Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2012, Side 49

Læknablaðið - 15.09.2012, Side 49
UMFJÖLLUN OG GREINAR staða að langtímum saman fáist ekki skurðlæknir á FSN? Að óbreyttu tel ég ástæðu til að ætla að fæðingarþjónusta geti þá jafnvel lagst af f fjórðungnum. En af hverju? - jú einhvern veginn virðist hjá fagfólki og almenningi hafa skapast sú tilfinning fremur en faglega undirbyggð skoðun, að konur ættu ekki að fæða nema þar sem er skurðlæknir. Fæðingar færast meir og meir á tvo staði, Landspítala og FSA. Þetta gerist að mér finnst án þess að mikil fagleg umræða eða ákvarðanataka í þessa veru hafi átt sér stað. Á sama tíma hamra allir, bæði lærðir og leikir, á því að þungun sé eðlilegt ástand. Öryggi á hátæknistofnun til að sinna fæðingu virðist og er mikið. Engu að síður velti ég því fyrir mér hvort hátæknin sem eini valkostur við fæðingar tryggi best öryggi, þar sem saman fer eðlileg þungun og hraust kona sem vill fæða í heimabyggð, þó þar sé ekki skurðlæknisaðstaða. Er sá möguleiki hugsanlega fyrir hendi að með því fyrirkomulagi sé í stöku tilfelli gripið til óþarfra inngripa sem aftur geta haft alvarlegar afleiðingar? Æskileg væri opin umræða um framtíð fæðingarþjónustu í okkar dreifbýla landi, ekki bara samtal fagfólks heldur líka fjölskyldna, því fyrir þær er þessi þjónusta til. Fagleg úttekt á því hvernig litlu fæðingarstöðunum tókst til með sína þjónustu væri þarft innlegg í slíka umræðu. Kannski yrði niðurstaða umræðunnar sú að fagleg rök krefðust þess að í framtíðinni fæðist börn bara á Landspítala og FSA. Ef svo færi þyrfti að marka þá stefnu með skýrum hætti og einnig margt annað að taka mið af því. Þar má lengi telja, svo sem skipulag og viðbúnað sjúkraflugs, almannatryggingar, búsetumál fjölskyldna sem bíða jafnvel vikum saman eftir nýjum fjölskyldumeð- lim, tekjutap og fleira. Ég vil að lokum ítreka þakkir fyrir málþingið í janúar 2011 og kalla eftir að þeir tjái sig sem vita hvort og þá hvað hefur gerst í skoðun þessara mála síðan. Með síðbúinni sumarkveðju af Héraði. Geðlæknafélag íslands Fjórða vísindaþing Geðlæknafélags íslands verður haldið á Hótel Klaustri, Kirkjubæjarklaustri, dagana 28. og 29. september 2012. Dagskrá hefst klukkan 15, föstudaginn 28. september og stendur til klukkan 18:30 laugardaginn 29. september. Á þinginu munu geðlæknar og annað fagfólk á geðheilbrigðissviði kynna afrakstur vísindastarfs síns í stuttum erindum. Á þinginu mun María Sigurjónsdóttir geðlæknir í Noregi halda erindi um stöðu réttargeð- lækninga í Noregi. Laugardagskvöldið 29. september verður hátíðarkvöldverður og skemmtidagskrá. í undirbúningsnefnd þingsins eru geðlæknarnir Halldóra Jónsdóttir, Magnús Haraldsson, Þórgunnur Ársælsdóttir og Sigurður Páll Pálsson. Heimilislæknaþingið 2012 Akureyri 5. - 6. október Heimilislæknaþing Félags íslenskra heimilislækna verður haldið á Hótel KEA dagana 5.-6. október 2012. Skráning er á thorunn@isiandsfundir.is fyrir 5. seþtember. Eins og á fyrri þingum verða kynntar rannsóknir, rannsóknaráætlanir og þróunarverkefni í fomi erinda og veggsþjalda. Þeir sem vilja kynna slík verkefni eru beðnir að senda ágrip til Jóhanns Ágústs Sigurðssonar í rafrænu formi á netfangið johsig@hi.is. Skilafrestur ágripa er 5. september. Ágripin verða birt í sérstöku riti þingsins. Áþinginu verður jafnframt umfjöllun á vegum gæðaþróunarnefndar um hvernig má kynna starf heimilslækna, bæði í formi fyrirlestra og í vinnuhópum. Þinginu lýkur með aðalfundi Félags íslenskra heimilislækna laugardaginn 6. október. Nánari dagskrá, upplýsingar um skil á útdráttum og skráningareyðublað verður sent í tölvu- pósti til félagsmanna. Nánari dagskrá og upplýsingar um skráningu verður auglýst síðar. Fh. undirbúningsnefndar Salome Ásta Arnardóttir formaður fræðslunefndar FIH Er ráðstefna framundan? Alhliða skipulagning ráðstefna og funda Engjateigur 5 1105 Reykjavlk | 585-3900 | congress@congress.is | www.congress.is conqress ^REYKJAVÍK LÆKNAblaðið 2012/98 489

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.