Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 34
UMFJOLLUN O G GREINAR NÝJUNGAR í LÆKNISFRÆÐI Sigla getur aðstoðað við ákvarðanatöku Rannsóknarfyrirtækið Mentis Cura hefur þróað hugbúnaðarverkfæri sem nýtist læknum við greiningu á Alzheimer og Lewy-sjúkdómum. Það hefur hlotið nafnið Sigla. Verkfærið byggir á yfir 1000 heila- ritum af einstaklingum, bæði með minnissjúkdóma og ekki, sem Mentis Cura hefur tekið á 8 árum. Tölvutæknin flokkar síðan upplýsingar heilaritanna. Þegar einstaklingur er settur í greiningu er tekið af honum heilarit, því er rennt í gegnum Siglu sem greinir á nokkrum mínútum hvort það tilheyri heil- brigðum einstaklingi eða beri einkenni sem fylgja Alzheimer eða öðrum sjúkdómum í heila. ■ ■ ■ Gunnþóra Gunnarsdóttir Jón Snædal, sérfræðingur í öldrunarlækn- ingum og yfirlæknir á minnismóttöku Landspítalans, hefur unnið með Kristni Johnsen, stofnanda Mentis Cura, að töku heilaritanna en kveðst ekki vera aðili að fyrirtækinu. Hann hefur tekið Siglu í sína þjónustu og er spurður hvaða þýðingu hún hafi fyrir læknavísindin og þar með al- menning. „Við sem höfum verið í þessu verk- efni höfum stefnt að því að sýna fram á að Sigla sé jafn góð og önnur mælitæki sem greina það sem gerist í heila þeirra sem fá Alzheimer. í dag eru viðurkenndar þrjár aðferðir. í fyrsta lagi svokallað PET- skann sem er ísótópa-skann en það er ekki gert hér á landi því tækin hafa ekki verið sett upp. Önnur er segulómun af heila sem við notum til að mæla umfang minnisstöðvanna. í þriðja lagi er hægt að taka mænuvökva og mæla ákveðin eggja- hvítuefni sem endurspegla það sem er að gerast í heilanum. Mælingarnar fara fram erlendis og það tekur um þrjár vikur að fá niðurstöður. Sigla hefur þann kost að vera einfaldari í notkun og ódýrari en þessar aðferðir. Reynslan á eftir að sýna að hve miklu leyti hún kemur í staðinn fyrir aðrar rannsóknir." Tæknin sem tilheyrir Siglu er auðveld í flutningi, að sögn Jóns. „Það þarf mann- eskju sem kann til verka en það er hægt að fara hvert á land sem er með tækin," segir hann og lýsir því hvernig staðið sé að notkuninni. „Heilarit er tekið með einföldum heilarita sem er mjög lítið tæki í dag, svo er venjuleg kjöltutölva sem upplýsingarnar eru settar inn í. Þessar upplýsingar eru sendar rafrænt til Mentis Cura sem sér um úrlesturinn og svarið kemur á nokkrum mínútum enda er hann sjálfvirkur." Jón segir ljóst að Sigla geti aukið öryggi við greiningu. „Utreikningarnir í Siglu hafa sýnt góða aðgreiningu á þeim sem eru með Alzheimer frá heilbrigðum og líka þeim sem hafa aðra sjúkdóma í heila. Þetta verður þó ekki fullkomlega viðurkennd aðferð fyrr en óháðir aðilar hafa komist að sömu niðurstöðu og nú er að ljúka nokkuð stórri fjölstöðvarannsókn á Norðurlöndunum sem verður töluverður prófsteinn." Með heilaritinu virðist einnig vera hægt að sjá hverjum lyfjameðferð við Alz- heimer gagnist best og fylgjast með hver gagnsemi meðferðarinnar er á lífeðlis- fræðilegan hátt, að sögn Jóns. Þar á hann við lyfjameðferð sem slær á einkenni sjúk- dómsins því engin lyf hafa enn fundist sem hindra framgang hans. En sér hann fyrir sér að Sigla nái að greina sjúkdóminn á fyrri stigum en nú þekkist og auðveldi Mentis Cura er 10 ára gamalt félag og hefur á þeim tíma tekið yfir 5000 heilarit af einstaklingum. Þetta er einn stærsti grunnur sinnar tegundar í heiminum. Auk greiningartækisins Siglu sem til umfjöllunar er í viðtalinu við Jón Snædal lækni, vinnur það líka að þróun greiningar á ADHD með sömu aðferðafræði. Mentis Cura vinnur með alþjóðlegum lyfjafyrirtækjum og akademískum aðilum á borð við Stockholm Brain Institute. Miðað við tölur sem Alzheimer-samtökin birtu í lok síðasta árs er Alzheimer sá sjúkdómur í heiminum sem vex hraðast í nýgengi, kostnaði og dauðsföllum. Talið er að 36 milljón einstak- lingar glími við hann í dag og áætlað er að árið 2050 verði þeir orðnir 115 milljónir. Kristinn Grétarsson framkvæmdastjóri Menlis Cura og Kristinn Johnsen, stofnandi félagsins. 206 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.