst normaldreifingar. Aðferð Kaplan-Meier var notuð til að áætla bæði heildarlifun (overall survival) og sjúkdómasértæka lifun (disease specific survival) og voru dánarorsakir skráðar samkvæmt dánarvottorðum. Forspárþættir skurðdauða voru metnir með lógistískri aðhvarfsgreiningu og forspárþættir langtímalifunar voru metnir með fjölbreytugreiningu Cox þar sem leiðrétt var fyrir bjagandi breytum á borð við aldur og EuroSCORE. Allar breytur í endanlega líkaninu stóðust kröfu um hlutfallsbil (proportionality). Áður en rannsóknin hófst fengust öll tilskilin leyfi frá Vísinda- og siðanefnd, Persónuvernd og frá framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala. Niðurstöður Alls voru gerðar 720 aðgerðir, 513 á HLV og 207 á SH og voru karlar 591 (82%) og konur 129 (18%). Á þeim 5 árum sem rannsóknin náði til voru að meðaltali gerðar 144 kransæðaaðgerðir á ári (bil 133-153) sem gefur nýgengi 49/100.000 á ári fyrir allt tímabilið. Tæpur þriðjungur (29%) aðgerðanna voru gerðar á SH, flestar árið 2004 (36%) en fæstar árið 2002 (24%) (tafla I). Tafla I sýnir samanburð á fjölda kransæðaaðgerða og kransæðavíkkana á rannsóknartímabilinu og hlutfall sjúklinga sem fengu stoðnet. Að meðaltali gengust 599 sjúklingar undir kransæðavíkkun árlega og fengu 86% þeirra að minnsta kosti eitt stoðnet í kransæðar. Ekki urðu marktækar breytingar í fjölda kransæðahjáveituaðgerða á tímabilinu né heldur fjölda kransæðavíkkana með eða án stoðnets (p>0,l). f töflu II sést samanburður á sjúklingum í SH- og HLV-hópi. Meðalaldur var sambærilegur í hópunum en karlar voru marktækt fleiri í HLV-hópi. Algengi áhættuþátta kransæðasjúkdóms, þar á meðal háþrýstings, sykursýki og blóðfituröskunar var sú sama í báðum hópum, sömuleiðis líkamsþyngdarstuðull, notkun Tafla II. Samanburður á sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala 2002-2006, bæði aðgerðir á sláandi hjarta (SH-hópur) og með hjarta- og lungnavél (HLV-hópur). Fjöldi (%) eða meðaltöl með staðalfráviki. Breyta Allir SH-hópur HLV- p-gildi sjúklingar hópur n = 720 n = 207 n = 513 Aldur, ár ± stfv. 66,4±9,3 66,4±9,2 66,4±9,3 0,95 Karlkyn 591 (82) 160(77) 431 (84) 0,04 Áhættuþættir kransæðasjúkdóms Háþrýstingur 443 (60) 130(61) 313(63) 0,73 Sykursýki 109 (15) 29 (14) 80 (16) 0,67 Blóöfituhækkun 421 (58) 120(58) 301 (58) 0,93 Saga um reykingar 174(24) 45 (22) 129(25) 0,37 Líkamsþyngdarstuðull (kg/m2) 28,0 28,2 ± 4,2 27,9 ±4,1 0,37 Lyf tekin <5 dögum fyrir aðgerð Hjartamagnýl 513(71) 150 (72) 363 (71) 0,71 Blóðfitulækkandi statín 529 (73) 148 (71) 381 (74) 0,50 Beta blokkerar 482 (67) 141 (68) 341 (66) 0,74 Priggja æða hjartasjúkdómur 628 (87) 176(85) 452 (88) 0,32 Þrengsli í vinstri höfuðstofni 152(21) 44 (21) 108(21) 0,97 Útfallsbrot hjarta <35% 59(8) 17(8) 42(8) 0,89 Lungnateppa (COPD) 55(8) 14(7) 41 (8) 0,70 NYHA flokkur III eða IV 499 (69) 160(77) 339 (66) 0,004 EuroSCORE (st.) 4,9±3,3 5,2 ± 3,5 4,8 ± 3,2 0,23 COPD = chronic obstructive pulmonary disease hjartalyfja fyrir aðgerð og EuroSCORE. Hins vegar voru marktækt fleiri sjúklingar í SH-hópi í NYHA-flokki III og IV. AIls var 23 aðgerðum á sláandi hjarta breytt í hefðbundna aðgerð með HLV, og voru algengustu ástæðurnar lágur blóð- þrýstingur þegar hjartanu var lyft (n=15), erfiðleikar við að komast að kransæðum á bakvegg hjartans (n=6) eða kransæðar staðsettar djúpt í hjartavöðva (n=2). í töflu III eru upplýsingar um aðgerðirnar og legutíma eftir aðgerð, auk blæðingarmagns í brjóstholskera. Bráðaaðgerðir voru LÆKNAblaðiö 2012/98 453

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.