Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2012, Síða 20

Læknablaðið - 15.09.2012, Síða 20
RANNSÓKN Leitað var að aðgerðanúmerum fyrir tafarlausa brjóstaupp- byggingu í sjúklingabókhaldi Landspítala (HASCIO, HASC15, HASC20 eða HASC25 ásamt HASEOO, HASEIO eða ZTXS50). Heildarfjöldi brjóstnámsaðgerða og brjóstauppbygginga á tíma- bilinu var kannaður. Eftirtaldar breytur voru skoðaðar: aldur, tímalengd aðgerðar, hvers konar uppbygging var gerð, hvort gerð var útlitsaðgerð á hinu brjóstinu líka, meinafræði krabbameinsins, fjöldi legudaga, og fylgikvillar og uppákomur í sjúkrahúslegu og eftir útskrift (húðsýkingar, þörf á sýklalyfjum í æð eða blóðgjöf, ígræðissýkingar, húðdrep, fitudrep, flipadrep, geirvörtudrep, blóðsegar og sermigúll). Vegna huglægs mats á því hvenær þarf að stinga á sermigúl og hvenær ekki, var ákveðið að telja það ekki til fylgikvilla enda er það í samræmi við úrvinnslu í sambærilegum rannsóknum. Breytur voru færðar inn í Windows Excel 2011 og tölfræðilegir útreikningar voru gerðir með hugbúnaðinum STATA 11.0 fyrir Windows (Stata Corporation, College Station, Texas). Notast var við kí-kvaðratpróf við útreikninga á tölfræðilegu marktæki og p-gildi<0,05 talið marktækt. Við flokkun á fylgikvillum eftir aðgerð var notast við flokkun úr einu lýðgrunduðu framsýnu rannsókninni sem gerð hefur verið á sambærilegum sjúklingahópi, National Mastectomy and Breast Reconstruction Audit in England (NMBRA)1213 og niðurstöðurnar bornar saman. Upplýsingar um tíðni tafarlausra uppbygginga eftir brjóstnám á árunum fyrir 2008-2010 voru einnig fengnar úr sjúklingabókhaldi Landspítala eftir sömu aðgerðanúmerum og nefnd eru að ofan en fylgikvillar voru ekki skoðaðir fyrir 2008. Viðeigandi leyfi fengust frá Persónuvernd og Siðanefnd Land- spítala (númer leyfis 10/2011) áður en rannsókn hófst. Niðurstöður Heildarfjöldi brjóstnáma á tímabilinu var 319 en brjóstaupp- byggingar voru 157. Af þeim voru 98 (62%) tafarlausar. Á rann- sóknartímanum voru því gerðar tafarlausar uppbyggingar í 31% brottnáma, en á árunum 2000-2005 var hlutfallið 5%. Hjá konum 50 ára og yngri var hlutfallið 55%, en í þessum hópi voru 56 tafar- lausar uppbyggingar gerðar í 101 brjóstnámi. Meðalaldur allra kvenna sem gengust undir tafarlausa brjóstauppbyggingu var 49 ár (29-69), 50 ár (31-69) með vöðvaflipa og 49 ár (29-68) með ígræði. Sex konur voru 65 ára eða eldri (65-69) en 34 konur 55 ára eða eldri en meðalaldurinn var 61 ár (31-91) hjá þeim gengust undir brottnám án uppbyggingar. Á mynd 1 má sjá samanburð á fjölda tafarlausra og síðbú- inna uppbygginga á Landspítala á árunum 1999-2010. Á rann- sóknartímabilinu voru tafarlausar uppbyggingar nánast tvöfalt algengari en síðbúnar, en á árunum á undan var þessu öfugt farið. Ástæða tafarlausrar brjóstauppbyggingar var í 81 tilfelli brjóst- nám vegna brjóstakrabbameins og í 17 tilfellum vegna brjóstnáms í fyrirbyggjandi eða áhættuminnkandi skyni (BÍFÁS), annaðhvort vegna greindra erfðagalla (stökkbreyting í BRCAl eða BRCA2 geni) eða að ósk sjúklings. Sautján BÍFÁS-aðgerðir voru gerðar á 13 konum og af þeim voru níu BRCA2 arfberar. Aðeins tvær konur fóru í BfFÁS-aðgerð án þess að hafa greinst áður með krabbamein. Hinar fóru í slíka aðgerð eftir að hafa greinst með krabbamein í hinu brjóstinu. Mynd 1. Þróun á tiöni tafarlausra og síöbúinna brjóstauppbygginga á Landspítala á árunum 1999-2010. Tafla I. Aðgerðategundir, meðalaðgerðartími í minútum og meðallegutimi í dögum. (‘Samanlagður aðgerðartími beggja aðgerða.) Fjöldi (%) Aðgerðartími, mín. (range) Legutími, dagar (range) ígræði 73 (74) - 5,6 (3-13) - Vefjaþenjari, svo igræði 51 300 (185-501)* - - Igræði beint 22 187 (137-257) - Latissimus Dorsi vöðvaflipi (LD-flipi) 25 (26) 432 (371-534) 5,8 (4-8) - LD-flipi 21 435 (371-534) - - LD-flipi með ígræði 4 (413(401-425) - Tafarlaus uppbygging með ígræði var gerð í 73 (74%) tilfellum en tafarlausar vöðvaflipauppbyggingar voru 25 (26%) (tafla I). Meðalaðgerðartími var lengri við vöðvaflipauppbyggingar en við uppbyggingu með ígræði. Stystur var hann þegar hægt var að setja ígræði beint, eða rúmlega þrjár klukkustundir, lengri þegar fyrst þurfti að setja vefjaþenjara og skipta honum síðar út fyrir ígræði, eða um 5 klukkustundir samanlagt fyrir báðar aðgerðir og lengstur við vöðvaflipauppbyggingar, eða rúmlega 7 klukkustundir (tafla I). Legutími var að meðaltali tæplega 6 dagar við bæði vöðva- flipaaðgerðir og ígræðisaðgerðir (tafla I). Fylgikvillum var skipt í þrjá flokka; fylgikvillar í Iegu, endur- innlagnir vegna fylgikvilla og vægir fylgikvillar eftir útskrift sem ekki kröfðust endurinnlagnar. Fylgikvillar í legu urðu eftir 12 (12%) tafarlausar uppbyggingar og þurftu 5 (5%) sjúklingar enduraðgerð, 5 þurftu blóðgjöf, einn fékk alvarlega sýkingu og einn fékk fullþykktarbruna eftir hita- poka. Enginn sjúklingur fékk vöðvaflipadrep (tafla II). Endurinnlögn eftir útskrift varð í 14 (14%) tilfellum. Þar af var gerð enduraðgerð hjá 10 sjúklingum. Þrír sjúklingar voru lagðir inn til sýklalyfjagjafar í æð og einn til blóðgjafar (tafla II). Af þeim sem fengu fylgikvilla í legu var bara ein sem þurfti einnig endurinnlögn vegna fylgikvilla. Sú kona fékk húðsýkingu í legunni og þurfti síðar enduraðgerð vegna fullþykktarhúðdreps. Þannig að af 98 konum fengu 25 (26%) fylgikvilla í legu og/eða eftir útskrift sem kröfðust endurinnlagnar. Eftir útskrift komu fram vægir fylgikvillar sem ekki kölluðu á endurinnlögn í 37 (38%) tilfellum. Grunur um húðsýkingu var hjá 18 sjúklingum og voru þeim gefin sýklalyf um munn, 11 voru 460 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.