Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2012, Qupperneq 19

Læknablaðið - 15.09.2012, Qupperneq 19
Tíðni og árangur tafarlausra brjóstaupp- bygginga á Landspítala 2008-2010 Katrín Jónsdóttir læknir1, Svanheiöur Lóa Rafnsdóttir læknir1, Þórdís Kjartansdóttir læknir1, Höskuldur Kristvinsson læknir1, Þorvaldur Jónsson iæknir1, Kristján Skúli Ásgeirsson læknir1 AGRIP Inngangur: Möguleikar íslenskra brjóstakrabbameinssjúklinga til að gangast undir tafarlausa brjóstauppbyggingu hafa aukist verulega á undanförnum árum, einkum frá lokum árs 2007. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tíðni og snemmkomna fylgikvilla tafarlausra brjóstauppbygginga á Landspítala á árunum 2008-2010 og bera niðurstöðurnar saman við einu birtu rannsókn á þessu efni sem nær til heillar þjóðar og er frá Bretlandi (NMBRA). Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn þýðisrannsókn á öllum konum sem gengust undirtafarlausa brjóstauppbyggingu á Landspítala á árunum 2008-2010. Niðurstöður: Heildarfjöldi brjóstnáma á tímabilinu var 319 en brjóstauppbyggingar voru 157 og af þeim voru 98 (62%) tafarlausar. Tafarlausar uppbyggingar voru því gerðar hjá 31% allra sem gengust undir brjóstnám en 55% hjá 50 ára og yngri. Til samanburðar var heildarhlutfallið 5% á árunum 2000-2005. Meðalaldur kvenna sem gengust undir tafarlausa uppbyggingu á rannsóknartímabilinu var 49 ár (29-69). Tafarlausar vöðvaflipauppbyggingar voru 25 (26%) en aðrar uppbyggingar voru gerðar með ígræði. Fylgikvillar í legu í kjölfar aðgerðar urðu eftir 12 (12%) tafarlausar uppbyggingar, þar af þurftu 5 sjúklingar enduraðgerð (þrír vegna blæðinga, einn vegna húðdreps og annar vegna yfirvofandi vöðvaflipadreps). Þörf var á endurinnlögn eftir útskrift í 14 (14%) tilfellum. Eftir útskrift urðu vægir fylgikvillar sem ekki kröfðust endurinnlagnar í 37 (38%) tilfellum. Almennt voru fylgikvillar sambærilegir og f NMBRA en flipauppbyggingar voru mun algengari í þeirri rannsókn (63% á móti 26%). Ályktun: Veruleg aukning hefur orðið á tafarlausum brjóstauppbyggingum á Landspítala (frá 5% í 31 %). Almennt eru þessar aðgerðir áhættulitlar og tíðni fylgikvilla svipuð og í NMBRA. Inngangur ’Skurðlækningadeild Landspítala. Fyrirspurnir: Kristján Skúli Ásgeirsson krískuli@landspitali. is Greinin barst: 11. janúar 2012, samþykkt til birtingar: 28. júní 2012. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein kvenna og meðalaldur við greiningu á íslandi er 61 ár.1 Aldurs- staðlað nýgengi brjóstakrabbameins hefur farið hækk- andi og er nú um 90/100.000 á íslandi en aldursstöðluð dánartíðni er um 18/100.000.1-2 Árið 2010 greindust um það bil 230 brjóstakrabbameinstilfelli hér á Iandi (þar með talið setkrabbamein) og hafa horfurnar batnað talsvert á síðustu tveimur áratugum, bæði hérlendis og í nágrannalöndum okkar. Þannig hefur dánar- tíðnin á íslandi lækkað um 23% þrátt fyrir um 14% hækkun á nýgengi. Horfurnar hér á landi eru betri en í flestum viðmiðunarlöndum okkar og ætla má að um 80% íslenskra kvenna læknist eftir greiningu sjúkdómsins.1-2-3 Af þessum ástæðum er í vaxandi mæli farið að rannsaka aðra þætti en lífshorfur. Rannsóknum á áhrifum meðferðar á lífsgæði hefur fjölgað og hafa margar þeirra sýnt að brjóstauppbyggingar geti haft jákvæð áhrif á lífsgæði, líkamsmynd og andlega heilsu.4-5-6 Brjóstauppbyggingu er hægt að gera í sömu aðgerð og brjóstnámið og er þá kölluð tafarlaus, en í síðbúinni brjóstauppbyggingu er þetta gert í aðskildum aðgerð- um. Tafarlausa brjóstauppbyggingu er hægt að gera með nokkrum aðferðum. Hægt er að setja ígræði beint undir brjóstvöðva þegar möguleiki er á húðsparandi brjóstnámi, annars er notaður vefjaþenjari fyrst sem síðan er skipt út fyrir ígræði með annarri aðgerð. Einnig er að hægt að gera brjóstauppbyggingu með eigin vef, einna helst með fitu, vöðva og húð af neðri hluta kviðar (TRAM/DIEP) og hins vegar með notkun bakfellsvöðva (latissimus dorsi) ásamt fitu og húð ofan á honum/ Víða í nágrannalöndum okkar hefur tíðni tafarlausra brjóstauppbygginga aukist, en ástæðan fyrir því er meðal annars sú að rannsóknir sýna að þær eru almennt áhættulitlar, seinka ekki eftirmeðferð og hafa ekki áhrif á endurkomutíðni sjúkdómsins.8-11 Ennfremur sækjast konur í vaxandi mæli eftir þessum aðgerðum frekar en síðbúnum brjóstauppbyggingum.12 Með nýlegri ráðningu sérhæfðra brjóstaskurðlækna á Landspítala hafa möguleikar íslenskra brjóstakrabba- meinsssjúklinga til að gangast undir tafarlausa brjósta- uppbyggingu aukist verulega, einkum frá árinu 2008. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna fjölda og árangur tafarlausra brjóstauppbygginga á Landspítala á árunum 2008 til 2010 og bera saman við bresku rann- sóknina NMBRA (National Mastectomy and Breast Reconstruction Audit), en þetta er eina lýðgrundaða framsýna rannsóknin á sambærilegum sjúklingahópi. Efniviður og aðferðir Rannsóknin er afturskyggn þýðisrannsókn á öllum konum sem gengust undir tafarlausa brjóstauppbygg- ingu á Landspítala á árunum 2008-2010. LÆKNAblaðið 2012/98 459
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.