Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 11
RANNSÓKN Rof á hjarta eftir gangráðsísetningu - íslensk tilfellaröð Ingvar Þ. Sverrisson' læknir, Jón Högnason2læknir, Halla Viðarsdóttir' læknir, Gizur Gottskálksson2læknir, Gunnar Þór Gunnarsson3læknir, Jón Þór Sverrisson3 læknir, Tómas Guðbjartsson1'4læknir ÁGRIP Inngangur: Einn alvarlegasti fylgikvilli við gangráðsísetningu er þegar gangráðsvír rýfur gat á hjartað sem getur orsakað lífshættulega blæðingu. Lýst er 5 tilfellum sem greindust hér á landi á fjögurra ára tímabili. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir sjúkraskrár allra sjúklinga sem greindust með rof á hjarta eftir gangráðsísetningu á Landspítala og Sjúkrahúsi Akureyrar frá 1. janúar 2007 til 31. desember 2010. Könnuð var meðferð og afdrif þessara sjúklinga. Niðurstöður: Alls greindust 5 sjúklingar, þrjár konur og tveir karlar. Með- alaldur var 71 ár. Brjóstverkur var algengasta einkennið (n=4) en enginn sjúklinganna hafði einkenni um bráða hjartaþröng. Greining fékkst í öllum tilfellum með tölvusneiðmynd af brjóstholi eða ómskoðun af hjarta. Ekkert rof greindist við gangráðsísetningu en fjögur tilfelli greindust innan þriggja vikna eftir aðgerð. Hjá þremur sjúklinganna var blóð tæmt úr gollurshúsi í gegnum bringubeinsskurð, saumað yfir gatið og nýjum gangráðsvír komið fyrir. Hjá hinum tveimur voru gangráðsvírar dregnir án skurðaðgerðar og vélindaómun notuð til að fylgjast með blæðingu í gollurshús. Einn sjúkling- anna lést á gjörgæslu vegna lungnabólgu en hinir fjórir lifðu fylgikvillann af og útskrifuðust af sjúkrahúsi. Ályktun: Rof á hjarta er hættulegur fylgikvilli sem mikilvægt er að hafa í huga hjá sjúklingum með brjóstverk eftir gangráðsisetningu. Inngangur Efniviður og aðferðir ’Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2hjartadeild Landspítala, 3lyflækningadeild Sjúkrahúss Akureyrar, “læknadeild Háskóla íslands Fyrirspurnir: Tómas Guðbjartsson tomasgud@landspitali.is Greinin barst 22. desember 2012, samþykkt til birtingar 6. mars 2013. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Gangráður er notaður í meðferð takttruflana í hjarta og eru algengustu ábendingar fyrir ísetningu hans AV- blokk og sjúkur sínushnútur (sick simis syndromé).' Hér á landi eru gangráðsaðgerðir aðallega framkvæmdar á Landspítala (hátt í 300 aðgerðir á ári) en jafnframt á Sjúkrahúsi Akureyrar (um það bil 10 aðgerðir á ári). Á síðustu árum hefur gangráðsísetningum fjölgað með auknum fjölda eldra fólks og víðari ábendingum, en gangráður bætir bæði líðan þessara sjúklinga og horfur.2 Algengustu fylgikvillar eftir ísetningu gangráðs eru loftbrjóst (1,4-1,8%), blæðingar (0,5-0,9%) og sýkingar3'6 sem oftast eru grunnar og svara meðferð með sýklalyfj- um.5'7 Við djúpar sýkingar er meðferð flóknari og getur þurft að fjarlægja gangráðinn og vírana, sérstaklega ef talin er hætta á blóðsýkingu og hjartaþelsbólgu.8 Aðrir þekktir fylgikvillar við gangráðsísetningar eru blóðsegi í viðbeinsbláæð og los á gangráðsvírum í hjartanu sem getur valdið lífshættulegum hjartsláttartruflunum.5 Annar hættulegur fylgikvilli er þegar vír orsakar rof á hjarta en við það getur orðið lífshættuleg blæðing og hjartaþröng (cardiac tamponadé). Rof greinist stundum í aðgerð þegar vírum er komið fyrir en algengara er að það greinist dögum eða jafnvel mánuðum síðar.3'6- 9-11 Helstu einkenni rofs eru brjóstverkur, vökvi í goll- urshúsi og gangráðstruflanir.10 Sjúklingar geta þó haft væg einkenni og lýst hefur verið tilfellum þar sem rof greinist fyrir tilviljun.6-I0-12 A Islandi hefur hjartarof eftir ísetningu gangráðs ekki verið rannsakað áður. í þessari rannsókn eru könnuð öll tilfelli sem greindust á fjögurra ára tímabili. Notaðir voru miðlægir gagnagrunnar á sjúkrahúsum þar sem þessar aðgerðir eru gerðar. Rannsóknin byggist á tilfellaröð sem tók til allra sjúk- linga sem greindust á íslandi með rof á hjarta eftir gangráðsísetningu á tímabilinu frá 1. janúar 2007 til 31. desember 2010. Upplýsingar um sjúklinga fengust úr a) aðgerða- og greiningaskrám Landspítala og Sjúkrahúss Akureyrar, b) úr gagnagrunni hjarta- og lungnaskurð- deildar Landspítala og c) gangráðsaðgerðaskrá hjarta- deildar Landspítala og Sjúkrahúss Akureyrar. Ur sjúkraskrám voru skráð einkenni sjúklings og myndrannsóknir sem leiddu til greiningar, fylgikvillar og legutími í dögum. Skráð var ASA-flokkun (Amer- ican Society of Anesthesiologists) sem metur heilsufar og klínískt ástand sjúklings fyrir aðgerð en einnig voru metin hjartabilunareinkenni með NYHA-flokkun (New York Heart Association). Aðgerðirnar voru yfirleitt framkvæmdar í staðdeyf- ingu á hjartaþræðingardeild eða skurðstofu af hjarta- lækni og skurðlækni í sameiningu. Gerður var húð- skurður neðan viðbeins (oftast hægra megin) og útbúinn vasi fyrir gangráðinn í fitunni undir húðinni. Næst var einum eða tveimur gangráðsvírum komið fyrir í hægri slegli og/eða hægri gátt með hjálp gegn- umlýsingar. Oftast voru vírarnir þræddir í gegnum hægri viðbeinsbláæð (subclavian veiri) með Seldinger- tækni, nema þegar komið var fyrir tímabundnum gang- ráð (temporary pacemaker), en þá var notast við bláæð í nára og hjartavírinn ekki festur við hjartavöðvann. Við hefðbundna varanlega gangráðsísetningu voru vír- arnir hins vegar alltaf festir, annaðhvort með akkeri (passive fixation leads) eða skrúfu (active fixation leads). Eftir að búið var að mæla þröskuldsspennu og viðnám í vírunum voru þeir saumaðir fastir og tengdir við gangráðinn. Sjúklingar voru síðan vaktaðir yfir nótt í LÆKNAblaðið 2013/99 183

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.