Læknablaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 50
Pistlar frá formönnum sérgreinafélaga og
undirdeilda Laeknafélags íslands og Reykjavíkur
Háls-, nef- og
eyrnalæknar á íslandi
Hannes Petersen
hpet@hi.is
Formaður Félags íslenskra
háls-, nef- og eyrnalækna
Tekist var á um aldur háls-, nef- og eyrna-
læknisfræðinnar á síðum Læknablaðsins
fyrir um 20 árum síðan, en þá hafði sér-
greinin ranglega verið nefnd ung sérgrein.
Hið rétta er að háls-, nef- og eyrnalæknis-
fræðin og þar með félög þeirra lækna er
sérgreininni sinna eru einhver þau elstu
í Evrópu og Bandaríkjunum og eiga flest
upptök sín upp úr miðri 19. öldinni. Is-
lenskir læknar, þá eins og endranær, tóku
nýjungum vel og á ofanverðri 19. öld héldu
nokkrir utan að kynna sér greiningu og
meðferð sjúkdóma í hálsi, nefi og eyrum.
Fljótlega hafði myndast kjarni lækna sem
sinnti þessum vandamálum og þegar
Læknafélag íslands viðurkenndi sérgrein-
ar innan læknisfræðinnar, í fyrsta sinn
árið 1923, reyndust tveir af 12 sérfræð-
ingum vera háls-, nef- og eyrnalæknar.
Það fjölgaði í hópnum sem alla tíð átti með
sér óformlegan félagsskap, en ekki var um
formlegt félag háls-, nef- og eyrnalækna að
ræða fyrr en komið var inn á síðari hluta
20. aldarinnar. Strax þá var fjöldi þeirra
á íslandi orðinn vel rúmur tugurinn. Sá
fjöldi hefur tvöfaldast og nú eru á íslandi
starfandi um 20 háls-, nef- og eyrnalæknar.
Sérgreininni svipar til sérgreina eins og
húð- og augnlækninga, það er að sinna má
sjúklingum ekki síður utan sjúkrahúsa en
inni á þeim. Þetta gerir hópinn tvískiptan,
en áhugi á velferð sjúklinga með sjúkdóma
í hálsi, nefi eða eyrum er sameiginlegur og
í fyrirrúmi.
Félagið hefur haldið þrjú norræn þing
háls-, nef- og eyrnalækna. Hið fyrsta var
haldið í Þjóðleikhúsinu 1970 og var það
eitt af fyrstu formlegu verkum félagsins.
Næsta þing var haldið 1990 í Háskólabíói
og hið þriðja árið 2005 á Hótel Nordica.
Öll hafa tekist með miklum ágætum, verið
fjölmenn og ánægjuleg í alla staði. Nú
er hafin niðurtalning í næsta þing sem
verður á íslandi árið 2020.
íslenskir háls-, nef- og eyrnalæknar
funda formlega tvisvar á ári þar sem
annar fundurinn er aðalfundur, en hinn
fundurinn venjulega tengdur símennt-
unarmálum. Hafa þessir fundir verið
vel sóttir og góðir. Fræðsla verður áfram
áberandi í starfi okkar en einnig eru áform
um að kanna á markvissari hátt sögu
sérgreinarinnar á íslandi, hvernig staðið
var að greiningu fyrir tíma hátækni og
hvernig meðferð var háttað. Sérstakan hug
höfum við á því að kanna mixtúru- og
dropalækningar sem mikið til hafa horfið
í samevrópskri tilveru. Mikið framboð er
á símenntun fyrir lækna innanlands sem
utan og nægir þar að nefna Læknadaga en
þar hafa háls-, nef- og eyrnalæknar látið
til sín taka á liðnum árum. Nýliðun innan
sérgreinarinnar er góð og má ætla að ann-
ar eíns hópur háls-, nef- og eyrnalækna sé
í sérnámi eða hafi nýlokið því og búi enn
erlendis. Til þess er gott að vita.
Eins og oft er með sérgreinafélög hefur
félagsskapur háls-, nef- og eyrnalækna
orðið vettvangur hagsmunagæslu launa,
ekki síður en vettvangur til viðhalds
fagmennsku. Vegna smæðar félagsins,
tvískipts starfsvettvangs félagsmanna og
að töluverðrar undirsérhæfingar er farið
að gæta innan sérgreinarinar, þá getur
verið erfitt að sinna þeim markmiðum sem
nefnd voru. Það er því mikilvægt fyrir
okkar hóp að tilheyra stærri hópi skurð-
lækna, en flestir háls-, nef- og eyrnalæknar
eru einnig félagar í Skurðlæknafélagi ís-
lands, og það er ekki síður mikilvægt fyrir
lítið félag að vita að við eigum skjól undir
stórri regnhlíf læknasamtakanna.
Idungadeild
Læknafélags íslands
3. apríl 8. maí
Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla íslands
Breytingar á lifríki hafsins Tjörnin í Reykjavik. Saga og lífriki
Aðalfundur. Stjórnarskipti
16.-25. maí
Ferðalag öldungadeildar til TOSCANA á Ítalíu.
222 LÆKNAblaðið 2013/99