Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 37
Ú R PENNA STJÓRNARMANNA LÍ Þríliða úr stjórnarpenna Valgerður Árný Rúnarsdóttir Höfundur er lyflæknir á Vogi. valgerdurrfisaa. is Rauöur þráður Að lokinni stórri og yfirgripsmikilli ráðstefnu fyrir lækna í lyflæknisfræði sem ég sat á liðnum vetri, þóttist ég finna fyrir rauðum þræði, sem sat f mér. Þar voru tíundaðir hinir ýmsu algengu sjúkdómar sem læknar fást við, meðhöndlun þeirra og nýjungar í meðferðum, lyf og aðgerðir. Það átti þó við í öllum algengustu sjúkdómunum að fyrsta inngrip og meðferð, það sem mestan árangur átti að hafa, voru svokallaðar lífs- stílsbreytingar. Þetta var rauði þráðurinn, sem hljómaði eins og eitthvað sem allir vita og kunna og kenna. Þar var helst átt við mataræði, hreyfingu/þjálfun af ýmsum toga og tóbaksreykingar. Síðan var það ekki nefnt frekar. Tímanum var síðan varið í nánar lýsingar á lyfjasamsetningum við háum blóðþrýstingi og kólesteróli, gigtsjúkdómum, geðsjúkdómum og lungnasjúkdómum, skurðaðgerðir og lyf við offitu, flóknar meðferðir við afleiðingum nýrnabilunar, til dæmis vegna sykursýki, meðal annars vegna offitu. Okkar flókna læknisfræði í hnotskurn með ótal nýjungum og sérfræðiþekkingu. Það er gott og gilt, spennandi og nauðsynlegt. Ég sat eftir nokkuð hugsi um hvernig ég gæti átt þátt x því að auka það sem langmest áhrif hefur, það er að breyta hegðun, til að draga úr sjúkdómum og afleiðingum þeirra. Hvert stefnir starf læknis, er okkar ábyrgð að hafa áhrif á það? Mér varð hugsað til möguleika okkar læknanna; til að hafa mikil áhrif, til að auka meðferðarheldni, til að breyta hegðun, til að hafa áhrif á skipulag og þjóðfélagsviðmið, til að vera leiðandi með öðrum í teymisvinnu, stýra, leiðbeina, meta árangur og aðlaga. Við erum flest vön að snerta þennan rauða þráð, í okkar viðtölum, maður á mann, en gætum haft meiri áhrif í hópi og teymi. Margir læknar vinna þó við slíkt en kannski ekki nógu margir. Mikil vakning er í landinu til breytinga eins og að auka hreyfingu og bæta mataræði. Margir vinna ötullega að því, fagfólk og áhugamenn. Á sama tíma verður þó vart við margs konar öfgar og hagsmuni, einnig ber á upplýsingaskorti eða misskilningi. Ég veit ekki hvaðan leiðandi afl ætti að koma, frá heilbrigðisráðuneytinu eða einstökum heilbrigðisstofnunum eða þjónustukerfum. En þekking og reynsla læknisfræðinnar má ekki missa sín í þessu verkefni. Skammtímalausnir duga ekki hér, Iangtímamarkmið eru aðkallandi. Samfélagsmiðlar og læknar Tækninni fleygir fram, samskipti manna á milli eru örari og víðtækari en nokkru sinni. Margt er til umhugsunar fyrir okkur lækna í því samhengi. Nú stendur til málþing um efnið og það er af nógu að taka. Ótal skemmtilegar og spennandi hliðar eru á þessu umræðuefni og mikilvægt að umræða eigi sér stað. Samfélagsmiðla má nota til ýmissa hluta, til upplýsingar, fræðslu, samskipta, sem hluta af lækningu, til sjálfseftirfylgni, í hópefli, sem sagt í okkar faglega starfi og samskiptum læknis og sjúklings. Einnig notum við þá í starfi í samskiptum okkar lækna, beint og óbeint, maður á mann og á heild. Síðan eru samfélagsmiðlarnir sem við nýtum okkur sem einstaklingar í persónulegu lífi eins og hver annar en sá vettvangur getur boðið hættunni heim eins og dæmin sanna. Þar geta óvarleg orð eignast sjálfstætt líf og borist víða á augabragði. Margar spurningar kvikna í þessu samhengi. Hvar eru mörk faglegrar vinnu og persónulegs lífs? Hvernig högum við okkur gagnvart sjúklingum sem við hittum í búðinni eða frænkuboði eða á „facebook"? Gilda ekki sömu lögmálin, kurteisi og siðleg hegðun læknis almennt og síðan fagleg samskipti við sjúkling í faglegu umhverfi (sem er varla í búðinni, í frænkuboði eða á netmiðlum). Símtal í dag getur líka verið skoðun að hluta. Síminn getur verið friðarspillir í frítíma læknis. Umgengnisreglurnar fæðast jafnóðum. Það er áreiðanlega ekki ástæða til að óttast en afar mikilvægt að ræða þessi grunngildi og okkar ábyrgð og hegðun í nýju umhverfi. Nýta miðlana sem best í þágu okkar og sjúklinganna. Umræður og umhugsun eru til góðs. Læknar i félagsstörfum lækna Ég hef hugsað mér til hreyfings og hætti í stjórn LÍ á næsta aðalfundi. Ég hef fengið innsýn í margt sem snýr að Iæknum og einnig yfirsýn yfir ýmislegt sem þeim tengist. Læknar sem hópur eru gríðarólíkir, með ólíka hagsmuni og margvísleg sjónar- horn. Að sama skapi er margt sem læknar virðast vilja standa saman um, hugsjónir og framtíðarsýn, almannaheill og heilsu þjóðar, menntun og fagmennsku stéttarinnar. Ég er hrifin af því hve margir eru tilbúnir að leggja hönd á plóg innan okkar ágæta félags. Það eru ófáar vinnustundir sem fjöldi lækna leggur að mörkum, leynt og ljóst, án endurgjalds og aðeins í þágu félagsins og okkar hinna. Skrifstofan okkar er rekin af frábæru starfsfólki, nokkrar stöður lækna innan félagsins eru launaðar að hluta, en langflestir sem leggja hönd á plóg gera það af félagsáhuga og samviskusemi. Læknar virðast ekki telja það eftir sér að leggja vinnustundir í þágu okkar hóps þegar eftir því er leitað, hvort sem það er í stjórnum og nefndum ýmsum, eða ráðum, umsögnum eða álitum. Það er hvetjandi og eykur samtakamáttinn að finna fyrir því. Mig langar líka að Iýsa ánægju minni með það hve mikill áhugi hefur verið á stjórnarstarfi innan félagsins. Kjósa hefur þurft til formanna LÍ og LR og einnig til annarra sæta innan stjórnar. Það er gott og skemmtilegt, enda margir sem hafa áhuga og eiga erindi inn í okkar félagsstarf. Þannig á það að vera. Stjórn LÍ Þorbjörn Jónsson, formaður Valgerður Á. Rúnarsdóttir, varaformaður Magnús Baldvinsson, gjaldkeri Anna K. Jóhannsdóttir, ritari Árdís BjörkÁrmannsdóttir Orri Þór Ormarsson Salome Ásta Arnardóttir Steinn Jónsson Þórey Steinarsdóttir I pistlunum Úrpenna stjórnarmanna U birta þeir sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. LÆKNAblaðið 2012/98 477
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.