Læknablaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 25
SAGA LÆKNISFRÆÐINNAR
Töflur og töflugerð
Með sérstöku tilliti til íslenskra aðstæðna
Jóhannes F. Skaftason1 lyfjafræðingur, Þorkell Jóhannesson2 læknir
ÁGRIP
Töfluslátta hófst í Englandi 1844. Fyrstu töflur innihéldu vatnsleysin sölt
samkvæmt forskrift Brockedons og voru sennilega slegnar án hjálparefna.
Tímamót urðu um 1887 þegar tekið var að nota mjölva (amylum maydis)
í Bandaríkjunum til þess að sundra töflum í vatnslausn. Þannig var hægt
að framleiða töflur með torleystum lyfjum og tryggja jafnframt viðunandi
aðgengi þeirra frá meltingarvegi. Á 9. áratug 19. aldar reis öflugt fyrirtæki í
Englandi, Burroughs Wellcome & Co„ sem náði yfirburðastöðu í töflugerð.
Fram yfir 1920 var töfluframleiðsla mjög lítil í Danmörku. Dönsk apótek og
lyfjafyrirtæki voru fyrirmynd íslenskra fyrirtækja á því sviði. Hófst töflugerð á
íslandi því fyrst um 1930. Fyrstu töfluvélarnar voru handvirkar en stórvirkari
vélar komu til landsins eftir 1945. Um 1960 voru stærstu töfluframleið-
endurnir eitt apótek og tvær lyfjaheildsölur sem jafnframt framleiddu lyf. Nú
er einn töfluframleiðandi í landinu. Tæplega tíu töflutegundir voru á markaði
árið 1913 en voru orðnar 500 árið 1965. Miklar sveiflur voru í fjölda taflna á
þessu árabili. Töflur hafa ekki útrýmt öðrum lyfjaformum til inntöku, en lang-
flest lyf til inntöku hafa komið á markað á síðustu áratugum í formi taflna.
'Lyfjafræðisafninu
í Nesi, Nestróð
170, Seltjarnarnesi,
2rannsóknastofu í lyfja- og
eiturefnafræði
Háskóia íslands,
Hofsvallagötu 53,107
Reykjavík.
Fyrirspurnir:
Þorkell Jóhannesson
drthorkell@simnet.is
Greinin barst
30. janúar 2013,
samþykkt til birtingar
6. mars 2013.
Inngangur
Töflur í nútímaskilningi eiga rætur að rekja til brautryðj-
endastarfs hæfileikaríks Breta litlu fyrir miðja 19. öld.1-2
Framfarir í töflugerð næstu áratugi þar á eftir urðu lang-
mestar í Bandaríkjunum og síðar í Bretlandi.2’4 Töflu-
gerð hófst ekki almennt í Danmörku fyrr en á 3. tug 20.
aldar.1 Lyfjagerð á íslandi studdist langt fram á 20. öld
við danskar fyrirmyndir og því skiljanlegt að töflugerð
á íslandi hæfist með vissu fyrst um 1930. Erlend sérlyf
í töfluformi komu og fyrst hér á markað skömmu fyrir
1930 að ætla má.5
Töflur eru einingar samnefnds lyfjaforms til inntöku
um munn, sem innihalda tilgreint magn (dosed) virkra
efna og eru mótaðar í fast form með stimpilsláttu (com-
pression) í töfluvél. Töflur eru nú nær undantekningar-
laust framleiddar með ýmsum hjálparefnum (renniefni,
fylliefni, bindiefni, sundrunarefni og fleirum).6 Til að
auðvelda töflusláttuna er enn fremur nær alltaf búið til
kyrni (lat. granulatum) úr virka efninu og hjálparefnun-
um.7 Islenska ríkið gerðist aðili að Evrópsku lyfjaskránni
(Ph. Eur.) 1. janúar árið 1978, og gildir enska útgáfa lyfja-
skrárinnar hér á landi. Þar er gildandi skilgreining og
lýsing á töflum og 6 undirflokkum taflna.8
Töflur (tablets) er gamalt heiti, sem áður virðist hafa
verið haft um ýmsa formaða búta og bita til inntöku.
Enska heitið er dregið með smækkunarendingu af lat-
neska orðinu tabula (borð) og merkir því í raun „lítið
borð". Margar töflur eru og í „litlu borðlíki", það er með
tveimur stórum flötum og mjórri rönd á milli. Á fyrstu
árum töflugerðar fram eftir 19. öld var ekki óalgengt að
fjallað væri um töflur með heitunum compressed pills,
compressed tablets eða compressed medicines. Nær lokum
aldarinnar varð töfluheitið hins vegar ríkjandi.2-4 í Evr-
ópsku lyfjaskránni endurspeglast þessi þróun í því að
kaflinn um töflur hefur compressi að yfirskrift sem þýða
mætti „samsláttunga", en undirtitill er tablets og öll um-
fjöllun er síðan um töflur?
I þessari grein er í stórum dráttum rakin þróun töflu-
gerðar í þremur nágrannalöndum (Bretlandi, Banda-
ríkjunum og Danmörku) svo og nánar framleiðsla og
framboð á töflum á íslandi. Töflur hafa réttilega komið
í stað eldri lyfjaforma til inntöku um munn (mixtúrur
ýmiss konar, skammtar, pillur). Því er til glöggvunar
gerður samanburður á framboði lyfja í þessum lyfja-
formum hér á landi á um 50 ára tímabili á síðustu öld.
Eins og í fyrri ritgerð um stungulyf9 markast umfjöll-
unin af útkomu Lyfjaverðskrárinnar 191310 og fyrstu
Sérlyfjaskrárinnar 1965” eða þar um bil.
Upphaf töflugerðar i Bretlandi
Upphafsmaður töflugerðar er talinn vera Englendingur
að nafni William Brockedon (1787-1854) (mynd 1). Hann
var þúsundþjalasmiður; var lærð-
ur úrsmiður, listmálari, uppfinn-
ingamaður og margt annað. Árið
1843 fann hann upp handvirka
töfluvél þar sem hann gat pressað
saman efni í formi dufts eða
kyrnis í töflur með stimpilsláttu
í móti (die). Hann fékk einkaleyfi
á vélinni og aðferðinni árið eftir.
Árið 1844 er því talið vera upp-
hafsár töflugerðar!-2 Mynd af vél-
inni, „töflupressunni", er í báðum
þessum heimildum.
Einkaleyfi Brockedons hljóðaði
upp á: „Shaping Pills, Lozenges
and Black Lead by Pressure in
Mynd 1. William
Brockedon <1787-1854)
fékk fyrstur einkaleyfi
til töflugerðar árið 1844.
Það er talið upphafsár
töflugerðar.
LÆKNAblaðið 2013/99 197