Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2012, Page 15

Læknablaðið - 15.09.2012, Page 15
RANNSÓKN Tafla IV. Samanburðurá alvarlegum og minniháttar fylgikvillum hjá sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala 2002-2006, með aðstoð hjarta- og lungnavéldar eða á sláandi hjarta. Allir n = 720 SH-hópur n = 207 HLV- hópur n = 513 p-giidi Alvarlegir fylgikvillar 118(16) 33 (16) 85(17) 0,44 Heilablóðfall 16(2) 5(2) 11 (2) 0,79 Miðmætissýking/ bringubeinssýking 6(1) 1 (0,5) 5(1) 0,84 Nýrnaskaði þar sem þörf er á skilun 12(2) 3(1) 9(2) 0,97 Hjartadrep í eða eftir aðgerð 95 13) 23 (11) 72 (14) 0,35 Fjöllíffærabilun 23(3) 5(2) 18(4) 0,60 Bringubeinslos 19(3) 3(1) 16(3) 0,31 Minniháttar fylgikvillar 391 (54) 100(48) 291 (58) 0,05 Gáttatif/gáttaflökt 294 (41) 80 (39) 214(42) 0,50 Húðsýking (á fæti eða brjóstholsskurði) 65(9) 16(9) 49 (10) 0,53 Lungnabólga 45(6) 10(5) 35 (7) 0,41 Þvagfærasýking 27(4) 12(6) 15(3) 0,11 blæðingu í SH-hópi er ekki augljós. Svipuðum niðurstöðum hefur verið lýst áður, en flestar rannsóknir hafa þó sýnt minni blæðingu eftir aðgerðir á SH.11-23 í SH-hópi var hlutfall bráðaaðgerða (sjúk- lingar skornir upp innan 24 klst.) hærra en í HLV-hópi (5% á móti 2%) en þessir sjúklingar voru nær undantekningarlaust á blóðflöguletjandi eða blóðþynnandi meðferð. Hluti sjúklinga í HLV-hópi fékk aprótínín (Trasylol*) í aðgerð sem gæti hafa minnkað blæðingu í þeim hópi, enda þótt áhrif þess séu umdeild og lyfið hafi nú verið tekið af markaði. Hugsanleg skýring er að blóðþynning sjúklinga eftir aðgerðir á SH hafi verið of mikil, en á Landspítala fengu þessir sjúklingar auk acetýlsalicýlsýru (75 mg daglega, ævilangt), 500 ml dextran-lausn í æð (Rheomacrodex®) í þrjá daga eftir aðgerð, lágskammta léttheparín tvisvar á dag í viku og klópídógrel (Plavix®) (75mg x 1 daglega í mánuð eftir aðgerð). Til samanburðar var sjúklingum í HLV-hópi aðeins gefin acetýlsalicýlsýra og léttheparín en hvorki dextran-lausn né klópídógrel. Loks má nefna að hluti af þeim vökva sem tæmist í brjóstholskera eftir aðgerðir á SH er skolvökvi vegna blóðsparandi sogs (Cellsaver®). Þetta sog er alltaf notað í aðgerðum á SH hér á landi en hefur ekki verið notað í aðgerðum með HLV. Þessi skolvökvi er þó að hámarki 150 ml og þótt þetta magn sé dregið frá er samt næstum 150 ml munur á blæðingu í hópnum, sem er marktækur munur. Fjöldi hjartaaðgerða á íslandi hefur aukist jafnt og þétt frá því fyrsta aðgerðin var gerð fyrir rúmum aldarfjórðungi, og í dag hafa hátt í 6000 aðgerðir verið gerðar hér á landi. Fjöldi krans- æðahjáveituaðgerða hélst nokkuð jafn á rannsóknartímabilinu, eða í kringum 144 aðgerðir á ári (49/100.000 íbúa á ári). Líkt og á flestum hinna Norðurlandanna eru kransæðahjáveituaðgerðir í kringum þrír fjórðu hlutar opinna hjartaaðgerða1 en í Svíþjóð er hlutfallið aðeins lægra, eða um 63%. Árið 2006 voru gerðar 44 aðgerðir á hverja 100.000 íbúa í Svíþjóð en þar hefur aðgerðum fækkað síðast- liðin ár, úr 63 aðgerðum á 100.000 íbúa árið 2002.15 Er þessi þróun fyrst og fremst rakin til aukinnar tíðni kransæðavíkkana og ísetn- ingar kransæðastoðneta. Hvorki urðu marktækar breytingar á fjölda hjartaþræðinga né fjölda kransæðahjáveituaðgerða á íslandi á rannsóknartímabilinu. Aðgerðir á SH eru algengar á íslandi (29%) miðað við nágranna- löndin, til samanburðar voru þær aðeins 2,5% kransæðahjáveitu- aðgerða í Svíþjóð árið 2006.15 Hlutfall þessara aðgerða getur þó verið mjög breytilegt eftir stofnunum innan sama lands. í gagna- grunni brjóstholsskurðlækna f Bandarfkjunum (STS-database, The Society of Thoracic Surgeons) var hlutfallið aðeins 25,4% árið 2009 samanborið við 36,6% árið 2007.24 Samtals var 23 aðgerðanna (11%) á SH breytt yfir í hefðbundna aðgerð með HLV, oftast vegna blóðþrýstingsvandamála eða erfiðleika við að komast að kransæðum á undirvegg hjartans. Erlendis er þetta hlutfall oft á bilinu 5-15% enda þótt lægra hlutfalli (3,7% ) hafi verið lýst.10-25 í upphafi rannsóknartímabilsins, á árinu 2002, höfðu aðgerðir á SH verið framkvæmdar um þriggja ára skeið á Landspítala og þeir skurðlæknar sem framkvæmdu aðgerðirnar því komnir með töluverða reynslu í að framkvæma þær. Aðgerðir á SH þykja tæknilega flóknari og Iengri tíma tekur að ná tökum á þeim en hefðbundinni kransæðahjáveituaðgerð.6 Því kemur ekki á óvart að aðgerðir á SH taki lengri tíma, en í okkar rannsókn munaði 25 mínútum og er það í samræmi við stærri rannsóknir.6 Legutími á gjörgæslu var einn sólarhringur (miðgildi) og ekki munur á hópum. Hins vegar munaði einum sólarhring á heildarlegutíma, SH hópi í vil, sennilega vegna lægri tfðni minniháttar fylgikvilla. Sjúkrahúsdvöl er frekar löng á íslandi10, en erlendis eru sjúklingar oft sendir á sjúkrahótel eða á önnur sjúkrahús eftir útskrift. Engu að síður er ljóst að mikilvægt er að stytta legutíma eftir þessar aðgerðir, enda kostar meðallegudagur á Landspítala um 104.000 kr. (desember 2011). Sterkustu sjálfstæðu forspárþættir langti'malifunar voru aldur og EuroSCORE. Sjúkdómasértæk 5 ára lifun var yfir 92% fyrir báða hópa og er það í samræmi við lifun eftir þessar aðgerðir í nágrannalöndum okkar.15 Styrkur þessarar rannsóknar er að hún tekur til allra sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð hjá heilli þjóð á 5 ára tímabili. Aðeins 5 skurðlæknar framkvæmdu aðgerðirnar og nákvæmar upplýsingar fengust um afdrif allra sjúklinga sem voru fundnir með leit í tveimur aðskildum skrám. Helsti veikleiki rannsóknarinnar er að hún er afturskyggn og auk þess óslembuð. Hún er því ekki hönnuð til að svara því hvort aðgerðir á SH séu betri en aðgerðir með HLV. Til þess hefði þurft mun fleiri sjúkiinga sem æskilegt hefði verið að slemba í aðgerð með HLV og á SH. Þessi rannsókn bendir engu að síður til þess að árangur beggja aðgerða sé góður hér á landi, hvort sem litið er á snemmkomna fylgikvilla, skurðdauða eða langtímalifun. Þótt rannsóknin sé ekki slembuð gerðu tveir skurðlæknar flestar aðgerðanna á SH og hinir þrír með aðstoð HLV. Hóparnir voru býsna sambærilegir og fjöldi æðatenginga sá sami, eða 3,5 tengingar að meðaltali. í erlendum rannsóknum eru kransæðatengingar hins vegar yfirleitt færri hjá sjúklingum sem gangast undir aðgerð á SH, sem getur skekkt niðurstöður þeim aðgerðum í vil.10 Þessi rannsókn sýnir að dánartíðni eftir kransæðahjáveitu á íslandi er lág og tíðni flestra fylgikvilla sambærileg við erlendar rannsóknir. Þetta á bæði við um aðgerðir á sláandi hjarta og með aðstoð hjarta- og lungnavélar. LÆKNAblaöiö 2012/98 455

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.