Læknablaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 38
UMFJÖLLUN O G GREINAR
Fróðleikur um krabbamein
fyrir fagstéttir og almenning
■ ■ ■ Anna Björnsson
Krabbamein á íslandi er vönduð bók
um alvarlegt efni og til þess fallin að
opna aðgang margra að mikilvægum
upplýsingum. Utgefandi er Krabba-
meinsfélag Islands og í bókinni er
að finna upplýsingar um krabba-
mein og umfjöllun sem byggjast á
þeim upplýsingum sem fyrir Iiggja
hjá Krabbameinsskránni frá árunum
1955-2010. Jón Gunnlaugur Jónasson
yfirlæknir og Laufey Tryggvadóttir
framkvæmdastjóri Krabbameins-
skrárinnar eru höfundar bókarinnar
en þriðja útgáfa hennar leit dagsins
Ijós á vordögum 2012. Af því tilefni tók
Læknablaðið þau Jón og Laufeyju tali.
í hendur heilbrigðisstétta
Fyrsta útgáfa bókarinnar kom út árið
2004 og var hún hugsuð sem uppflettibók
fyrir almenning og fagfólk. Bókin var
aftur gefin út árið 2008 og nú hefur
þriðja útgáfan litið dagsins ljós, verulega
endurbætt. í hverri útgáfu hafa komið
fram nýjungar. Frá árinu 2008 hefur
bókin verið aðgengileg á pdf-formi á
netinu (krabbameinsskra.is). Sú útgáfa
kemur þó ekki í staðinn fyrir prentútgáfu
að mati höfunda og notenda. „Bók í
prentaðri útgáfu er heimild sem ekki
breytist en það sem birtist á netinu getur
tekið breytingum eins oft og þurfa þykir.
Prentútgáfan hentar vel fyrir nemendur
sem nýta bókina sem heimild sem hægt
er að vitna í og við höfum lagt áherslu
á að bókin sé notuð í læknanámi og
í framhaldsskólum. Allir þriðja árs
læknanemar fá bókina að gjöf en þá Iæra
þeir meinafræði. Við höfum einnig gefið
fleiri heilbrigðisstéttum eintök af bókinni
og dreift henni á bókasöfn. Mikilvægt
er að prentútgáfan af bókinni sé ekki
sérlega dýr, prentun 600 eintaka kostaði
1,3 milljónir króna með góðu tilboði
frá prentsmiðjunni, en við færum þeim
bókina alveg tilbúna til prentunar," segja
þau Jón og Laufey. Krabbameinsskráin
býr svo vel að þar starfar Þorgils
Völundarson kerfisfræðingur sem bæði
hefur hannað allt útlit bókarinnar og
búið til prentunar af mikilli fagmennsku
og smekkvísi. Hann hefur einnig séð
um pdf-netútgáfuna. „Við höfum fengið
styrki til útgáfunnar og farið mjög vel með
fé. Við fengum rúmlega milljón í styrki
vegna þessarar útgáfu, meðal annars frá
velferðarráðuneytinu, enda er nauðsynlegt
fyrir stjórnvöld að hafa tiltækar nákvæmar
upplýsingar um krabbamein í landinu. Við
sjáum fyrir okkur nýja og endurskoðaða
útgáfu á um það bil fjögurra ára fresti. Á
Norðurlöndunum hefur sumstaðar verið
farin svipuð leið til að koma fróðleik úr
krabbameinsskrám á framfæri."
Gamall draumur að rætast
En hver skyldi hafa verið kveikjan að því
að bókin var skrifuð í upphafi? „Með
útgáfu bókarinnar var gamall draumur
okkar á Krabbameinsskránni að rætast.
Mikið af upplýsingum hefur safnast hjá
okkur á löngum tíma, upplýsingum sem
gagnast geta með ýmsum hætti, meðal
annars stjórnvöldum við áætlanagerð.
Það hefur hins vegar verið misjafnt
hversu aðgengilegt það efni hefur verið
fyrir lækna og aðrar heilbrigðisstéttir
og almenning. Það er ekki sjálfgefið
að fólk viti af rannsóknum sem gerðar
hafa verið og upplýsingum sem hér
liggja. Sumt hafði birst í ársskýrslum
og norrænum samantektum, en það
er ekki endilega þar sem fólki dettur
fyrst í hug að leita. Svo þegar leið að
50 ára afmæli Krabbameinsskrárinnar
fannst okkur komið mjög gott tilefni
til að gefa út bók. Við fengum í
upphafi styrk og mikla hvatningu frá
heilbrigðisráðuneytinu en þá var Jón
Kristjánsson heilbrigðisráðherra, en fleiri
lögðu okkur lið. Krabbameinsfélagið
styrkti útgáfuna vel og aðrir aðilar lögðu
sitt af mörkum. Við ætluðum bókinni í
fyrstu að standa undir sér með því að
birta merki frá styrktaraðilum og selja
síðan bókina í búðum á góðu verði en
það fara ekki margir í bókabúð að kaupa
sér bók um krabbamein. Bókinni var
dreift til krabbameinslækna, ýmissa
annarra heilbrigðisstarfsmanna, á
stærstu bókasöfnin og til heilbrigðis- og
menntastofnana. Það mæltist vel fyrir
og við fundum að bókin hafði mikinn
hljómgrunn meðal þeirra sem fengu hana
í hendur," sögðu þau Jón og Laufey.
Bókin er einstaklega aðgengilega
fram sett. Krabbameinum eru gerð skil á
478 LÆKNAblaðið 2012/98