Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2012, Page 40

Læknablaðið - 15.09.2012, Page 40
UMFJÖLLUN O G GREINAR tíðni þess alvarlega krabbameins. Dregið hefur mjög úr tíðni magakrabbameins hér á landi á undanförnum áratugum. Einnig benda nýjustu tölur til þess að nýgengi blöðruhálskirtilkrabbameins sé að byrja að lækka. í bókinni eru kaflar um forvarnir og um krabbamein í munni en þeir heita: „Hvernig draga má úr hættu á að fá krabbamein," eftir Höllu Skúladóttur, yfirlækni á krabbameinsdeild Landspítala, sem situr í ritnefnd bókarinnar, og „Krabbamein í munnholi og munnkoki: Hvaða þýðingu hafa vörtuveirur?" eftir Stefán Pálmason tannlækni í Bandaríkjunum. Þá er einnig að finna enskan útdrátt efnisins og gröf og tölfræðiefni. Lengi hafði verið rætt um hvort rétt væri að þýða bókina á ensku, en á þennan hátt er farinn skynsamlegur millivegur yfir í enska útgáfu á bókinni allri. Elínborg J. Ólafsdóttir verkfræðingur, sem á sæti í ritnefnd, hefur séð um tölfræði og hönnun línurita. Hlutur ritnefndar er drjúgur, en auk þess er allt starfsfólk Krabbameinsskrárinnar vakið Opna úr bókiimi Krabbamein á Islandi. og sofið yfir gerð bókarinnar. „Við höfum eintak af bókinni við hendina til að skrá hjá okkur ef nýjar hugmyndir koma upp, eða ef við rekumst á villur eða annað sem mætti breyta eða bæta." Greinin um krabbamein í munni varð einmitt til á þennan sívökula hátt. Kveikjan var viðtal í dagblaði um munnkrabbamein og munntóbaksnotkun og eftir að Jón Gunnlaugur og Stefán Pálmason tannlæknir höfðu verið í sambandi nokkurn tíma varð úr að Stefán ritaði þessa fróðlegu grein. Þannig er efni bókarinnar sífellt í mótun. „Við segjum stundum hvort við annað að þetta efni ætti nú heima í næstu útgáfu," segja þau Laufey og Jón Gunnlaugur, en hún er fyrirhuguð árið 2016. Universitetslektorer till Institutionen för klinisk och experimentell medicin vid Hálsouniversitet i Linköping Universitetslektor i oftalmiatrik förenad med anstállning som överlákare vid Universitetsjukhuset i Linköping. Sista ansökningsdag 2012-08-31 Universitetslektor i klinisk onkologi förenad med anstállning som överlákare/ specialistlákare vid Universitetsjukhuset i Linköping. Sista ansökningsdag 2012-09-15 Mer information finns pá www.liu.se/jobba I /l“j\ l ^ Unköpings universitet expanding reality RAÐSTEFNA UM ENDÓMETRÍÓSU (LEGSLIMUFLAKK) Laugardaginn 15. september 2012 Kaldalóni, Hörpunni, Austurbakka 2,101 Reykjavík EFNI FYRIRLESTRA ER MEÐAL ANNARS • Orsakir, meðferðir og helstu einkenni • Algengi og nýgengi á íslandi • Hvenær eru inngrip og skurðaðgerðir réttlætanlegar • Ófrjósemi, ónæmisgallar og aðrir mögulegir fylgikvillar • Tilfinningalegar hliðar ófrjósemi og verkja Fundarstjóri: Eygló Harðardóttir, alþingismaður RÁÐSTEFNUDAGSKRÁ MÁ FINNA Á www.endo.is Skráning: Vinsamlegast sendið nafn og kennitölu á endo@endo.is Síðasti dagur skráningar: Fimmtudagur 13. september 2012 Ráðstefnugjald: Kr. 3.700. Ráðstefnugjald er óafturkræft o SAMXÖK UM, , I endo.is ondo a endo.is ENDOMETRIOSUl www.facebook.com/endometriosa I samstarfi vid Samband samtaka um endómetríósu á Norðurlöndum og kvennadeild Landspítala, Reykjavík. 480 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.