Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2012, Síða 42

Læknablaðið - 15.09.2012, Síða 42
UMFJÖLLUN O G GREINAR í sundhæft ástand. Ég taldi meiri Iíkur en minni á því að hún gæti keppt, síðan funduðu þjálfarinn hennar og liðsstjóri sundfólksins og þeim fannst reynandi að halda henni inni, ekki síst vegna þess að hún þurfti að synda í boðsundsveit auk einstaklingskeppninnar og sú sveit gat ekki tekið þátt ef þessi stúlka forfallaðist. Ég tappaði blóði úr olnboganum, við það fékk hún meiri hreyfigetu og prófaði aðeins að synda, það gekk þokkalega vel. Daginn sem hún keppti tappaði ég aftur af henni snemma um morguninn og setti smá deyfingu inn í liðinn. Henni gekk ágætlega og líka tveimur dögum seinna, þá jafnaði hún sinn besta tíma í boðsundi þannig að hún stóð sig svakalega vel. Síðan voru allskonar vandamál að glíma við. Það var mikill hiti í London þegar við komum út en áður hafði verið rigning og kuldi, þannig að þegar við komum var fullt af frjókornum í loftinu. Það blossaði upp mikið ofnærni sem líktist kvefi og jafnvel flensu og þurfti að meðhöndla nokkra útaf því. Svo voru smá vandamál hjá nokkrum í handboltaliðinu, sum var dálítið erfitt að eiga við en allt leystist þetta ágætlega." - Var stressandi að vera einn? „Ég gat ráðfært mig við aðra lækna þó ég væri sá eini íslenski. Þjónusta Ólympíunefndarinnar var mjög fín. Hún var með lækna til staðar, sportlækna, heimilislækna og tannlækna og bauð einnig upp á góða aðstöðu til röntgenmyndatöku og blóðrannsókna. Síðan er ég farinn að þekkja lækna sem fylgja Ólympíuliðunum, þeir funda árlega eða annað hvert ár og ég hef mætt á þá fundi undanfarið. Því hafði ég góð sambönd. Svissneska liðið sem var í húsi með okkur var með stóran lyfjaskáp og 5 eða 6 lækna. Síðan voru Norðmenn, Svíar og Danir rétt hjá okkur líka með fullt af læknum svo ég var ekkert einn." - Hafðir þú eitthvað með lyfjapróf Ólympíufaranna að gera? „Nei, allir okkar keppendur fóru í lyfjapróf hér heima, það er sérstök lyfjanefnd á vegum íþróttasambands íslands sem sér um slíkt. Við vorum búin að fá svörin áður en lagt var upp og það var enginn sem féll. Auðvitað getur fólk dælt í sig lyfjum á eftir en það er mjög mikið um próf á Ólympíuleikunum og enginn vill vera rekinn heim." Dýrmætt að geta leitað hver til annars - Er mikið að gera hjá læknum í kringum þá sem stunda keppnisíþróttir? „Já, við bæklunarlæknar erum skurðlæknar en það er svolítið misjafnt hvað menn leggja áherslu á, það getur til dæmis skipst upp í Iiðskiptaaðgerðir, hryggjaraðgerðir, barnalækningar eða slysalæknisfræði. Einnig gerum við mikið af liðspeglunum. Ástæða þess að við sinnum mikið íþróttafólkinu er að það lendir svo oft í liðþófaskemmdum, krossbandaáverkum eða að öxl fer úr liði. Þá getum við hjálpað vel til. Síðan er misjafnt hversu vel læknar fylgja fólki eftir og því veltur það oft á áhuga þeirra sjálfra hvort þeir fylgja liðum til útlanda. Læknir fer alltaf með keppendum á smáþjóðaleika, með knattspyrnulands- liðinu og handboltalandsliðinu. En það er ekki regla að læknir fari með öðrum liðum, til dæmis skíðalandsliðinu, þó þykir það æskilegt ef það fer um langan veg að keppa eins og til Asíu. Brynjólfur Jónsson hefur verið með