Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 15
RANNSÓKN Tafla IV. Samanburðurá alvarlegum og minniháttar fylgikvillum hjá sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala 2002-2006, með aðstoð hjarta- og lungnavéldar eða á sláandi hjarta. Allir n = 720 SH-hópur n = 207 HLV- hópur n = 513 p-giidi Alvarlegir fylgikvillar 118(16) 33 (16) 85(17) 0,44 Heilablóðfall 16(2) 5(2) 11 (2) 0,79 Miðmætissýking/ bringubeinssýking 6(1) 1 (0,5) 5(1) 0,84 Nýrnaskaði þar sem þörf er á skilun 12(2) 3(1) 9(2) 0,97 Hjartadrep í eða eftir aðgerð 95 13) 23 (11) 72 (14) 0,35 Fjöllíffærabilun 23(3) 5(2) 18(4) 0,60 Bringubeinslos 19(3) 3(1) 16(3) 0,31 Minniháttar fylgikvillar 391 (54) 100(48) 291 (58) 0,05 Gáttatif/gáttaflökt 294 (41) 80 (39) 214(42) 0,50 Húðsýking (á fæti eða brjóstholsskurði) 65(9) 16(9) 49 (10) 0,53 Lungnabólga 45(6) 10(5) 35 (7) 0,41 Þvagfærasýking 27(4) 12(6) 15(3) 0,11 blæðingu í SH-hópi er ekki augljós. Svipuðum niðurstöðum hefur verið lýst áður, en flestar rannsóknir hafa þó sýnt minni blæðingu eftir aðgerðir á SH.11-23 í SH-hópi var hlutfall bráðaaðgerða (sjúk- lingar skornir upp innan 24 klst.) hærra en í HLV-hópi (5% á móti 2%) en þessir sjúklingar voru nær undantekningarlaust á blóðflöguletjandi eða blóðþynnandi meðferð. Hluti sjúklinga í HLV-hópi fékk aprótínín (Trasylol*) í aðgerð sem gæti hafa minnkað blæðingu í þeim hópi, enda þótt áhrif þess séu umdeild og lyfið hafi nú verið tekið af markaði. Hugsanleg skýring er að blóðþynning sjúklinga eftir aðgerðir á SH hafi verið of mikil, en á Landspítala fengu þessir sjúklingar auk acetýlsalicýlsýru (75 mg daglega, ævilangt), 500 ml dextran-lausn í æð (Rheomacrodex®) í þrjá daga eftir aðgerð, lágskammta léttheparín tvisvar á dag í viku og klópídógrel (Plavix®) (75mg x 1 daglega í mánuð eftir aðgerð). Til samanburðar var sjúklingum í HLV-hópi aðeins gefin acetýlsalicýlsýra og léttheparín en hvorki dextran-lausn né klópídógrel. Loks má nefna að hluti af þeim vökva sem tæmist í brjóstholskera eftir aðgerðir á SH er skolvökvi vegna blóðsparandi sogs (Cellsaver®). Þetta sog er alltaf notað í aðgerðum á SH hér á landi en hefur ekki verið notað í aðgerðum með HLV. Þessi skolvökvi er þó að hámarki 150 ml og þótt þetta magn sé dregið frá er samt næstum 150 ml munur á blæðingu í hópnum, sem er marktækur munur. Fjöldi hjartaaðgerða á íslandi hefur aukist jafnt og þétt frá því fyrsta aðgerðin var gerð fyrir rúmum aldarfjórðungi, og í dag hafa hátt í 6000 aðgerðir verið gerðar hér á landi. Fjöldi krans- æðahjáveituaðgerða hélst nokkuð jafn á rannsóknartímabilinu, eða í kringum 144 aðgerðir á ári (49/100.000 íbúa á ári). Líkt og á flestum hinna Norðurlandanna eru kransæðahjáveituaðgerðir í kringum þrír fjórðu hlutar opinna hjartaaðgerða1 en í Svíþjóð er hlutfallið aðeins lægra, eða um 63%. Árið 2006 voru gerðar 44 aðgerðir á hverja 100.000 íbúa í Svíþjóð en þar hefur aðgerðum fækkað síðast- liðin ár, úr 63 aðgerðum á 100.000 íbúa árið 2002.15 Er þessi þróun fyrst og fremst rakin til aukinnar tíðni kransæðavíkkana og ísetn- ingar kransæðastoðneta. Hvorki urðu marktækar breytingar á fjölda hjartaþræðinga né fjölda kransæðahjáveituaðgerða á íslandi á rannsóknartímabilinu. Aðgerðir á SH eru algengar á íslandi (29%) miðað við