Læknablaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 22
TILFELLARÖÐ MEÐ YFIRLITI
í 30°, stýrð oföndun (hypcrventilation) þar sem stefnt er að 30-35
mmHg í hlutþrýstingi koldíoxíðs og mögulega gjöf osmótískra
þvagræsilyfja á borð við mannitól.2
Acetazolamíð er karbóníkanhýdrashemill sem veldur minnk-
aðri framleiðslu heila- og mænuvökva í æðaflækju (choroidal plexus)
í heilahólfunum. Hægt er að beita lyfinu við hækkuðum innan-
kúpuþrýstingi vegna stokkasega. Gagnsemi meðferðarinnar hefur
ekki verið sannreynd. Endurtekin mænuholsástunga í þeim til-
gangi að lækka innankúpuþrýsting var framkvæmd áður fyrr,
en síður í dag. Líklega er um gagnslitla aðgerð að ræða þar sem
svigrúm til þrýstingslækkunar er lítið og þrýstingurinn verður
samur eftir skamma stund. Astungurnar krefjast þess einnig að
blóðþynningu sé hætt, sem í sjálfu sér getur leitt til þess að ástand
sjúklings versnar. Ef sjón er versnandi er hægt að gera göt á himn-
una kringum sjóntaugarnar (optic nerve shcath fenestration) og létta
á þrýstingi.2 Aðgerðin lækkar ekki innankúpuþrýsting en hún
getur bjargað sjóninni tímabundið. Ekki hefur verið sýnt fram á
gagnsemi stera við heilabjúg af völdum stokkasega.38
Þegar um er að ræða sjúklinga sem hafa yfirvofandi hnykil-
tjaldshaulun (transtentorial herniation) vegna aukins innankúpu-
þrýstings vegna bjúgs eða blæðingar í öðru eða báðum hvelum
heilans af völdum stokkasega, getur skurðaðgerð þar sem höfuð-
kúpan er opnuð til að draga úr þrýstingi (cerebral decompressive sur-
gery) verið eina leiðin til að bjarga lífi sjúklingsins. Nokkur fjöldi
lítilla rannsókna hefur sýnt afar góðan árangur þessara aðgerða.39'40
í mörgum tilfellum voru sjúklingar komnir með útvíkkuð sjáöldur
vegna hnykiltjaldshaulunar áður en gripið var til skurðaðgerðar.
Stór hluti þessara sjúklinga náði góðum bata.41
Horfur
Um 3-10% sjúklinga látast í bráðaveikindunum.1-42 Þættir sem hafa í
för með sér slæmar horfur eru alvarlegur undirliggjandi sjúkdóm-
ur, heilavefsblæðing, skert meðvitund eða dá við innlögn! Einnig
skiptir staðsetning segans máli. Sega í djúpt liggjandi stokkum
fylgja verri horfur. Um fimmtungur þeirra sem lifa af bráðaveik-
indin verður fyrir varanlegri fötlun, svo sem flogaveiki, lömunar-
einkennum, skertri vitsmunagetu eða persónuleikabreytingum.
Líkur á endurteknum stokkasega virðast minni en gerist eftir
sega í djúpum bláæðum ganglima. í ISCVT-rannsókninni sem
náði yfir 16 mánuði veiktust aðeins 2,2% aftur! í meirihluta tilfella
hefur enduropnun stokkanna átt sér stað innan þriggja mánaða.
Samantekt
Stokkasegi er sjaldgæf en alvarleg orsök höfuðverkja, hækkaðs
innankúpuþrýstings, heilablóðfalls og floga. Konur, sérstaklega í
kringum barnsburð, og einstaklingar með segahneigð eru í sér-
stökum áhættuhópi. Afar mikilvægt er að greina stokkasega því að
meðferð með blóðþynningu lækkar dánartíðni og minnkar líkur
á fötlun.
194 LÆKNAblaöið 2013 /99