Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 19
TILFELLARÖÐ MEÐ YFIRLITI sókn af höfði með tilliti til bláæða sýndi sega í groppustokki beggja vegna, þó meira hægra megin. Sjúklingurinn var settur á Klexane 1 mg/kg x2 á dag og meðferð hafin með merópenem 2 g x3. Einnig var gefin háskammta sterameðferð í þrjá daga til að minnka bjúg í kringum sjóntaug vegna yfirvofandi hættu á þrýstingsskaða. Létt- heparín-meðferð var gefin í 6 mánuði. Þá höfðu öll einkenni horfið og myndrannsóknir voru eðlilegar. Umræða Aðferðir Við skrif þessarar greinar var framkvæmd leit í PubMed-gagna- safninu. Notuð voru leitarorðin „cerebral sinus thrombosis" og „cerebral venous sinus thrombosis". Alls fengust 4711 (2788 og 1923) heimildir í þeirri leit. Áhersla var lögð á greinar sem birst hafa eftir 1990. Eingöngu voru lesin ágrip á ensku og íslensku. Yfir- litsgreinar í virtum tímaritum voru einnig teknar til greina. Grein- ar voru valdar út frá mikilvægi og þýðingu fyrir þessa grein. Á grundvelli þessara skilmerkja voru 203 ágrip og 63 greinar lesnar. Af þeim voru valdar 42 heimildir sem vísað er til við gerð þessarar greinar. Þess má geta að sérstaklega var tekið mið af svokallaðri ISCVT-rannsókn (The International Study on Cerebral Venous and Dural Sinuses Thrombosis) sem var fjölþjóðleg, hin stærsta sem gerð hefur verið á stokkasega. Þar var fylgt eftir 624 sjúklingum með sjúkdóminn.1 Einnig voru hafðar til hliðsjónar leiðbeiningar evrópsku taugalæknasamtakanna frá 20102 og bandarísku hjarta- sjúkdóma-/heilablóðfallssamtakanna frá 20113 um greiningu og meðferð stokkasega. Faraldsfræði Ekki eru til áreiðanlegar upplýsingar um nýgengi stokkasega. Tal- ið er að hann valdi innan við 1% af öllum heilablóðföllum. Áætlað er að um 400-700 heilablóðföll verði árlega á Islandi.4 Því má reikna með að þrír til 7 einstaklingar veikist árlega hérlendis af stokka- sega. Fullyrða má að sjúkdómurinn komi upp nánast daglega sem mismunagreining á stórum bráðamóttökum vegna fjölbreyttra einkenna sinna. Stokkasegi kemur fyrir hjá fólki á öllum aldri en nýgengið er hæst milli tvítugs og þrítugs. í ISCVT-rannsókninni voru 78% sjúk- linga undir 50 ára aldri.1 Sjúkdómurinn er 1,5-5 sinnum algengari í konum. Er það talið vera vegna áhættuþáttanna þungunar, tímans eftir barnsburð og notkunar getnaðarvarnapillunnar. Ekki eru til upplýsingar um mun á milli landa eða kynþátta.2'3 Tafla I. Yfirlit yfir islensk og ensk heiti helstu bláæða og stokka heilans. Efri þykktarstokkur - superior sagittal sinus Neðri þykktarstokkur - inferior sagittal sinus Þverstokkur - transverse sinus Groppustokkur - cavernosus sinus Beini stokkur - rectal sinus Hóstarbláæð - jugular vein Bláæðar i heilaberki - cortical veins Innri bláæðar heilans - internal cerebral veins Bláæð Galens - Vein of Galen Bláæðar i heilaberki Efri 17% þykktarstokkur Mynd 4. Sýnir stærstu stokka/bláæður lieilans og mismunandi algengi stokkasega eftir staðsetningu. Birt með leyfi New England Journal ofMedicine. Meingerð og orsakir Stokkasegi kemur oftast fyrir í þykktarstokki (superior sagittal si- mis) og þverstokkum (transverse sinus) (sjá mynd 4). Tafla I veitir yfirlit yfir íslensk heiti á helstu bláæðum og stokkum heilans. Gjarnan eru segar samtímis í nokkrum stokkum, til að mynda bæði í þykktar- og þverstokki. Segi sem hindrar eða lokar fyrir blóðflæði í stokki, veldur bakþrýstingi í aðliggjandi bláæðum heilans sem getur leitt til súrefnisþurrðar, heiladreps og blæðing- ar í vefnum. í flestum tilfellum er um að ræða punktblæðingar en einnig geta myndast stærri óreglulegir blæðingaflákar, oftast á mótum heilabarkar og hvíta vefsins. Undirliggjandi áhættuþættir/orsakir stokkasega eru fjölmarg- ir, þeir helstu eru raktir í töflu II.2'3 Þrátt fyrir ítarlega leit finnst engin orsök eða áhættuþáttur í allt að 35% tilfella.5 Ættgeng sega- hneigð (throtnbophilia) er til staðar hjá 20 til 30% sjúklinga. Stökk- breyting á þætti V Leiden (15-17%) og prótrombín-stökkbreytingin (10-12%) eru algengustu segahneigðirnar, en antítrombín-, prótein C- og prótein S-skortur eru sjaldgæfari (2-6%).2-3 Þungun og sér- staklega tíminn eftir fæðingu barns, auk getnaðarvarnarpill- unar, eru vel þekktir áhættuþættir. Mikilvægt er að hafa í huga að áhættuþættir magna hver annan upp.1 Um 10% sjúklinga með stokkasega eru konur sem nýlega hafa fætt. Getnaðarvarnarpillan er algengasti áhættuþátturinn. Tilfellaviðmiðarannsóknir hafa sýnt fram á fjórfalda til þrettánfalda áhættu við notkun hennar.6 Notkun getnaðarvarnarpillunnar meðal kvenna með prótrombín- stökkbreytinguna eykur áhættuna á stokkasega allt að 149-faIt/ Hafi konur segahneigð af einhverju tagi og taka auk þess getnað- arvarnapilluna, eru þær að meðaltali í 30-falt meiri áhættu en ef þær hafa aðeins annan áhættuþáttinn.8 LÆKNAblaðið 2013/99 191

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.