Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 26
SAGA LÆKNISFRÆÐINNAR Dies". Pillur eru handunnið lyfjaform til inntöku, sem í munni margra hefur löngum verið látið jafngilda töflum. Lozenges (öðru nafni troches) er gamalt lyfjaform, sem haft var um litla bita eða stangir sem leysast áttu í munni og verka þar. Black lead á hins vegar við grafít til blýantaframleiðslu. Raunar lýsti Brockedon sér- stökum stimpli til þess að pressa grafít. Má því telja að Brockedon hafi rúmað tvær uppfinningar í einni1 og hefur hann trúlega jafn- framt fengist við blýantaframleiðslu. Þær „pillur" sem Brockedon framleiddi og voru lengi vel fram- leiddar með hans aðferð, innihéldu vatnsleysin sölt (karbónöt, tar- tröt, nítröt og fleiri), sem auðveldlega sundrast í maga. Þessar töflur voru að svo miklu leyti sem vitað er framleiddar án hjálparefna.12 Gildi uppfinningar hans var í fyrstu lítið í lyfjagerð, en meira í öðrum iðnaði. Kalíumbíkarbónattöflur og natríumbíkarbónat- töflur framleiddar með aðferð Brockedons urðu vinsæl söluvara í Englandi og Bandaríkjunum undir heitinu „compressed pills" eða „Mr. Brockedon s goods".1 Lítil kynning eða engin í fagtímaritum varð þess senni- lega valdandi að þýskur prófessor, Rosenthal að nafni, taldi sig frumkvöðul að smíði töfluvélar árið 1872. Vél hans var hliðstæð við vél Brockedons, en Rosenthal var ókunnugt um vél og vinnu Brockedons. Raunar er svo að sjá að lítil framþróun hafi orðið í töflugerð í Þýskalandi á 19. öld.2 Þróun töflugerðar i Bandaríkjunum og Bretlandi Fyrirtækið John Wyeth and Brother (nú hluti af Pfizer) bjó árið 1872 til endurbætta töfluvél og framleiddi töflur líkt og Brockedon hafði áður gert, sem innihéldu vatnsleysanleg sölt (kalíumklóríð, ammóníumklóríð og fleiri). Samkvæmt upplýsingum frá fyrir- tækinu fór áhugi lækna mjög vaxandi á notkun taflna þegar kom fram um 1880 („Physicians saw the convenience of this form of medication and at various times submitted different compounds formulae which were made into either tablets or compressed lo- zenges").2 Óvíst er hvort fyrirtækið notaði hjálparefni við fram- leiðsluna. Hins vegar er staðfest að helsti hvatamaður í læknastétt vestan hafs á 19. öld um framleiðslu taflna, Robert M. Fuller (1844- 1919), lét nota hjálparefni í töflur sem gerðar voru árið 1878 sam- kvæmt hans forskrift. Það lyfti og undir töflugerð að eftir 1880 voru búnar til miklu öflugri töfluvélar en fyrr (vélknúnar snún- ingsvélar; „rotatory tablets machines"). Um 1880 stóð töflugerð engu að síður frammi fyrir þeim mikla vanda að illgerlegt var, með eða án þeirra hjálparefna sem þá voru notuð, að framleiða töflur með lyfjum torleystum í vatni. Slík lyf misstu virkni sína við inntöku, þar eð töflurnar leystust illa eða ekki í maga eða þörmum og gátu jafnvel gengið heilar niður. Hér skorti því augljóslega efni sem gæti sundrað töflunum í vatni eða vatnskenndu umhverfi og þannig tryggt torleystum lyfjum nokkra upplausn í maga og þörmum. Maísmjölvi (amylum maydis) reyndist vera hæfilegt sundrunarefni við töflugerð og leysti þenn- an vanda.2í nútímalyfjagerð hafa gerviefni (tilbúin efni) yfirleitt leyst mjölva af hólmi.6 Bandaríkjamaður að nafni Charles Killgore (1849-?) sótti árið 1887 um einkaleyfi til þess að nota mjölva við töfluframleiðslu þannig að töflurnar fullgerðar sundruðust í vatni. Killgore mun hafa starfað að lyfjagerð en um hann eru að öðru leyti nær engar heimildir. Honum var synjað um einkaleyfið því að mjölvi væri svo algengt og aðgengilegt efni. Hins vegar er óvíst hvort