nágranna- löndin, til samanburðar voru þær aðeins 2,5% kransæðahjáveitu- aðgerða í Svíþjóð árið 2006.15 Hlutfall þessara aðgerða getur þó verið mjög breytilegt eftir stofnunum innan sama lands. í gagna- grunni brjóstholsskurðlækna f Bandarfkjunum (STS-database, The Society of Thoracic Surgeons) var hlutfallið aðeins 25,4% árið 2009 samanborið við 36,6% árið 2007.24 Samtals var 23 aðgerðanna (11%) á SH breytt yfir í hefðbundna aðgerð með HLV, oftast vegna blóðþrýstingsvandamála eða erfiðleika við að komast að kransæðum á undirvegg hjartans. Erlendis er þetta hlutfall oft á bilinu 5-15% enda þótt lægra hlutfalli (3,7% ) hafi verið lýst.10-25 í upphafi rannsóknartímabilsins, á árinu 2002, höfðu aðgerðir á SH verið framkvæmdar um þriggja ára skeið á Landspítala og þeir skurðlæknar sem framkvæmdu aðgerðirnar því komnir með töluverða reynslu í að framkvæma þær. Aðgerðir á SH þykja tæknilega flóknari og Iengri tíma tekur að ná tökum á þeim en hefðbundinni kransæðahjáveituaðgerð.6 Því kemur ekki á óvart að aðgerðir á SH taki lengri tíma, en í okkar rannsókn munaði 25 mínútum og er það í samræmi við stærri rannsóknir.6 Legutími á gjörgæslu var einn sólarhringur (miðgildi) og ekki munur á hópum. Hins vegar munaði einum sólarhring á heildarlegutíma, SH hópi í vil, sennilega vegna lægri tfðni minniháttar fylgikvilla. Sjúkrahúsdvöl er frekar löng á íslandi10, en erlendis eru sjúklingar oft sendir á sjúkrahótel eða á önnur sjúkrahús eftir útskrift. Engu að síður er ljóst að mikilvægt er að stytta legutíma eftir þessar aðgerðir, enda kostar meðallegudagur á Landspítala um 104.000 kr. (desember 2011). Sterkustu sjálfstæðu forspárþættir langti'malifunar voru aldur og EuroSCORE. Sjúkdómasértæk 5 ára lifun var yfir 92% fyrir báða hópa og er það í samræmi við lifun eftir þessar aðgerðir í nágrannalöndum okkar.15 Styrkur þessarar rannsóknar er að hún tekur til allra sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð hjá heilli þjóð á 5 ára tímabili. Aðeins 5 skurðlæknar framkvæmdu aðgerðirnar og nákvæmar upplýsingar fengust um afdrif allra sjúklinga sem voru fundnir með leit í tveimur aðskildum skrám. Helsti veikleiki rannsóknarinnar er að hún er afturskyggn og auk þess óslembuð. Hún er því ekki hönnuð til að svara því hvort aðgerðir á SH séu betri en aðgerðir með HLV. Til þess hefði þurft mun fleiri sjúkiinga sem æskilegt hefði verið að slemba í aðgerð með HLV og á SH. Þessi rannsókn bendir engu að síður til þess að árangur beggja aðgerða sé góður hér á landi, hvort sem litið er á snemmkomna fylgikvilla, skurðdauða eða langtímalifun. Þótt rannsóknin sé ekki slembuð gerðu tveir skurðlæknar flestar aðgerðanna á SH og hinir þrír með aðstoð HLV. Hóparnir voru býsna sambærilegir og fjöldi æðatenginga sá sami, eða 3,5 tengingar að meðaltali. í erlendum rannsóknum eru kransæðatengingar hins vegar yfirleitt færri hjá sjúklingum sem gangast undir aðgerð á SH, sem getur skekkt niðurstöður þeim aðgerðum í vil.10 Þessi rannsókn sýnir að dánartíðni eftir kransæðahjáveitu á íslandi er lág og tíðni flestra fylgikvilla sambærileg við erlendar rannsóknir. Þetta á bæði við um aðgerðir á sláandi hjarta og með aðstoð hjarta- og lungnavélar. LÆKNAblaöiö 2012/98 455
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.