Læknablaðið - 15.09.2012, Side 25
RANNSÓKN
Notagildi ígræddra taktnema
við mat á óútskýrðu yfirliði
og hjartsláttaróþægindum
Ingibjörg Kristjánsdóttir læknir, Guörún Reimarsdóttir lífeindafræðingur, Davíö O. Arnar læknir
ÁGRIP
Tilgangur: Yfirlið eru algeng og getur reynst erfitt að greina orsök þeirra.
Markmið rannsóknarinnar var að kanna frumárangur af notkun ígræddra
taktnema við mat á orsökum óútskýrðra yfirliða og hjartsláttarþæginda.
Efniviður/aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til 18 sjúklinga
sem fengið hafa ígræddan taktnema hérlendis. Af þessum 18 eru 5 enn
með tækið ígrætt og ekki komin endanleg niðurstaða af vöktun hjartatakts
hjá þeim. Þessir sjúklingar höfðu farið í gegnum ítarlegar rannsóknir án
þess að skýring hefði fundist og var því um valinn hóp einstaklinga að
ræða.
Niðurstöður: Af þeim 13 sjúklingum þar sem vöktun hjartatakts var
lokið var meðalaldur 65±20 ára. í öllum tilfellum nema einu var taktnemi
hafður inni þar til skýring á einkennum var fundin eða rafhlaða kláraðist,
meðaltími í sjúklingi var 20±13 mánuðir. Óútskýrt yfirlið var algengasta
ábendingin, eða hjá 11 sjúklingum, en hjá hinum tveimur vartækið sett
inn vegna óútskýrðra hjartsláttaróþæginda. Hjá fjórum fannst merki
um sjúkan sinushnút, hjá þremur ofansleglahraðtaktur og í einu tilfelli
sleglahraðtaktur. Hjá þremur sjúklingum var hægt að útiloka truflun á
hjartatakti sem orsök einkenna þar sem reglulegur sinustaktur sást
samfara dæmigerðum einkennum. Tveir sjúklingar fengu engin einkenni á
meðan þeir voru með taktnemann. Af þeim 5 sjúklingum sem eru enn með
taktnemann inni og vöktun enn í gangi var ábendingin yfirlið hjá þremur
en hjá tveimur er tækið notað til að fylgjast með árangri meðferðar á
hjartsláttartruflunum.
Ályktanir: Þessar frumniðurstöður sýna fram á skýran ávinning af
notkun ígrædds taktnema við rannsóknir á óútskýrðum yfirliðum og
hjartsláttaróþægindum.
Inngangur
Lyflækningasviði
Landspítala Hringbraut.
Fyrirspurnir:
Davíð O. Arnar
davidar@landspitali.is
Greinin barst:
1. janúar 2012, samþykkt
til birtingar 7. ágúst 2012.
Engin hagsmunatengsl
gefin upp.
Yfirlið er nokkuð algengt einkenni og lætur nærri að
um 1% koma á bráðamóttökur séu vegna þessa vanda-
máls.1,2 Oft eru orsakir yfirliða ekki af alvarlegum toga
en stöku sinnum geta þær þó verið lífshættulegar, sér
í lagi ef vandamálið tengist undirliggjandi hjartasjúk-
dómi.3'4 Undir slíkum kringumstæðum geta hættulegar
hjartsláttartruflanir verið orsakavaldur yfirliðs. Það
getur hins vegar verið erfitt að greina þessar hjart-
sláttartruflanir. Langur tími getur liðið á milli einkenna
og hjartataktur er í mörgum tilfellum algerlega eðli-
legur inni á milli. Greining á meinalífeðlisfræði yfirliða
getur þar af leiðandi verið vandasöm og talið er að í
allt að fimmtungi tilfella sé orsökin óútskýrð þrátt fyrir
ítarlegar rannsóknir.56
Ef grunur er um hjartsláttartruflun sem orsök
yfirliðs er ábending fyrir frekari rannsóknum. Þá er
gjarnan byrjað á nánari athugun á hjartatakti með 24
klukkustunda Holter-sírita. Slíka rannsókn er auðvelt
að framkvæma og aðgengi að þeim gott. Næsta skref,
ef 24 klukkustunda Holter gefur ekki niðurstöðu, er
oft svokallaður 14 daga hjartsláttarsíriti (event recorder).
Slíkar rannsóknir skila þó takmörkuðum árangri ef
mjög langt er á milli einkenna.
ígræddur taktnemi (implantable loop recorder) er
athyglisverð og tiltölulega nýleg rannsóknaraðferð
til vöktunar á hjartatakti.7 Taktneminn er á stærð við
USB-minniskubb (mynd 1) og er komið fyrir undir
húð miðlægt framan á bringu með einfaldri aðgerð.
Tækið vaktar hjartsláttinn stöðugt og geymir frávik frá
eðlilegum hjartatakti í minni. Skilmerki um þau frávik
Mynd 1. ígræddur taktnemi er rf stærð við USB-minniskubb.
sem geyma á eru forritað í tækið í hverju tilfelli fyrir
sig. Hverju fráviki fylgir einnar leiðslu hjartalínurit sem
unnt er að skoða á skjá og prenta út. Mögulegt er að
sækja þessar upplýsingar hvenær sem er með sérstökum
tölvubúnaði (implantable electronic device programmer),
líkt og gert er þegar fylgst er með gangráðum og
bjargráðum. Þessi tækni er því mikilvæg viðbót við
rannsóknir hjá einstaklingum með óútskýrð yfirlið og
hjartsláttaróþægindi.
ígræddir taktnemar hafa verið í notkun hérlendis
um nokkurra ára skeið. Markmið þessarar samantektar
var að kanna ábendingar og frumávinning af notkun
þeirra á Landspítala.
LÆKNAblaðið 2012/98 465