handboltaliðinu í fjölda ára, þar á undan var það meðal annarra Stefán Carlsson. Sveinbjörn Brandsson og Gauti Laxdal eru með fótboltalandsliðið. Ágúst Kárason og ég sjáum hins vegar um íþróttafólk íþróttasambands íslands, þannig að flestir sem eru á afreksstyrkjum og lenda í meiðslum koma til okkar. Við sem sjáum um stærstu liðin störfum flestir í Orkuhúsinu og erum í góðu sambandi. Það er dýrmætt að geta leitað hver til annars, ekki síst er gott fyrir okkur þessa yngri að geta Ieitað til „gömlu" reynsluboltanna." Konur í minnihluta bæklunarlækna - Eru aðallega karlmenn í þinni sérgrein? „Sumar bæklunaraðgerðir eru dálítið erfiðar lfkamlega, eins og liðskiptiaðgerðir, hryggjarskurðlækningar og slysalækningar og þess vegna hafa konur ekki mikið sótt í þetta fag. Erlendis hafa þær hins vegar farið meðal annars í handaskurðlækningar og fótaskurðlækningar. En nú er meirihluti þeirra sem útskrifast úr læknadeild konur svo það gætu orðið æ færri sem velja bæklunarlæknisfræði sem sérgrein. En konur þurfa ekki að forðast hana því hún býður upp á mjög fjölbreytt starfi. Til dæmis eru íþróttalækningar ekki líkamlega erfitt fag. Þar eru að koma ýmsar meðferðir inn, til dæmis við sinavandamálum, einnig liðspeglunaraðgerðir og sprautumeðferðir. Það er hægt að vinna við þetta fag þannig. Konur geta allt sem við karlar getum en þær hafa kannski miklað sumt fyrir sér og það getur verið erfitt í sérfræðináminu að standa lengi í liðskiptiaðgerðum og hryggjaraðgerðum. En þegar það er búið er hægt að fara beint í liðspeglunaraðgerðir sem eru léttari og vinna eingöngu við þær, hvort sem þær tengjast íþróttafólki eða ekki. Liðspeglunaraðgerðir er nokkuð sem læknanemar kynnast ekki, því þær eru ekki lengur gerðar á Landspítala heldur eingöngu á einkastofum úti í bæ, aðallega í Orkuhúsinu en líka víðar. Því þarf að vera samstarf milli háskólans og einkageirans varðandi svona læknisfræði, svo unglæknar kynnist þessu fagi." Vinnum upp smæðina á íslandi - Segðu okkur aðeins frá námi þínu. „Ég byrjaði í læknisfræðinni árið 1989, kláraði hana 1995 og fékk íslenska lækningaleyfið 1996. Hóf svo framhalds- námið á Borgarspítalanum, var eitt ár á skurðdeild, hálft ár á svæfingu og eitt og hálft ár á bæklunarskurðdeild. Sem deildarlæknir fékk ég að gera meira og meira í slysalæknisfræði. Þá voru speglanir aðeins inni á spítalanum en síðan færðust þær á St. Jósepsspítalann og þaðan út á einkastofurnar. Ég fór svo til Malmö í Svíþjóð 1999, var aukalega á handaskurðdeild og lýtalæknadeild og lauk sérfræðináminu 2003 og doktorsnámi 2005, svo þetta tók dálítið langan tíma. Síðan flutti ég heim til íslands 2006." - Fórstu strax að vinna í Orkuhúsinu? „Já, ég vinn eingöngu í Orkuhúsinu. Hópurinn sem ég sinni skiptist eiginlega í tvennt, annars vegar eru þeir sem eru í íþróttum og lenda í álagsmeiðslum út af þeim og svo er annar hópur sem fær hægt og rólega vaxandi verki, til dæmis í öxl, og lendir í að sinar klemmast. Það fólk á oft erfitt með að sofa útaf verkjum á nóttunni en þeir verkir tengjast ekki beint áverkum. Slík vandamál er hægt að laga með lið- speglun, vinna á bólgum og losa um klemmuna með því að taka smá beinnabba. 482 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.