Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 35
UMFJÖLLUN O G GREINAR „ Útreiknitigarnir í Siglu hafa sýnt góöa aögreiningu á þeim sem eru með Alzheimer frá heilbrigöum og líka þeim sem liafa aðra sjúkdóma í heila, segir Jón Snædæl." Myndir: Gunnþóra. þannig vísindamönnum í lyfjaframleiðslu að þróa lyf sem gæti hægt á sjúkdómnum eða læknað hann? „Vísindamenn í lyfjatækni hafa sýnt þessu áhuga, veit ég. Það er eitthvað sem ég kem ekkert nálægt. Spurningin sem að okkur læknum snýr er hvernig tækið nýtist í heilsugæslu. Við höfum notað það í minnismóttökunni á Landakoti í rúmt ár og nú er verið að bjóða heimilislæknum að senda fólk í greiningarmiðstöð sem Mentis Cura hefur opnað í Álftamýrinni. Það ætti að auðvelda þeim að taka ákvarðanir um hvort einstaklingur þurfi nánari skoðun eða ekki." Jón segir ekki óalgengt að fólk á miðjum aldri sem hafi upplifað erfiðan minnissjúkdóm hjá foreldri sínu komi til læknis þegar það finni að það sé farið að gleyma nöfnum og vilji fá úr því skorið hvort það sé með Alzheimer. „Það kemur fyrir alla sem komnir eru yfir miðjan aldur að gleyma nöfnum og ef engin önnur einkenni eru um minnissjúkdóm og heilaritið reynist eðlilegt þá þarf ekki frekari rannsókn. Ég á von á því að slík til- felli stoppi í heilsugæslunni þegar læknar þar hafa tileinkað sér Siglu. Þannig að hún getur hjálpað til við ákvarðanatöku." Hann tekur fram að tækið sé enn £ þróun, það gildi um flest rannsóknartæki að þau taki breytingum. „Tölvusneiðmyndatæki sem eru notuð í dag eru miklu fullkomnari en þau sem komu fyrst á markað. Þannig er það með flest í tæknivæddri veröld." Virðist greina Lewy-sjúkdóm Að sögn Jóns virðist heilaritið einnig koma býsna vel út við greiningu á Lewy-sjúk- dómi sem er næstalgengasti hrörnunar- sjúkdómurinn. Samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum tekur hann til 15-20% þeirra sem eru með hrörnunarsjúkdóm í heila. „Það er allt annar sjúkdómur en Alzheim- er. Á miklu meira skylt við Parkinson og við honum eru að einhverju leyti gefin önnur lyf en við Alzheimer/' útskýrir Jón og segir hvorki hægt að greina sjúk- dóminn með segulómun, mænuvökva né PET-skanni. „Það er til ein aðferð og hún er frekar flókin. Þannig að ef niðurstöður Mentis Cura standast og heilaritið reynist vel í sambandi við Lewy-sjúkdóm þá er það mjög athyglisvert og alger nýjung. En þar verðum við að hafa enn meiri fyrir- vara en með Alzheimer-greininguna, því það eru miklu færri einstaklingar með Lewy í gagnagrunninum í Siglu, eðli máls- ins samkvæmt." Meðalaldur þjóða fer ört hækkandi og þar með fjölgar þeim sem glíma við Alz- heimer og aðra öldrunarsjúkdóma. „Það er feikileg fjölgun framundan á heims- vísu/' segir Jón. „Hún er náttúrlega mest í þróunarlöndunum en hún verður töluvert mikil hér lika á næstu árum sem byggist á því að með aukinni velmegun eftir seinni heimsstyrjöld komust flest börn á legg. Þegar ég skoða fjölda þeirra sem eru 65 ára og eldri á íslandi, þá er fjölgunin frá 2010- 2015 um 5% og 2015-2020 er hún vel yfir 10%. Þá eru stórir árgangar sem fæddust á árunum 1945-55 að koma inn í þann hóp. Svo fer pillan að hafa áhrif og þá hægir aðeins á fjölguninni." Jón kveðst hafa haft gaman af að taka þátt í vísindarannsóknunum í Mentis Cura og fylgjast með hvernig hefur gengið. „Auðvitað verður maður alltaf að hafa hóf- legar væntingar. Það er allt endurreiknað hvað eftir annað til að vera viss. Kristinn Johnsen hefur gert það. En einhvern veg- inn er sama hvernig þessu er snúið, niður- stöðurnar eru alltaf svipaðar. Svo við erum nokkuð öruggir um að Sigla hafi heilmikið gildi fyrir læknavísindin." LÆKNAblaðið 2013/99 207

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.