Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2012, Side 44

Læknablaðið - 15.09.2012, Side 44
UMFJÖLLUN O G GREINAR sporti í tvö ár og hjólaði meðal annars kringum landið í sumar í keppninni WOW í áheitasöfnun fyrir Barnaheill sem 13 lið tóku þátt í. Ég er í hjólreiðahópi sem heitir Hjólreiðafélag miðaldra skrifstofumanna, skammstafað HMS. hað er mjög skemmtilegur hópur. Fyrst var búið til eitt lið í þessa keppni og síðan myndað annað, ég var plataður í það og er þakklátur fyrir. Þessi lið voru í öðru til fjórða sæti í WOW." - Er þetta ekki hættulegt sport? „Jú, jú, það getur verið hættulegt. Menn þurfa að passa sig svolítið. En þess vegna fæ ég að vera með í hjólahópnum að ég er bæklunarlæknir. Ef eitthvað gerist á ég að bjarga því. Ég lendi alltaf meira og meira í því en það er bara gaman, jú ég reyndar „Ég er ílijólahópi sem heitir Hjólreiðafélag miðaldra skrifstofumatma." Mynd/Guimþóra braut sjálfur handarbein í vetur þegar ég datt í hálku á hjólinu en það truflaði mig lítið." - Hefurðu hjólað mikið erlendis? „Ekkert fram að þessu en er að fara í fyrstu ferðina núna í lok ágúst. Þá fer þessi HMS-félagsskapur til Ítalíu. Við verðum rétt við Rimini og hjólum miserfiðar leiðir í 3-5 tíma á dag. Þá verðum við á götuhjólum. Þeir sem eiga góð hjól taka þau með en aðrir leigja. Ég veit ekkert hvað ég er að fara út í en mér er sagt þetta verði frábært. Konurnar verða með okkur, kalla sig Rauðu raketturnar, þær eru farnar að hjóla lfka, jafnvel meira en við." - Fara þær að keppa við ykkur kannski? „E ... ég vona ekki." XX. þing Félags íslenskra lyflækna 16. og 17. nóvember 2012 í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi XX. þing Félags íslenskra lyflækna verður haldið I Hörpu í Reykjavík dagana 16. og 17. nóvember 2012. Dagskrá þingsins verður fjölbreytt og ætti að höfða til breiðs hóps lyflækna og heimilislækna, sem og annarra lækna og fagstétta á heilbrigðissviði. Meginþema þingsins verður staða og framtíð lyflækninga í íslenskri heilbrigðisþjónustu undir yfirskriftinni „lyflækningar á krossgötum". Þá verður umfjöllun um mikilvægar upp- götvanir og framþróun innan sérgreina lyflækninga. Loks verður kynning vísindarannsókna stór þáttur að vanda og eru allir sem stunda rannsóknir á vettvangi lyflækninga og skyldra greina hvattir til að senda inn ágrip. í tengslum við þingið verða fyrirtæki með kynningu á vörum og þjónustu. Skipulagningu þingsins annast Athygli ráðstefnur. Skráning á þingið verður á www.athygliradstefnur.is. Tengiliðir verða Birna, birna@athygii.is og Þórunn Dögg, thorunn@athygii.is Leiðbeiningar varðandi innsendingu ágripa: Innsending ágripa verður eingöngu með rafrænum hætti á slóðinni www.athygliradstefnur.is, undir flipanum Verkefni - skráningar. Skilafrestur ágripa til 10. október. Hámarkslengd ágripa miðast við 1800 letureiningar með bilum (titill ágrips, nöfn höfunda og stofnana eru ekki talin með). Ágrip skulu rituð á íslensku og er ætlast til að vandað sé til orðfæris og efnistaka. Lyfjaheiti skal rita með íslenskum rithætti. Notast skal við eftirfarandi uppbyggingu ágrips: Inngangur - Efniviður og aðferðir - Niðurstöður - Ályktanir Vísindanefnd FÍL mun yfirfara öll innsend ágrip og velja til kynningar á þinginu. Unnt að leita upplýsinga um þingið hjá stjórn Félags íslenskra lyflækna: Runólfur Pálsson, formaður, runolfur@landspitali.is og Davíð O. Arnar, ritari, davidar@iandspitaii.is 484 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.