Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 27
SAGA LÆKNISFRÆÐINNAR Mynd 2. Albyl® töflur frá Lövens Kemiske Fa- brik (Leo) var eiit fyrsta sérlyf sem á markaö kom í Danmörku. Lyfið varfyrst selt í skömmtum árið 1912. Það er líkt magnýl að sam- setningu. (Myndin tekin í Lyfjafræðisafninu í Nesi; okt. 2012; ÞÞ.) menntaður lyfjafræðingur, Christian Steenbuch (1850-1910), sem varð lyfsali í Kaupmannahöfn árið 1889, hefði anskaffet en mek- anisk dreven tabletmaskine, men i det store flertal af apotekerne betragtede personalet tabletslagning som et ubehageligt stykke arbjede"! Af þessum skrifum má því enn ráða að Christian Steen- buch (og einstaka apótekarar aðrir) hafi fylgst með framþróun í töflugerð í Bretlandi og Bandaríkjunum. Jafnframt hafi starfslið í flestum dönskum apótekum framan af síðustu öld lagst gegn því nýmæli og framför í lyfjagerð sem töflugerð var. Það kann svo enn að hafa haft letjandi áhrif að Christian Steenbuch virðist hafa farn- ast illa fjárhagslega!41 dag er samt erfitt að skilja tregðu danskra lyfjafræðinga til að tileinka sér töflugerð. Mikill hagnaður af eldri lyfjagerð skipti án efa máli. Eins og áður er nefnt var komið fram á þriðja áratug 20. aldar áður en apótek og lyfjafyrirtæki í Danmörku tóku að framleiða töflur að marki. Þessa sér stað í dönskum lyfjaskrám frá fjórða og fimmta áratug aldarinnar (28 töflum er lýst Ph. Dan. 1933 og 79 í Ph. Dan. 1948)! Þessar lyfjaskrár og fleiri lyfjabækur danskar giltu á íslandi og voru helstu undirstöðurit um töflugerð hér á landi fram yfir 1960. Töflugerð á íslandi í spánsku veikinni 1918-1919 var aðeins eitt apótek í Reykjavík, Reykjavíkurapótek. I því fátæklega úrvali lyfja sem í boði var í farsóttinni voru aspirínskammtar (með asetýlsalisýlsýru). f minn- ingum sínum greinir Aksel Kristensen, síðar lyfsali, frá því að apó- tekið hafi í byrjun veikinnar jafnframt átt nýfengnar aspiríntöflur í glösum frá Ameríku!516 Slíkar birgðir af aspiríntöflum heyrðu þá án efa til undantekninga og mátti öðru fremur rekja til viðskipta- sambanda við Bandaríkin sem upphófust á heimsstyrjaldarár- unum fyrri með siglingum þangað vestur. Stefán Thorarensen (1891-1975) lyfsali stofnaði næstelsta apótek- ið í Reykjavík, Laugavegsapótek, haustið 1919. Hann byggði fáum árum síðar veglegt hús á Laugavegi 16 yfir apótekið (og fleiri fyrir- tæki). í viðtali við Stefán gamlan fórust honum svo orð: „Þegar ég svo var orðinn apótekari, fékk ég mér handsnúna töfluvél og síðan einstimpla vél. . ."'7 Þetta gæti hugsanlega hafa verið fyrsta töflu- Mynd 3. Elsta töfluvél í Lyfjafræðisafninu (einstimpla töfluvélframleidd af Engler í Vínarborg og keypt til Hafnar- fjarðarapóteks um 1930). - Töflusláttan fór þannig fram að sveifinni efst var snúiðfram til að þrykkja („pressa") töflu og svo aftur til að skila henni af sérfullgerðri. Töflukyrnið var sett í trektina og rann þaðan liðlega í mót þar sem stimpill vélarinnar þrykkti það saman í töflu þegar sveifinni var snúið fram. (Myndin tekin í Lyfja- fræðisafninu í Nesi 11.5. 2012; ÞÞ.) vélin á íslandi, en ekkert er nánar um hana vitað. Stefán átti samt síðar óvéfengjanlega eftir að koma að framþróun töflugerðar á ís- landi og þá með kaupum á enn öflugri vél en einstimpla (sjá á eftir). Danskur lyfjafræðingur, Soren Ringsted Jensen Kampmann (1884-1959), sem starfað hafði í Reykjavíkurapóteki, fékk árið 1917 lyfsöluleyfi í Hafnarfirði. Hann stofnaði Hafnarfjarðarapótek og rak í 30 ár (til 1947). Eftir það fluttist hann til Danmerkur og dó þar. Hvorki hér né í Danmörku hafa fundist nokkur skrif um Kamp- mann eða eftir hann. Kampmann eignaðist handvirka töfluvél sem nú er varðveitt í Lyfjafræðisafninu í Nesi (mynd 3). Vélin er framleidd í Austur- ríki og er sennilega keypt skömmu fyrir 1930. Vélin var notuð í tíð Kampmanns í Hafnarfjarðarapóteki og eitthvað lengur. Þessi vél telst nú vera elsta töfluvél sem til er í landinu. Þorsteinn Scheving Thorsteinsson (1896-1971) eignaðist Reykja- víkurapótek árið 1919. Árið 1930 flutti hann apótekið í stórhýsið Austurstræti 16.9 í Lyfjafræðisafninu er handvirk töfluvél, dönsk að gerð og talin frá árinu 1930, sem notuð var í apótekinu á árunum 1930-1940. Töfluvél þessi (mynd 4) er að dómi kunnáttumanna yngri að gerð en fyrrgreind vél úr Hafnarfjarðarapóteki. Töfluframleiðsla í Reykjavíkurapóteki var lengi mikil að vöxtum og var umfram það sem tíðkaðist í öðrum apótekum!8 Höfundum er enn fremur kunnugt um að allnokkuð af framleiðslunni var selt í heildsölu til annarra apóteka. Vegna töflugerðarinnar var komið á fót „töfluútibúi" í bakhúsi við neðanverða Vesturgötu. Á árabilinu 1954-55 innréttaði Þorsteinn lyfsali fjórðu hæð Austurstrætis 16 til lyfjaframleiðslu. Þar voru svo framleiddar töflur með rafknúnum vélum í áratugi, en í minnkandi mæli þegar til lengdar lét, einkum eftir 1980.918 Til á að vera skrá yfir töflur sem framleiddar voru í Reykjavíkurapóteki, en hún hefur ekki komið í leitirnar. Stefán Thorarensen (mynd 5) stofnaði heildverslun árið 1944 í húsakynnum sínum og framleiddi í nafni þess fyrirtækis töflur og önnur lyf, auk þess að vera stórtækur innflytjandi á erlendum sér- lyfjum. Skömmu eftir seinna stríð, sennilega árið 1947, keypti Stefán fyrstu mikilvirku töfluvélina á íslandi, bandaríska fjölstimpla vél af Stokes gerð. Ætla má að kaup Stefáns á þessari vél hafi orðið með þeim hætti að til hans réðst árið 1945 ungur, vel menntaður lyfja- fræðingur, Sigurður Jónsson (1916-1994), síðar lyfsali, er menntast L/EKNAblaðið 2013/99 199

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.