nokkr- um öðrum hafi komið til hugar áður að nota mjölva með þessum hætti.2 Uppgötvun Killgores markar tímamót og skipti sköpum í töflugerð og verður ekki betur lýst en með orðum Keblers:2 „The discovery was a great triumph for the industry. From this time forward its growth was simply phenomenal. All conceivable solid drugs are now compressed into tablet forms..." Þegar Kebler setti þessi orð á blað fyrir um 100 árum var þannig nær þriðjungur allra fullgerðra lyfja sem notuð voru í Bandaríkjunum töflur. Bandarísk þekking í töflugerð og sölumennsku fluttist yfir Atl- antshaf til Bretlands þegar kom fram á 8. tug 19. aldar. Bandaríska fyrirtækið John Wyeth and Brother, sem áður er nefnt, sendi árið 1878 ungan lyfjafræðing, Silas Burroughs (1846-1895), til London til þess að vera þar umboðsmaður og sölumaður fyrirtækisins. Burroughs fékk tveimur árum síðar ungan lyfjafræðing, Henry Wellcome (1853-1936), til starfa með sér í London. Ýmsar aðstæður hvöttu þá félaga til þess að hefja framleiðslu á töflum í eigin nafni á árunum 1882-1883. Það leiddi svo til stofnunar fyrirtækisins Burroughs Wellcome & Co. (BW & Co.), sem átti eftir að stækka og verða um skeið nánast leiðandi töfluframleiðandi í heiminum. Ein af meginforsendunum fyrir velgengni Burroughs og Wellcome var að árið 1888 heppnaðist þeim að búa til mjög mikilvirka töflu- vél: „capable of producing 600 high-quality tablets every minute", eins og segir í sögu fyrirtækisins.4 Það styrkti og enn stöðu fyrir- tækisins að þessi tækni var varin einkaleyfum um víða veröld.3-4 Kyrni er nefnt í bandarísku lyfjaskránni 1883 eða um líkt leyti og töflugerð var að eflast þar og í Bretlandi að marki. Um kyrni er síðan fjallað í ýmsum yngri lyfjaskrám án þess að segja megi að nokkur nákvæm skilgreining á því sé til. Kyrning (tilbúningur kyrnis í þar til gerðu tæki) er fólgin í því að breyta smásæjum kornum virkra efna og hjálparefna í korn af sýnilegri stærð (sem sjá má með berum augum). Ferlið ber hins vegar ekki með sér að kornin séu öll af sömu stærð eða lögun. Kyrni getur verið lyfja- form í sjálfu sér, en er langoftast millistig í töflugerð til þess að auðvelda töflusláttuna og mótun taflna.7 Stutt lýsing á kyrningu eins og nú tíðkast er í skrifum Sænsku lyfjastofnunarinnar6 (sjá ennfremur texta við mynd 3). Töflugerð hefst í Danmörku Elsta lyfjaheildsölufyrirtækið í Danmörku, Alfred Benzon, var stofnað 1849. Fyrirtækið var fyrst heildsölufyrirtæki sem seldi apótekum hrávöru til lyfjagerðar. Árið 1893 setti fyrirtækið jafn- framt tvö fullgerð lyf á markað í formi pillna og extrakts. Lövens kemiske fabrik (Leo) var stofnað árið 1908 og er næstelst danskra lyfjafyrirtækja annarra en apóteka. Árið 1912 hóf fyrirtækið að framleiða Albyl® (nokkurn veginn sama samsetning og magnýl) og setti á markað sem skammta. Síðar var tekið að framleiða lyfið í formi taflna (mynd 2). Alfred Wohlk, lyfsali í Kaupmannahöfn, er talinn eiga heiðurinn af því að hafa fyrstur sett á markað (í árs- lok 1912) þá lyfjasamsetningu sem nú nefnist magnýl. Af skrifum hans er auðséð að hann hefur einkum selt lyfið í skömmtum, þótt hann bendi jafnframt á að slá megi töflur úr lyfjablöndunni (með mjölva).1213Lyfjaforminu töflum er einungis stuttlega lýst í dönsku lyfjaskránni árin 1893 og 1907.1 Af þessu er ljóst að töflugerð hófst mun síðar í Danmörku en í Bretlandi og Bandaríkjunum, þótt á því væru einstakar undan- tekningar. í yfirlitsgrein sinni nefnir Svend Aage Schou að vel 198 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.