Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2012, Síða 39

Læknablaðið - 15.09.2012, Síða 39
UMFJÖLLUN O G GREINAR skýran hátt. Fyrst er almennur inngangur og svo ein opna tekin undir hverja gerð krabbameina. Faraldsfræði krabbameina, sem Krabbameinsskráin býr yfir miklum upplýsingum um, eru gerð skil í ítarlegum kafla um faraldsfræði lungna- og brjóstakrabbameina. Stuðlar að auknum samskiptum fagaðila Eftir reynsluna af fyrstu útgáfunni kviknaði áhugi á að gera hana að föstum lið í starfsemi Krabbameinsskrárinnar. „Einn tilgangur Krabbameinsfélagsins er að veita upplýsingar um krabbamein en vilji okkar stendur til að auka tengsl Krabbameinsskrárinnar við starfsfólk spítalanna. Skráin er háð því að fá í hendur áreiðanlegar og nákvæmar upp- lýsingar frá læknum og öðru heilbrigðis- starfsfólki á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstarfsstöðvum. Þetta hefur gengið mjög vel hingað til og erum við afar þakklát fyrir þann mikla velvilja sem við finnum fyrir. Sérstaklega hefur reynst mikilvægt í starfseminni náin samvinna við meinafræðideildir landsins, einkum rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði á Landspítala. Við veitum upplýsingar þegar um þær er beðið og störfum með þeim læknum sem leita til okkar vegna rannsókna eða annarra viðfangsefna. Tengsl við lækna sem hafa með krabbameinssjúklinga að gera hafa með útkomu bókarinnar orðið nánari. Gerð bókarinnar eykur samskiptin og sem dæmi má taka lásu hátt í 50 læknar yfir texta í nýjustu útgáfu bókarinnar og gerðu það mjög greiðlega. Þannig hefur útgáfa bókarinnar beint og óbeint stuðlað að auknum samskiptum við fagaðila. Fjöldi innlendra og erlendra vísindamanna hafa nýtt þær upplýsingar sem tiltækar eru hjá Krabbameinsskránni. Þessar upplýsingar eru gífurlega mikilvægar, bæði fyrir þær vísindarannsóknir sem þær nú þegar tengjast og sem innlegg í frekari rannsóknir." Áhugi á kliniskum gögnum „Krabbameinsskráin býr yfir 50 ára reynslu við að safna gögnum, meðhöndla þau og við viljum að sem flestir njóti góðs af. Upplýsingar um klínískar rannsóknir og meðferð eru sérstakt áherslumál okkar. Það er vaxandi áhugi hjá klfnísku læknunum að skrá meira af upplýsingum og er snjallt að nýta reynslu Krabbameinsskrárinnar við það verk eins og gert er víða í nágrannalöndum okkar. íslenska Krabbameinsskráin nær til allrar þjóðarinnar og er því raunverulega lýðgrunduð, eða það sem nefnt er á ensku „population based". Það gefur krabbameinsrannsóknum hér á landi sérstakt gildi því ekki er um að ræða skekkju í faraldsfræðilegum rannsóknum vegna þess að gögnin séu takmörkuð við ákveðna þjóðfélagshópa eða sjúkrahús," segja þau Jón og Laufey. Þess má geta að yfir 500 vísindagreinar hafa verið birtar eftir höfunda sem hafa nýtt sér gögn úr Krabbameinsskránni, bæði á vegum starfsfólks skrárinnar og annarra sem leitað hafa eftir gögnum þaðan. Þetta er mikilvægt framlag til alþjóðlegra rannsókna. Unnið er eftir lögum og reglum um persónuvernd og vísindasiðanefnd. Þá má geta þess að Krabbameinsskráin hefur frá árinu 2007 verið einn af gagnagrunnum þeim sem landlækni ber að halda samkvæmt lögum. Samningur er milli Krabbameinsfélagsins og landlæknis þar um. Nýir kaflar og lifandi vinnsla í bókinni eru mikilvægar tölulegar upplýsingar um krabbamein í iandinu. Þar kemur meðal annars fram að nýgengi lungnakrabbameins er hætt að aukast og jafnvel unnt að sýna fram á lækkandi LÆKNAblaðið 2012/98 479

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.